Ók á meira en 100 í íbúðargötu á flótta undan lögreglu og klessti svo á Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. mars 2022 19:00 Hér má sjá einn þeirra þriggja bíla sem varð fyrir bílnum í gærkvöldi. vísir/vilhelm Þrír bílar skemmdust mikið þegar ökumaður sem lögregla veitti eftirför missti stjórn á bíl sínum og klessti á þá seint í gærkvöldi. Lögregla segir mildi að enginn hafi orðið fyrir bílnum sem er talinn hafa verið á yfir 100 kílómetra hraða á klukkustund. Mikil hætta skapaðist á Sogaveginum á miðnætti í gærkvöldi þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum og keyrði hér inn í þrjá kyrrstæða bíla. Eins og sjá má á myndunum sem fylgja fréttinni var aðkoman í dag vægast sagt óhugguleg og ljóst að það var mikil mildi að ekki fór verr. Lögregla fékk tilkynningu rétt fyrir miðnætti í gær um bíl sem ók hratt í borginni og rásaði um göturnar. Hún fann hann síðan á Bústaðavegi en þegar honum var gefið merki um að stöðva gaf hann í. „Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og þá upphófst eftirför; hann sinnti ekki stöðvunarskyldu, keyrði upp á gangstéttar og gegn rauðu ljósi og svo endaði þetta hérna á Sogaveginum þegar hann keyrði yfir hraðahindrun og þar hentist bíllinn í loftköstum og lenti á þremur bílum hér,“ segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hægt að kenna hraðahindrun um Margir íbúa götunnar vildu kenna einmitt þessu atriði um slysið; það er að segja sjálfri hraðahindruninni. En eins og sést í myndbandinu sem fylgir er vegurinn ansi holóttur þar sem hún er að hefjast. „Ég segi að það sé af og frá,“ segir Guðmundur Páll. „Hérna er 30 kíklómetra hámarkshraði og það eru margar hraðahindranir hér á Sogaveginum. Það eru krakkar sem búa hérna í hverfunum fyrir neðan sem að sækja skóla hérna Breiðagerðis og Réttarholtsskóla og það er bara nauðsynlegt að hafa þessa hraðahindrun.“ Hraða ökumannsins er hér um að kenna að sögn Guðmundar, sem er grunaður um að hafa verið á meira en 100 kílómetra hraða á klukkustund í þessari þrjátíu götu. Hann er einnig grunaður um að hafa verið undir áhrifum vímuefna. „Hann meiddist eitthvað eða slasaðist eitthvað og var fluttur á slysadeild og er þar í dag en er ekki með alvarleg meiðsli sem betur fer,“ segir Guðmundur Páll. Samgönguslys Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Sjá meira
Mikil hætta skapaðist á Sogaveginum á miðnætti í gærkvöldi þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum og keyrði hér inn í þrjá kyrrstæða bíla. Eins og sjá má á myndunum sem fylgja fréttinni var aðkoman í dag vægast sagt óhugguleg og ljóst að það var mikil mildi að ekki fór verr. Lögregla fékk tilkynningu rétt fyrir miðnætti í gær um bíl sem ók hratt í borginni og rásaði um göturnar. Hún fann hann síðan á Bústaðavegi en þegar honum var gefið merki um að stöðva gaf hann í. „Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og þá upphófst eftirför; hann sinnti ekki stöðvunarskyldu, keyrði upp á gangstéttar og gegn rauðu ljósi og svo endaði þetta hérna á Sogaveginum þegar hann keyrði yfir hraðahindrun og þar hentist bíllinn í loftköstum og lenti á þremur bílum hér,“ segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hægt að kenna hraðahindrun um Margir íbúa götunnar vildu kenna einmitt þessu atriði um slysið; það er að segja sjálfri hraðahindruninni. En eins og sést í myndbandinu sem fylgir er vegurinn ansi holóttur þar sem hún er að hefjast. „Ég segi að það sé af og frá,“ segir Guðmundur Páll. „Hérna er 30 kíklómetra hámarkshraði og það eru margar hraðahindranir hér á Sogaveginum. Það eru krakkar sem búa hérna í hverfunum fyrir neðan sem að sækja skóla hérna Breiðagerðis og Réttarholtsskóla og það er bara nauðsynlegt að hafa þessa hraðahindrun.“ Hraða ökumannsins er hér um að kenna að sögn Guðmundar, sem er grunaður um að hafa verið á meira en 100 kílómetra hraða á klukkustund í þessari þrjátíu götu. Hann er einnig grunaður um að hafa verið undir áhrifum vímuefna. „Hann meiddist eitthvað eða slasaðist eitthvað og var fluttur á slysadeild og er þar í dag en er ekki með alvarleg meiðsli sem betur fer,“ segir Guðmundur Páll.
Samgönguslys Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Sjá meira