Hafa samið um kaup á Eldum rétt Atli Ísleifsson skrifar 11. mars 2022 14:28 Frá Högum: Sesselía Birgisdóttir, Magnús Magnússon og Finnur Oddsson og frá Eldum rétt: Valur Hermannsson og Kristófer Júlíus Leifsson. Hagar Hagar hf. og eigendur Eldum rétt ehf. hafa náð samkomulagi um kaup Haga á öllu hlutafé Eldum rétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Högum en kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Eldum rétt sérhæfir sig í gerð matarpakka sem viðskiptavinir geta pantað á netinu en í hverri viku geta viðskiptavinir valið á milli nýrra uppskrifta. Matarpökkunum fylgja svo leiðbeiningar. Haft er eftir Finni Oddssynim forstjóra Haga að starfsmenn félagsins og dótturfélaga fylgist vel með þörfum viðskiptavina og því hvernig neysluhegðun breytist með tímanum. „Við sjáum almennt aukna eftirspurn eftir vörum sem spara fólki sporin, einfalda líf þess, eru hollar og úr hágæða hráefni. Þetta eru í raun leiðarljós í allri starfsemi Haga. Vörur og þjónusta Eldum rétt falla vel að okkar áherslum, þ.e. að einfalda matargerð, gera hana skemmtilegri og draga úr matarsóun. Stjórnendur og starfsfólk Eldum rétt hafa skapað sterkt vörumerki og sýn til framtíðar sem tónar vel við tíðarandann og aukna áherslu á sjálfbærni og umhverfi. Vinsældir fyrirtækisins byggja þó ekki síst á gæðum hráefnis og uppskrifta og einstaklega lipurri og áreiðanlegri þjónustu. Við erum stolt af því að geta bætt Eldum rétt í þjónustuframboð okkar hjá Högum og munum viðhalda og styrkja þær áherslur sem hafa gert þjónustu Eldum rétt eins eftirsótta og raun ber vitni,” segir Finnur Oddsson forstjóri Haga. Nýr kafli Valur Hermannsson, framkvæmdastjóri og annar stofnandi Eldum rétt, segir að frá stofnun Eldum rétt fyrir um níu árum síðan hafi mikið vatn runnið til sjávar í starfsemi félagsins. „Með kaupum Haga hefst nýr kafli í sögu Eldum rétt þar sem Hagar koma inn í félagið með styrkar stoðir sem munu nýtast Eldum rétt vel til að hraða vöruþróun og bæta þjónustu enn frekar. Með nýjum eigendum verður hægt að ráðast í skemmtileg verkefni og hraða allri framþróun félagsins. Hagar deila hugsjónum stofnenda Eldum rétt um að reka fyrirtækið í sömu mynd og áður þar sem lögð verður áhersla á gæði uppskrifta, hráefna og þjónustu. Við hjá Eldum rétt hlökkum til samstarfsins með Högum og höfum trú á að félagið muni blómstra áfram með nýjum eigendum.“ Kaup og sala fyrirtækja Neytendur Verslun Hagar Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Högum en kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Eldum rétt sérhæfir sig í gerð matarpakka sem viðskiptavinir geta pantað á netinu en í hverri viku geta viðskiptavinir valið á milli nýrra uppskrifta. Matarpökkunum fylgja svo leiðbeiningar. Haft er eftir Finni Oddssynim forstjóra Haga að starfsmenn félagsins og dótturfélaga fylgist vel með þörfum viðskiptavina og því hvernig neysluhegðun breytist með tímanum. „Við sjáum almennt aukna eftirspurn eftir vörum sem spara fólki sporin, einfalda líf þess, eru hollar og úr hágæða hráefni. Þetta eru í raun leiðarljós í allri starfsemi Haga. Vörur og þjónusta Eldum rétt falla vel að okkar áherslum, þ.e. að einfalda matargerð, gera hana skemmtilegri og draga úr matarsóun. Stjórnendur og starfsfólk Eldum rétt hafa skapað sterkt vörumerki og sýn til framtíðar sem tónar vel við tíðarandann og aukna áherslu á sjálfbærni og umhverfi. Vinsældir fyrirtækisins byggja þó ekki síst á gæðum hráefnis og uppskrifta og einstaklega lipurri og áreiðanlegri þjónustu. Við erum stolt af því að geta bætt Eldum rétt í þjónustuframboð okkar hjá Högum og munum viðhalda og styrkja þær áherslur sem hafa gert þjónustu Eldum rétt eins eftirsótta og raun ber vitni,” segir Finnur Oddsson forstjóri Haga. Nýr kafli Valur Hermannsson, framkvæmdastjóri og annar stofnandi Eldum rétt, segir að frá stofnun Eldum rétt fyrir um níu árum síðan hafi mikið vatn runnið til sjávar í starfsemi félagsins. „Með kaupum Haga hefst nýr kafli í sögu Eldum rétt þar sem Hagar koma inn í félagið með styrkar stoðir sem munu nýtast Eldum rétt vel til að hraða vöruþróun og bæta þjónustu enn frekar. Með nýjum eigendum verður hægt að ráðast í skemmtileg verkefni og hraða allri framþróun félagsins. Hagar deila hugsjónum stofnenda Eldum rétt um að reka fyrirtækið í sömu mynd og áður þar sem lögð verður áhersla á gæði uppskrifta, hráefna og þjónustu. Við hjá Eldum rétt hlökkum til samstarfsins með Högum og höfum trú á að félagið muni blómstra áfram með nýjum eigendum.“
Kaup og sala fyrirtækja Neytendur Verslun Hagar Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira