Ekki nóg að vera í NATO og tímabært að huga að aðild að ESB Árni Sæberg skrifar 12. mars 2022 13:35 Formaður Samfylkingarinnar vill setja aðildarumsókn að ESB aftur á dagskrá. Vísir/Vilhelm Formaður Samfylkingarinnar segir kominn tíma á að setja aðildarumsókn að Evrópusambandi aftur rækilega á dagskrá. Logi Einarson segir Samfylkinguna fordæma innrás Rússa í Úkraínu og segir hana vera ólögmæta og hryllilega. „Ef rússneskum stjórnvöldum tekst að mylja Úkraínu undir sig með valdi getur það opnað á svipaðar kröfur og hernaðaraðgerðir gegn fleiri löndum við landamæri Rússlands. Innrás Rússa er því ekki eingöngu árás gegn Úkraínu heldur árás gegn sjálfsákvörðunarrétti þjóða og ógn við lýðræði, frið og öryggi til langs tíma,“ sagði hann í ræðu á flokksstjórnarþingi Samfylkingarinnar í morgun. Hann segir stjórnvöld hér á landi þurfa að gera þrennt; að taka fullan þátt í sameiginlegum þvingunaraðgerðum lýðræðisríkja gegn Rússlandi, að styðja íbúa Úkraínu með öllum tiltækum ráðum en einnig leita leiða að tryggja öryggi og styrkja varnir Íslands til framtíðar. Njótum þess að tilheyra Atlantshafsbandalaginu Logi segir okkur Íslendinga njóta þess að tilheyra tilheyra varnarbandalagi Atlandshafsbandalagsins en það nægi ekki eitt og sér. „Í ljósi þess að Evrópusambandið hefur tekið sér vaxandi hlutverk í varnar og öryggismálum í kjölfar innrásarinnar, í þeim tilgangi að tryggja betur lýðræði og frið í Evrópu, er enn meiri ástæða en áður til að Ísland gerist fullgildur aðili í þessu samstarfi lýðræðisríkja,“ segir hann. Nauðsynlegt sé að endurnýja samfélagslega umræðu um aðild að sambandinu en flokksmenn þurfi einnig að stilla saman strengi sína hvað málið varðar. „Um er að ræða grundvallarhagsmuni þjóðarinnar og það er tími til kominn að setja aðildarumsókn að Evrópusambandi aftur rækilega á dagskrá,“ segir Logi Einarsson. Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu var dregin til baka árið 2013 í utanríkisráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar. „Þar kom fram að ríkisstjórnin hyggist ekki endurvekja aðildarferlið, að ný stefna yfirtaki skuldbindingar fyrri ríkisstjórnar í aðildarferlinu og að ESB geri ráðstafanir sem taki mið af því að Ísland teljist ekki lengur umsóknarríki,“ sagði Gunnar Bragi á sínum tíma. Innrás Rússa í Úkraínu Samfylkingin Evrópusambandið NATO Utanríkismál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Logi Einarson segir Samfylkinguna fordæma innrás Rússa í Úkraínu og segir hana vera ólögmæta og hryllilega. „Ef rússneskum stjórnvöldum tekst að mylja Úkraínu undir sig með valdi getur það opnað á svipaðar kröfur og hernaðaraðgerðir gegn fleiri löndum við landamæri Rússlands. Innrás Rússa er því ekki eingöngu árás gegn Úkraínu heldur árás gegn sjálfsákvörðunarrétti þjóða og ógn við lýðræði, frið og öryggi til langs tíma,“ sagði hann í ræðu á flokksstjórnarþingi Samfylkingarinnar í morgun. Hann segir stjórnvöld hér á landi þurfa að gera þrennt; að taka fullan þátt í sameiginlegum þvingunaraðgerðum lýðræðisríkja gegn Rússlandi, að styðja íbúa Úkraínu með öllum tiltækum ráðum en einnig leita leiða að tryggja öryggi og styrkja varnir Íslands til framtíðar. Njótum þess að tilheyra Atlantshafsbandalaginu Logi segir okkur Íslendinga njóta þess að tilheyra tilheyra varnarbandalagi Atlandshafsbandalagsins en það nægi ekki eitt og sér. „Í ljósi þess að Evrópusambandið hefur tekið sér vaxandi hlutverk í varnar og öryggismálum í kjölfar innrásarinnar, í þeim tilgangi að tryggja betur lýðræði og frið í Evrópu, er enn meiri ástæða en áður til að Ísland gerist fullgildur aðili í þessu samstarfi lýðræðisríkja,“ segir hann. Nauðsynlegt sé að endurnýja samfélagslega umræðu um aðild að sambandinu en flokksmenn þurfi einnig að stilla saman strengi sína hvað málið varðar. „Um er að ræða grundvallarhagsmuni þjóðarinnar og það er tími til kominn að setja aðildarumsókn að Evrópusambandi aftur rækilega á dagskrá,“ segir Logi Einarsson. Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu var dregin til baka árið 2013 í utanríkisráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar. „Þar kom fram að ríkisstjórnin hyggist ekki endurvekja aðildarferlið, að ný stefna yfirtaki skuldbindingar fyrri ríkisstjórnar í aðildarferlinu og að ESB geri ráðstafanir sem taki mið af því að Ísland teljist ekki lengur umsóknarríki,“ sagði Gunnar Bragi á sínum tíma.
Innrás Rússa í Úkraínu Samfylkingin Evrópusambandið NATO Utanríkismál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira