Fæðu- og afkomuöryggi Íslands Eldur Ólafsson skrifar 18. mars 2022 13:00 Árið 2021 var rituð skýrsla fyrir atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið sem heitir „Fæðuöryggi á Íslandi“ og var unnin af Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar kemur fram að eiginlegt fæðuöryggi Íslendinga sé háð fjórum meginforsendum: að auðlindir til framleiðslunnar séu til staðar, s.s. fiskistofnar og land til ræktunar að þekking á framleiðslu og tæki til framleiðslu séu til staðar að aðgengi að aðföngum sé tryggt fyrir framleiðslu sem mætir þörfum þjóðarinnar, s.s. olíu, áburði og fóðri að birgðir séu til af þeim fæðutegundum sem þjóðin þarfnast en sem innlend matvælaframleiðsla getur ekki tryggt eða slík framleiðsla hér heima verði efld Að mati höfundar má skipta fæðuörygginu í tvennt. Annars vegar eru það lengri tíma fjárfestingar og eignir en það eru t.d. landbúnaðartæki, fjárhús, fjós, hlöður, fiskiskip, vinnslur, landbúnaðarland og fiskimiðin. Hins vegar er það hrávara sem við þurfum til að knýja þessar fjárfestingar og eignir áfram og auka arðsemi lands en helstu hrávörurnar eru olía, fóður (korn og gras), áburður og útsæði. Samkvæmt skýrslunni Fæðuöryggi á Íslandi þá flytjum við inn frá Evrópu árlega um það bil: 50.000 tonn af áburði 25.000 tonn af korni til manneldis, bjór, brauð og pasta 150.000 tonn af korni fyrir svínaræktun, kjúklingaræktun og fiskeldi 500.000 lítra af olíu (fyrir allt nema flugið) Um 150.000 lítrar fara á skip Um 350.000 lítrar fara á bifreiðar Einungis 15.000 lítrar eru nýttir til að knýja landbúnaðartæki Ef þessu nýtur ekki við, þá hefur það afleiðingar, nánar tiltekið mjólkurframleiðslan minnkar, við getum ekki fiskað, kjöt- og grænmetisframleiðsla rýrnar og minnkar, jarðvegurinn er ekki jafn frjósamur o.s.frv. Eftir því sem höfundur best veit þá er Ísland einungis með skammtímabirgðir af þessari hrávöru, þ.e. um 3 mánaða birgðir af olíu og áburður og útsæði er pantað í takmörkuðu magni til skemmri tíma. Þetta hefur líka áhrif á hagstjórn en vegna stórfelldra hækkana á þessum hrávörum er viðbúið að matarverð á Íslandi hækki töluvert. Því mætti skoða til skemmri tíma hvort viðeigandi aðilar á markaði ættu að tryggja sér þessar hrávörur. Hægt er að geyma áburð og korn svo árum skiptir í upphituðum og rakastýrðum geymslum, sem og olíu á tönkum. Bændur og útgerðir geta leitað eftir fjármögnun til kaupa og birgðahalds á olíu, áburði, korni og annarri nauðsynlegri hrávöru. Íslendingar þurfa auka orkuframleiðslu um 1.000 MW til að verða sjálfum sér nægir um orku og ef byggð eru orkuver sem framleiða 100 MW á ári þá er hægt að ná þessu á 10 árum. Orkuskiptin snúast um að nota orkugjafa eins og jarðhita til að halda korni og áburði þurru, búa til rafeldsneyti á landbúnaðartækin sem og skipin okkar í stað olíu. Ef þetta er ekki gert þá eru Íslendingar háðir ríkjum sem ekki hafa sömu gildi og við Íslendingar og eru því okkur hættuleg. Látum hendur standa fram úr ermum og klárum orkuskiptin. Höfundur er jarðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkuskipti Orkumál Eldur Ólafsson Matvælaframleiðsla Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Árið 2021 var rituð skýrsla fyrir atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið sem heitir „Fæðuöryggi á Íslandi“ og var unnin af Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar kemur fram að eiginlegt fæðuöryggi Íslendinga sé háð fjórum meginforsendum: að auðlindir til framleiðslunnar séu til staðar, s.s. fiskistofnar og land til ræktunar að þekking á framleiðslu og tæki til framleiðslu séu til staðar að aðgengi að aðföngum sé tryggt fyrir framleiðslu sem mætir þörfum þjóðarinnar, s.s. olíu, áburði og fóðri að birgðir séu til af þeim fæðutegundum sem þjóðin þarfnast en sem innlend matvælaframleiðsla getur ekki tryggt eða slík framleiðsla hér heima verði efld Að mati höfundar má skipta fæðuörygginu í tvennt. Annars vegar eru það lengri tíma fjárfestingar og eignir en það eru t.d. landbúnaðartæki, fjárhús, fjós, hlöður, fiskiskip, vinnslur, landbúnaðarland og fiskimiðin. Hins vegar er það hrávara sem við þurfum til að knýja þessar fjárfestingar og eignir áfram og auka arðsemi lands en helstu hrávörurnar eru olía, fóður (korn og gras), áburður og útsæði. Samkvæmt skýrslunni Fæðuöryggi á Íslandi þá flytjum við inn frá Evrópu árlega um það bil: 50.000 tonn af áburði 25.000 tonn af korni til manneldis, bjór, brauð og pasta 150.000 tonn af korni fyrir svínaræktun, kjúklingaræktun og fiskeldi 500.000 lítra af olíu (fyrir allt nema flugið) Um 150.000 lítrar fara á skip Um 350.000 lítrar fara á bifreiðar Einungis 15.000 lítrar eru nýttir til að knýja landbúnaðartæki Ef þessu nýtur ekki við, þá hefur það afleiðingar, nánar tiltekið mjólkurframleiðslan minnkar, við getum ekki fiskað, kjöt- og grænmetisframleiðsla rýrnar og minnkar, jarðvegurinn er ekki jafn frjósamur o.s.frv. Eftir því sem höfundur best veit þá er Ísland einungis með skammtímabirgðir af þessari hrávöru, þ.e. um 3 mánaða birgðir af olíu og áburður og útsæði er pantað í takmörkuðu magni til skemmri tíma. Þetta hefur líka áhrif á hagstjórn en vegna stórfelldra hækkana á þessum hrávörum er viðbúið að matarverð á Íslandi hækki töluvert. Því mætti skoða til skemmri tíma hvort viðeigandi aðilar á markaði ættu að tryggja sér þessar hrávörur. Hægt er að geyma áburð og korn svo árum skiptir í upphituðum og rakastýrðum geymslum, sem og olíu á tönkum. Bændur og útgerðir geta leitað eftir fjármögnun til kaupa og birgðahalds á olíu, áburði, korni og annarri nauðsynlegri hrávöru. Íslendingar þurfa auka orkuframleiðslu um 1.000 MW til að verða sjálfum sér nægir um orku og ef byggð eru orkuver sem framleiða 100 MW á ári þá er hægt að ná þessu á 10 árum. Orkuskiptin snúast um að nota orkugjafa eins og jarðhita til að halda korni og áburði þurru, búa til rafeldsneyti á landbúnaðartækin sem og skipin okkar í stað olíu. Ef þetta er ekki gert þá eru Íslendingar háðir ríkjum sem ekki hafa sömu gildi og við Íslendingar og eru því okkur hættuleg. Látum hendur standa fram úr ermum og klárum orkuskiptin. Höfundur er jarðfræðingur.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun