Voru að störfum fram á nótt við að hjálpa ökumönnum á Reykjanesi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. mars 2022 11:39 Staðan á Reykjanesbrautinni skömmu fyrir hádegi í dag. Vegagerðin Björgunarsveitir voru kallaðar út rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi vegna tilkynninga um ökumenn í vandræðum á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi en veður versnaði þar skyndilega upp úr miðnætti þegar fór að hvessa með talsverðri úrkomu. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir björgunarsveitir hafa verið að störfum á Reykjanesinu fram á nótt. „Nánast allar björgunarsveitir á Suðurnesjum voru að störfum til að verða klukkan þrjú í nótt til að greiða úr einhverjum flækjum,“ segir Davíð. „Það voru menn sem að höfðu misst bílana sína út af og fest bíla sem að þurfti að græja. Einhverjir voru fluttir úr bílunum og bílar skildir eftir.“ Rúta með stuðningsmönnum Njarðvíkur fór til að mynda út af veginum í gærkvöldi en rútan hafnaði á staur með þeim afleiðingum að framrúðan brotnaði. „Rétt áður en við vorum komin heim kom vindhviða inn í hliðina á rútunni og hún feyktist til hliðar,“ segir Agnar Mar Gunnarsson, þjálfari í yngri flokkum hjá Njarðvík, sem var einn af farþegunum í rútunni. Um fjörutíu börn voru í rútunni en betur fór en á horfðist þar sem enginn slasaðist, þó að börnin væru vissulega skelkuð. Flest verkefnin á Suðvesturlandi Gular viðvaranir voru í gildi á nær öllu landinu í gærkvöldi og í nótt en Davíð segir helstu verkefni Landsbjargar hafa verið á suðvesturhorni landsins. „Björgunarsveitir voru reyndar kallaðar út til að vera í viðbragðsstöðu við að loka Hellisheiði0 og Þrengslum og fljótlega eftir miðnætti, um klukkan eitt, var þeim vegum lokað og voru þeir lokaðir í nótt þannig það var ekki meira að gera þar,“ segir Davíð. Veðurviðvaranir hafa verið verulega tíðar það sem af er ári og hafa björgunarsveitirnar þurft að sinna fjölmörgum verkefnum. „Það er náttúrulega búið að vera mikið um að vera hjá björgunarsveitum í febrúar og virðist ætla að halda áfram núna í mars, það er enn þá vetur á Íslandi,“ segir Davíð en hann segir mikilvægt að fólk fari varlega. „Veður getur spillst mjög fljótt þannig að það er mikilvægt að fólk ani ekki út í veður og gæti öryggis, sé vel búið, og fylgist vel með upplýsingum um færð og veður áður en það heldur út í ferðalög,“ segir Davíð. Veður Reykjanesbær Grindavík Björgunarsveitir Tengdar fréttir Á þriðja tug þurft að biðja um aðstoð björgunarsveita á Reykjanesi Á þriðja tug ökumanna hafa þurft á aðstoð björgunarsveita að halda í morgun vegna slæmrar færðar og veðurs. Flest verkefni björgunarsveita á landinu í dag hafa verið á Suðvesturhorninu. 17. mars 2022 11:12 Fólk hringir og kvartar undan fjölda viðvarana Hver lægðin á fætur annarri hefur gengið yfir landið síðustu vikur og á morgun eru gular veðurviðvaranir á landinu öllu. Dæmi eru um að fólk hafi hringt á Veðurstofuna og kvartað yfir fjölda viðvarana. 16. mars 2022 21:56 Gular viðvaranir á öllu landinu á morgun Gular veðurviðvaranir verða á öllu landinu á morgun bæði vegna hvassviðris og úrkomu. Búast má við skafrenningi, lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum þegarr líður á morgundaginn. 16. mars 2022 09:55 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir björgunarsveitir hafa verið að störfum á Reykjanesinu fram á nótt. „Nánast allar björgunarsveitir á Suðurnesjum voru að störfum til að verða klukkan þrjú í nótt til að greiða úr einhverjum flækjum,“ segir Davíð. „Það voru menn sem að höfðu misst bílana sína út af og fest bíla sem að þurfti að græja. Einhverjir voru fluttir úr bílunum og bílar skildir eftir.“ Rúta með stuðningsmönnum Njarðvíkur fór til að mynda út af veginum í gærkvöldi en rútan hafnaði á staur með þeim afleiðingum að framrúðan brotnaði. „Rétt áður en við vorum komin heim kom vindhviða inn í hliðina á rútunni og hún feyktist til hliðar,“ segir Agnar Mar Gunnarsson, þjálfari í yngri flokkum hjá Njarðvík, sem var einn af farþegunum í rútunni. Um fjörutíu börn voru í rútunni en betur fór en á horfðist þar sem enginn slasaðist, þó að börnin væru vissulega skelkuð. Flest verkefnin á Suðvesturlandi Gular viðvaranir voru í gildi á nær öllu landinu í gærkvöldi og í nótt en Davíð segir helstu verkefni Landsbjargar hafa verið á suðvesturhorni landsins. „Björgunarsveitir voru reyndar kallaðar út til að vera í viðbragðsstöðu við að loka Hellisheiði0 og Þrengslum og fljótlega eftir miðnætti, um klukkan eitt, var þeim vegum lokað og voru þeir lokaðir í nótt þannig það var ekki meira að gera þar,“ segir Davíð. Veðurviðvaranir hafa verið verulega tíðar það sem af er ári og hafa björgunarsveitirnar þurft að sinna fjölmörgum verkefnum. „Það er náttúrulega búið að vera mikið um að vera hjá björgunarsveitum í febrúar og virðist ætla að halda áfram núna í mars, það er enn þá vetur á Íslandi,“ segir Davíð en hann segir mikilvægt að fólk fari varlega. „Veður getur spillst mjög fljótt þannig að það er mikilvægt að fólk ani ekki út í veður og gæti öryggis, sé vel búið, og fylgist vel með upplýsingum um færð og veður áður en það heldur út í ferðalög,“ segir Davíð.
Veður Reykjanesbær Grindavík Björgunarsveitir Tengdar fréttir Á þriðja tug þurft að biðja um aðstoð björgunarsveita á Reykjanesi Á þriðja tug ökumanna hafa þurft á aðstoð björgunarsveita að halda í morgun vegna slæmrar færðar og veðurs. Flest verkefni björgunarsveita á landinu í dag hafa verið á Suðvesturhorninu. 17. mars 2022 11:12 Fólk hringir og kvartar undan fjölda viðvarana Hver lægðin á fætur annarri hefur gengið yfir landið síðustu vikur og á morgun eru gular veðurviðvaranir á landinu öllu. Dæmi eru um að fólk hafi hringt á Veðurstofuna og kvartað yfir fjölda viðvarana. 16. mars 2022 21:56 Gular viðvaranir á öllu landinu á morgun Gular veðurviðvaranir verða á öllu landinu á morgun bæði vegna hvassviðris og úrkomu. Búast má við skafrenningi, lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum þegarr líður á morgundaginn. 16. mars 2022 09:55 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Á þriðja tug þurft að biðja um aðstoð björgunarsveita á Reykjanesi Á þriðja tug ökumanna hafa þurft á aðstoð björgunarsveita að halda í morgun vegna slæmrar færðar og veðurs. Flest verkefni björgunarsveita á landinu í dag hafa verið á Suðvesturhorninu. 17. mars 2022 11:12
Fólk hringir og kvartar undan fjölda viðvarana Hver lægðin á fætur annarri hefur gengið yfir landið síðustu vikur og á morgun eru gular veðurviðvaranir á landinu öllu. Dæmi eru um að fólk hafi hringt á Veðurstofuna og kvartað yfir fjölda viðvarana. 16. mars 2022 21:56
Gular viðvaranir á öllu landinu á morgun Gular veðurviðvaranir verða á öllu landinu á morgun bæði vegna hvassviðris og úrkomu. Búast má við skafrenningi, lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum þegarr líður á morgundaginn. 16. mars 2022 09:55