Voru að störfum fram á nótt við að hjálpa ökumönnum á Reykjanesi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. mars 2022 11:39 Staðan á Reykjanesbrautinni skömmu fyrir hádegi í dag. Vegagerðin Björgunarsveitir voru kallaðar út rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi vegna tilkynninga um ökumenn í vandræðum á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi en veður versnaði þar skyndilega upp úr miðnætti þegar fór að hvessa með talsverðri úrkomu. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir björgunarsveitir hafa verið að störfum á Reykjanesinu fram á nótt. „Nánast allar björgunarsveitir á Suðurnesjum voru að störfum til að verða klukkan þrjú í nótt til að greiða úr einhverjum flækjum,“ segir Davíð. „Það voru menn sem að höfðu misst bílana sína út af og fest bíla sem að þurfti að græja. Einhverjir voru fluttir úr bílunum og bílar skildir eftir.“ Rúta með stuðningsmönnum Njarðvíkur fór til að mynda út af veginum í gærkvöldi en rútan hafnaði á staur með þeim afleiðingum að framrúðan brotnaði. „Rétt áður en við vorum komin heim kom vindhviða inn í hliðina á rútunni og hún feyktist til hliðar,“ segir Agnar Mar Gunnarsson, þjálfari í yngri flokkum hjá Njarðvík, sem var einn af farþegunum í rútunni. Um fjörutíu börn voru í rútunni en betur fór en á horfðist þar sem enginn slasaðist, þó að börnin væru vissulega skelkuð. Flest verkefnin á Suðvesturlandi Gular viðvaranir voru í gildi á nær öllu landinu í gærkvöldi og í nótt en Davíð segir helstu verkefni Landsbjargar hafa verið á suðvesturhorni landsins. „Björgunarsveitir voru reyndar kallaðar út til að vera í viðbragðsstöðu við að loka Hellisheiði0 og Þrengslum og fljótlega eftir miðnætti, um klukkan eitt, var þeim vegum lokað og voru þeir lokaðir í nótt þannig það var ekki meira að gera þar,“ segir Davíð. Veðurviðvaranir hafa verið verulega tíðar það sem af er ári og hafa björgunarsveitirnar þurft að sinna fjölmörgum verkefnum. „Það er náttúrulega búið að vera mikið um að vera hjá björgunarsveitum í febrúar og virðist ætla að halda áfram núna í mars, það er enn þá vetur á Íslandi,“ segir Davíð en hann segir mikilvægt að fólk fari varlega. „Veður getur spillst mjög fljótt þannig að það er mikilvægt að fólk ani ekki út í veður og gæti öryggis, sé vel búið, og fylgist vel með upplýsingum um færð og veður áður en það heldur út í ferðalög,“ segir Davíð. Veður Reykjanesbær Grindavík Björgunarsveitir Tengdar fréttir Á þriðja tug þurft að biðja um aðstoð björgunarsveita á Reykjanesi Á þriðja tug ökumanna hafa þurft á aðstoð björgunarsveita að halda í morgun vegna slæmrar færðar og veðurs. Flest verkefni björgunarsveita á landinu í dag hafa verið á Suðvesturhorninu. 17. mars 2022 11:12 Fólk hringir og kvartar undan fjölda viðvarana Hver lægðin á fætur annarri hefur gengið yfir landið síðustu vikur og á morgun eru gular veðurviðvaranir á landinu öllu. Dæmi eru um að fólk hafi hringt á Veðurstofuna og kvartað yfir fjölda viðvarana. 16. mars 2022 21:56 Gular viðvaranir á öllu landinu á morgun Gular veðurviðvaranir verða á öllu landinu á morgun bæði vegna hvassviðris og úrkomu. Búast má við skafrenningi, lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum þegarr líður á morgundaginn. 16. mars 2022 09:55 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir björgunarsveitir hafa verið að störfum á Reykjanesinu fram á nótt. „Nánast allar björgunarsveitir á Suðurnesjum voru að störfum til að verða klukkan þrjú í nótt til að greiða úr einhverjum flækjum,“ segir Davíð. „Það voru menn sem að höfðu misst bílana sína út af og fest bíla sem að þurfti að græja. Einhverjir voru fluttir úr bílunum og bílar skildir eftir.“ Rúta með stuðningsmönnum Njarðvíkur fór til að mynda út af veginum í gærkvöldi en rútan hafnaði á staur með þeim afleiðingum að framrúðan brotnaði. „Rétt áður en við vorum komin heim kom vindhviða inn í hliðina á rútunni og hún feyktist til hliðar,“ segir Agnar Mar Gunnarsson, þjálfari í yngri flokkum hjá Njarðvík, sem var einn af farþegunum í rútunni. Um fjörutíu börn voru í rútunni en betur fór en á horfðist þar sem enginn slasaðist, þó að börnin væru vissulega skelkuð. Flest verkefnin á Suðvesturlandi Gular viðvaranir voru í gildi á nær öllu landinu í gærkvöldi og í nótt en Davíð segir helstu verkefni Landsbjargar hafa verið á suðvesturhorni landsins. „Björgunarsveitir voru reyndar kallaðar út til að vera í viðbragðsstöðu við að loka Hellisheiði0 og Þrengslum og fljótlega eftir miðnætti, um klukkan eitt, var þeim vegum lokað og voru þeir lokaðir í nótt þannig það var ekki meira að gera þar,“ segir Davíð. Veðurviðvaranir hafa verið verulega tíðar það sem af er ári og hafa björgunarsveitirnar þurft að sinna fjölmörgum verkefnum. „Það er náttúrulega búið að vera mikið um að vera hjá björgunarsveitum í febrúar og virðist ætla að halda áfram núna í mars, það er enn þá vetur á Íslandi,“ segir Davíð en hann segir mikilvægt að fólk fari varlega. „Veður getur spillst mjög fljótt þannig að það er mikilvægt að fólk ani ekki út í veður og gæti öryggis, sé vel búið, og fylgist vel með upplýsingum um færð og veður áður en það heldur út í ferðalög,“ segir Davíð.
Veður Reykjanesbær Grindavík Björgunarsveitir Tengdar fréttir Á þriðja tug þurft að biðja um aðstoð björgunarsveita á Reykjanesi Á þriðja tug ökumanna hafa þurft á aðstoð björgunarsveita að halda í morgun vegna slæmrar færðar og veðurs. Flest verkefni björgunarsveita á landinu í dag hafa verið á Suðvesturhorninu. 17. mars 2022 11:12 Fólk hringir og kvartar undan fjölda viðvarana Hver lægðin á fætur annarri hefur gengið yfir landið síðustu vikur og á morgun eru gular veðurviðvaranir á landinu öllu. Dæmi eru um að fólk hafi hringt á Veðurstofuna og kvartað yfir fjölda viðvarana. 16. mars 2022 21:56 Gular viðvaranir á öllu landinu á morgun Gular veðurviðvaranir verða á öllu landinu á morgun bæði vegna hvassviðris og úrkomu. Búast má við skafrenningi, lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum þegarr líður á morgundaginn. 16. mars 2022 09:55 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
Á þriðja tug þurft að biðja um aðstoð björgunarsveita á Reykjanesi Á þriðja tug ökumanna hafa þurft á aðstoð björgunarsveita að halda í morgun vegna slæmrar færðar og veðurs. Flest verkefni björgunarsveita á landinu í dag hafa verið á Suðvesturhorninu. 17. mars 2022 11:12
Fólk hringir og kvartar undan fjölda viðvarana Hver lægðin á fætur annarri hefur gengið yfir landið síðustu vikur og á morgun eru gular veðurviðvaranir á landinu öllu. Dæmi eru um að fólk hafi hringt á Veðurstofuna og kvartað yfir fjölda viðvarana. 16. mars 2022 21:56
Gular viðvaranir á öllu landinu á morgun Gular veðurviðvaranir verða á öllu landinu á morgun bæði vegna hvassviðris og úrkomu. Búast má við skafrenningi, lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum þegarr líður á morgundaginn. 16. mars 2022 09:55