Ferskir vindar í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 12. mars 2022 08:30 Á yfirstandandi kjörtímabili hefur stóra verkefnið í Garðabæ verið að standa aðhaldsvaktina. Aðhaldsvakt gagnvart valdhöfum sem hafa setið við völd, ein með sjálfum sér, í 45 ár. Það hefur aldrei þótt hvorki gott né hollt að þurfa aldrei að eiga skoðanaskipti við aðra eða taka ákvarðanir út frá öðru en eigin skoðunum. Slík einangrun getur heldur varla talist heppileg þegar ákvarðanir eru teknar í þágu samfélags fjölbreytileikans. Á sama tíma hef ég lagt mitt að mörkum til þess að þoka stjórnsýslu og þjónustu Garðabær nær nútímanum. Hef flutt fjöldan allan af tillögum og í sumu náð ágætum árangri. Til að mynda með tillögu um bættar almenningssamgöngur sem gjörbreyttu samgöngum milli hverfa, líkt og hefur nú raungerst í Urriðaholtinu. Í Garðabæ var ekki starfrækt frístund fyrir fötluð ungmenni fyrr en ég fékk það samþykkt en nú hefur hún fest sig í sessi. Það sama má segja um kvíðanámskeið fyrir ungmenni á grunnskólaaldri í gegnum fjarþjónustu. Þetta eru mikilvæg verkefni í þágu allra íbúa og þess fjölbreytileika sem blómstrar í heilbrigðu samfélagi. Enda viljum við í Viðreisn sjá Garðabæ vaxa sem velferðarsamfélag. Velferð í Garðabæ Við þurfum að styðja mikið betur við velferð í Garðabæ. Loksins hafa félagar mínir, sem setið hafa við völd í allan þennan tíma og stýrt velferð í bænum, opnað augun og sjá það líka. En þau þurfa aðstoð við að taka stór nauðsynleg framfaraskref til þess að hægt verði að tala um framúrskarandi þjónustu í þágu íbúa Garðabæjar sem þurfa á velferðarþjónustu að halda. Öll þessi ár við völd hafa sýnt okkur að þetta eru ekki skref sem þau eru fær um að taka ein. Við í Viðreisn erum tilbúin til að aðstoða við það verkefni. Við þurfum sömuleiðis að hafa meiri kjark til breytinga. Garðabær á að vera í fararbroddi í stafrænni þjónustu og vera meira leiðandi á öllum sviðum samfélagsins. Aðeins minna íhaldssöm og örlítið meira frjálslynd. Þetta er ekkert svo flókið í raun. Hugsum skipulag alla leið Við þurfum líka að standa vörð um uppbyggingu hverfa og skipulagsmál. Við þurfum að styðja við fjölbreytta atvinnustarfsemi í Garðabæ, sem fer ört vaxandi og skiptir máli fyrir tekjur sveitarfélagsins. Við þurfum sömuleiðis að standa vaktina í uppbyggingu innviða þannig að ekki skapist viðlíka kaos og hefur skapast í kringum Urriðaholtið. Þar eru barnafjölskyldur sem gjalda fyrir ranga forgangsröðun sem birtist í skorti á leikskólaplássum. Þetta er í fyrsta skipti sem barnafjölskyldur með börn á leikskólaaldri lenda í vandræðum því ekki fæst leikskólapláss í hverfinu þeirra. Í Urriðaholtinu hefur birtingarmynd íhaldsins og gamla tímans kristallast undir forystu Sjálfstæðismanna. Í formi lélegra almenningssamgangna og metnaðarleysi að mínu mati þar sem hefur skort að setja í forgang að byggja upp aðlaðandi umhverfi og stemningu fyrir ungmenni að sækja heimaskólann sinn. Öll eiga að vera velkomin Umgjörðin um skólana okkar í dag býður því miður ekki upp á raunverulegt val um skóla líkt og félagar mínir í meirihlutanum er svo tíðrætt um. Við í Viðreisn stöndum fyrir alvöru valfrelsi óháð því í hvaða hverfi þú kýst að búa. Við stöndum fyrir ábyrga fjármálastjórn í þágu velferðar. Og viljum sjá gagnsæ og fagleg vinnubrögð. Skýr sýn og aðgengilegar áætlanir skipta máli. Um það hef ég sérstaklega staðið vörð á þessu kjörtímabili og komið fjöl mörgu í gegn til úrbóta sem snýr að reglum ogagnsæi tengt þjónustu er varðar félagsleg úrræði og verkferla. Síðast en ekki síst viljum við barnvænt samfélag. Við eigum að taka mark á börnum og ungmennum, hlusta á þeirra rödd og styðja við þau á öllum sviðum. Heilt yfir viljum við í Viðreisn virðingu fyrir fjölbreytileikanum og tryggja samfélag þar sem öll eru velkomin. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Sveitarstjórnarkosningar 2022 Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Á yfirstandandi kjörtímabili hefur stóra verkefnið í Garðabæ verið að standa aðhaldsvaktina. Aðhaldsvakt gagnvart valdhöfum sem hafa setið við völd, ein með sjálfum sér, í 45 ár. Það hefur aldrei þótt hvorki gott né hollt að þurfa aldrei að eiga skoðanaskipti við aðra eða taka ákvarðanir út frá öðru en eigin skoðunum. Slík einangrun getur heldur varla talist heppileg þegar ákvarðanir eru teknar í þágu samfélags fjölbreytileikans. Á sama tíma hef ég lagt mitt að mörkum til þess að þoka stjórnsýslu og þjónustu Garðabær nær nútímanum. Hef flutt fjöldan allan af tillögum og í sumu náð ágætum árangri. Til að mynda með tillögu um bættar almenningssamgöngur sem gjörbreyttu samgöngum milli hverfa, líkt og hefur nú raungerst í Urriðaholtinu. Í Garðabæ var ekki starfrækt frístund fyrir fötluð ungmenni fyrr en ég fékk það samþykkt en nú hefur hún fest sig í sessi. Það sama má segja um kvíðanámskeið fyrir ungmenni á grunnskólaaldri í gegnum fjarþjónustu. Þetta eru mikilvæg verkefni í þágu allra íbúa og þess fjölbreytileika sem blómstrar í heilbrigðu samfélagi. Enda viljum við í Viðreisn sjá Garðabæ vaxa sem velferðarsamfélag. Velferð í Garðabæ Við þurfum að styðja mikið betur við velferð í Garðabæ. Loksins hafa félagar mínir, sem setið hafa við völd í allan þennan tíma og stýrt velferð í bænum, opnað augun og sjá það líka. En þau þurfa aðstoð við að taka stór nauðsynleg framfaraskref til þess að hægt verði að tala um framúrskarandi þjónustu í þágu íbúa Garðabæjar sem þurfa á velferðarþjónustu að halda. Öll þessi ár við völd hafa sýnt okkur að þetta eru ekki skref sem þau eru fær um að taka ein. Við í Viðreisn erum tilbúin til að aðstoða við það verkefni. Við þurfum sömuleiðis að hafa meiri kjark til breytinga. Garðabær á að vera í fararbroddi í stafrænni þjónustu og vera meira leiðandi á öllum sviðum samfélagsins. Aðeins minna íhaldssöm og örlítið meira frjálslynd. Þetta er ekkert svo flókið í raun. Hugsum skipulag alla leið Við þurfum líka að standa vörð um uppbyggingu hverfa og skipulagsmál. Við þurfum að styðja við fjölbreytta atvinnustarfsemi í Garðabæ, sem fer ört vaxandi og skiptir máli fyrir tekjur sveitarfélagsins. Við þurfum sömuleiðis að standa vaktina í uppbyggingu innviða þannig að ekki skapist viðlíka kaos og hefur skapast í kringum Urriðaholtið. Þar eru barnafjölskyldur sem gjalda fyrir ranga forgangsröðun sem birtist í skorti á leikskólaplássum. Þetta er í fyrsta skipti sem barnafjölskyldur með börn á leikskólaaldri lenda í vandræðum því ekki fæst leikskólapláss í hverfinu þeirra. Í Urriðaholtinu hefur birtingarmynd íhaldsins og gamla tímans kristallast undir forystu Sjálfstæðismanna. Í formi lélegra almenningssamgangna og metnaðarleysi að mínu mati þar sem hefur skort að setja í forgang að byggja upp aðlaðandi umhverfi og stemningu fyrir ungmenni að sækja heimaskólann sinn. Öll eiga að vera velkomin Umgjörðin um skólana okkar í dag býður því miður ekki upp á raunverulegt val um skóla líkt og félagar mínir í meirihlutanum er svo tíðrætt um. Við í Viðreisn stöndum fyrir alvöru valfrelsi óháð því í hvaða hverfi þú kýst að búa. Við stöndum fyrir ábyrga fjármálastjórn í þágu velferðar. Og viljum sjá gagnsæ og fagleg vinnubrögð. Skýr sýn og aðgengilegar áætlanir skipta máli. Um það hef ég sérstaklega staðið vörð á þessu kjörtímabili og komið fjöl mörgu í gegn til úrbóta sem snýr að reglum ogagnsæi tengt þjónustu er varðar félagsleg úrræði og verkferla. Síðast en ekki síst viljum við barnvænt samfélag. Við eigum að taka mark á börnum og ungmennum, hlusta á þeirra rödd og styðja við þau á öllum sviðum. Heilt yfir viljum við í Viðreisn virðingu fyrir fjölbreytileikanum og tryggja samfélag þar sem öll eru velkomin. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ.
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar