Úkraínumenn vilja refsa gamla fyrirliðanum fyrir að kóa með Rússum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2022 14:32 Anatoliy Tymoshchuk í baráttu við Wayne Rooney í leik Englands og Úkraínu á EM 2012. getty/Martin Rose Anatoliy Tymoshchuk, fyrrverandi fyrirliði og leikjahæsti leikmaður í sögu úkraínska landsliðsins, gæti misst þjálfararéttindi sín vegna þagnar sinnar eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Hvorki hósti né stuna hefur heyrst frá Tymoshchuk eftir innrás Rússa og það sem meira er heldur hann áfram að starfa hjá rússneska meistaraliðinu Zenit þar sem hann er aðstoðarþjálfari. Tymoshchuk hefur verið gagnrýndur fyrir að þegja þunnu hljóði eftir innrásina og úkraínska knattspyrnusambandið hefur núna fordæmt þögn hans. Í yfirlýsingu frá úkraínska knattspyrnusambandinu segir að ákvörðun hans að starfa áfram hjá Zenit skaði ímynd fótboltans í Úkraínu. „Frá innrás Rússa í Úkraínu hefur Tymoshchuk, fyrrverandi fyrirliði úkraínska landsliðsins, ekki bara sent frá sér eina einustu yfirlýsingu varðandi hana heldur haldið áfram að starfa fyrir félag í Rússlandi,“ sagði í yfirlýsingunni. „Á meðan fyrrverandi félag hans, Bayern München, hefur sent frá sér yfirlýsingar og gripið til aðgerða til að styðja við Úkraínu heldur Tymoshchuk áfram að þegja og vinna fyrir félag innrásaraðilans.“ Úkraínska knattspyrnusambandið vill refsa Tymoshchuk með því að ógilda þjálfararéttindi hans, svipta hann öllum titlum sem hann vann í Úkraínu og þurrka hann út af listanum yfir leikmenn úkraínska landsliðsins. Tymoshchuk var þrisvar sinnum Úkraínumeistari með Shakhtar Donetsk áður en hann gekk í raðir Zenit 2007. Þar varð hann Evrópudeildarmeistari og vann rússnesku úrvalsdeildina í tvígang. Tymoshchuk lék svo með Bayern á árunum 2009-13 og vann meðal annars Meistaradeild Evrópu með félaginu. Tymoshchuk lék 144 landsleiki fyrir Úkraínu á árunum 2000-16 og var lengi fyrirliði landsliðsins. Hann lék með því á HM 2006 og EM 2012 og 2016. Fótbolti Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússneski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Hvorki hósti né stuna hefur heyrst frá Tymoshchuk eftir innrás Rússa og það sem meira er heldur hann áfram að starfa hjá rússneska meistaraliðinu Zenit þar sem hann er aðstoðarþjálfari. Tymoshchuk hefur verið gagnrýndur fyrir að þegja þunnu hljóði eftir innrásina og úkraínska knattspyrnusambandið hefur núna fordæmt þögn hans. Í yfirlýsingu frá úkraínska knattspyrnusambandinu segir að ákvörðun hans að starfa áfram hjá Zenit skaði ímynd fótboltans í Úkraínu. „Frá innrás Rússa í Úkraínu hefur Tymoshchuk, fyrrverandi fyrirliði úkraínska landsliðsins, ekki bara sent frá sér eina einustu yfirlýsingu varðandi hana heldur haldið áfram að starfa fyrir félag í Rússlandi,“ sagði í yfirlýsingunni. „Á meðan fyrrverandi félag hans, Bayern München, hefur sent frá sér yfirlýsingar og gripið til aðgerða til að styðja við Úkraínu heldur Tymoshchuk áfram að þegja og vinna fyrir félag innrásaraðilans.“ Úkraínska knattspyrnusambandið vill refsa Tymoshchuk með því að ógilda þjálfararéttindi hans, svipta hann öllum titlum sem hann vann í Úkraínu og þurrka hann út af listanum yfir leikmenn úkraínska landsliðsins. Tymoshchuk var þrisvar sinnum Úkraínumeistari með Shakhtar Donetsk áður en hann gekk í raðir Zenit 2007. Þar varð hann Evrópudeildarmeistari og vann rússnesku úrvalsdeildina í tvígang. Tymoshchuk lék svo með Bayern á árunum 2009-13 og vann meðal annars Meistaradeild Evrópu með félaginu. Tymoshchuk lék 144 landsleiki fyrir Úkraínu á árunum 2000-16 og var lengi fyrirliði landsliðsins. Hann lék með því á HM 2006 og EM 2012 og 2016.
Fótbolti Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússneski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira