Hraunuðu yfir Simmons en enduðu á að baula á eigið lið Sindri Sverrisson skrifar 11. mars 2022 07:30 James Harden og Kevin Durant voru liðsfélagar þar til í febrúar að Harden skipti yfir til Philadelphia. Durant var frábær í gærkvöld en Harden náði sér engan veginn á strik. AP/Matt Slocum Það er óhætt að segja að það hafi verið fjandsamlegt andrúmsloft og hiti í áhorfendum og leikmönnum í Philadelphiu í gærkvöld þegar heimamenn í 76ers mættu Brooklyn Nets í fyrsta leik liðanna eftir að þau skiptu á stórstjörnum. Stuðningsmenn 76ers hreyttu fúkyrðum í Ben Simmons þegar hann mætti á sinn gamla heimavöll, bauluðu á hann og kyrjuðu allir saman „til fjandans með Ben Simmons“. F--k Ben Simmons chants in Philly pic.twitter.com/lficDU2pOw— Bleacher Report (@BleacherReport) March 11, 2022 Þegar leið á leikinn voru stuðningsmennirnir hins vegar farnir að baula á eigið lið sem átti ekki möguleika gegn Brooklyn og tapaði 129-100. Gestirnir höfðu komist í 72-51 í fyrri hálfleik og náðu mest 32 stiga forskoti í þriðja leikhluta. „Við lítum allir á Ben sem bróður okkar,“ sagði Kevin Durant sem skoraði 34 stig fyrir Brooklyn. „Við vissum að hér yrði fjandsamlegt andrúmsloft. Það er hins vegar erfitt að baula á Ben Simmons þegar þú ert að tapa svona stórt,“ sagði Durant sem sjálfur átti orðastað við Joel Embiid eftir átök þeirra á milli. OH HELL YEAH pic.twitter.com/4jOCHKnG5Q— Rob Perez (@WorldWideWob) March 11, 2022 Simmons tók engan þátt í leiknum en hann er enn að jafna sig af bakmeiðslum og hefur ekki spilað fyrir Brooklyn eftir að hafa verið skipt þangað fyrir James Harden í febrúar. Brooklyn fékk Seth Curry með í skiptunum og hann bætti við 24 stigum gegn sínu gamla liði, og Kyrie Irving skoraði 22 stig. James Harden klikkaði á 14 af 17 skotum sínum úr opnum leik og skoraði aðeins 11 stig. Þetta var fyrsta tap Philadelphia í þeim sex leikjum sem liðið hefur spilað með Harden innanborðs. Brooklyn er eftir sigurinn í 8. sæti austurdeildar með 34 sigra og 33 töp en miðað við leikinn í gær vill ekkert af liðunum í efri hlutanum lenda gegn liðinu í úrslitakeppninni. Philadelphia er í 3. sæti með 40 sigra og 25 töp. Curry komst yfir 20.000 stiga múrinn Stephen Curry náði enn einum áfanganum í gærkvöld þegar hann rauf 20.000 stiga múrinn í NBA-deildinni, með einum af sínum fallegu þristum í 113-102 sigri Golden State Warriors á Denver Nuggets. Curry er í 49. sæti yfir flest stig frá upphafi í NBA-deildinni en mun eflaust færa sig upp um tvö sæti á næstunni og gæti vel átt eftir að komast lengra upp. Hann skoraði alls 34 stig í gær og tók 9 fráköst en Nikola Jokic skoraði 23 fyrir Denver, tók 12 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Golden State er með sigrinum jafnt Memphis Grizzlies í 2.-3. sæti vesturdeildarinnar en Denver er í 6. sæti. NBA Körfubolti Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira
Stuðningsmenn 76ers hreyttu fúkyrðum í Ben Simmons þegar hann mætti á sinn gamla heimavöll, bauluðu á hann og kyrjuðu allir saman „til fjandans með Ben Simmons“. F--k Ben Simmons chants in Philly pic.twitter.com/lficDU2pOw— Bleacher Report (@BleacherReport) March 11, 2022 Þegar leið á leikinn voru stuðningsmennirnir hins vegar farnir að baula á eigið lið sem átti ekki möguleika gegn Brooklyn og tapaði 129-100. Gestirnir höfðu komist í 72-51 í fyrri hálfleik og náðu mest 32 stiga forskoti í þriðja leikhluta. „Við lítum allir á Ben sem bróður okkar,“ sagði Kevin Durant sem skoraði 34 stig fyrir Brooklyn. „Við vissum að hér yrði fjandsamlegt andrúmsloft. Það er hins vegar erfitt að baula á Ben Simmons þegar þú ert að tapa svona stórt,“ sagði Durant sem sjálfur átti orðastað við Joel Embiid eftir átök þeirra á milli. OH HELL YEAH pic.twitter.com/4jOCHKnG5Q— Rob Perez (@WorldWideWob) March 11, 2022 Simmons tók engan þátt í leiknum en hann er enn að jafna sig af bakmeiðslum og hefur ekki spilað fyrir Brooklyn eftir að hafa verið skipt þangað fyrir James Harden í febrúar. Brooklyn fékk Seth Curry með í skiptunum og hann bætti við 24 stigum gegn sínu gamla liði, og Kyrie Irving skoraði 22 stig. James Harden klikkaði á 14 af 17 skotum sínum úr opnum leik og skoraði aðeins 11 stig. Þetta var fyrsta tap Philadelphia í þeim sex leikjum sem liðið hefur spilað með Harden innanborðs. Brooklyn er eftir sigurinn í 8. sæti austurdeildar með 34 sigra og 33 töp en miðað við leikinn í gær vill ekkert af liðunum í efri hlutanum lenda gegn liðinu í úrslitakeppninni. Philadelphia er í 3. sæti með 40 sigra og 25 töp. Curry komst yfir 20.000 stiga múrinn Stephen Curry náði enn einum áfanganum í gærkvöld þegar hann rauf 20.000 stiga múrinn í NBA-deildinni, með einum af sínum fallegu þristum í 113-102 sigri Golden State Warriors á Denver Nuggets. Curry er í 49. sæti yfir flest stig frá upphafi í NBA-deildinni en mun eflaust færa sig upp um tvö sæti á næstunni og gæti vel átt eftir að komast lengra upp. Hann skoraði alls 34 stig í gær og tók 9 fráköst en Nikola Jokic skoraði 23 fyrir Denver, tók 12 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Golden State er með sigrinum jafnt Memphis Grizzlies í 2.-3. sæti vesturdeildarinnar en Denver er í 6. sæti.
NBA Körfubolti Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira