Pútín vill styrkja stöðu sína fyrir fund með Selenskí Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2022 17:01 Vladimir Pútín, forseti Rússlands, á fjöldafundi í Moskvu í gær. EPA/RAMIL SITDIKOV Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er ekki tilbúinn til viðræðna við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Hann vill líklega styrkja stöðu sína fyrir mögulegar viðræður. Þetta segir Ibrahim Kalin, ráðgjafi og talsmaður Receps Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, í viðtali við New York Times. Erdogan, forseti Tyrklands, ræddi við bæði Pútín og Selenskí í síma í síðustu viku og Kalin hlustaði á bæði símtölin. Tyrkir eiga í góðum samskiptum við bæði Rússa og Úkraínumenn og hafa verið að miðla mála þeirra á milli. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu í vakt Vísis. Kalin segir að Pútín hafi sagt viðræður milli erindreka Rússlands og Úkraínu ekki nægjanlega langt komnar til að réttlæta fund með Selenskí. Hann segir einnig að Pútín vilji ekki lengur koma Selenskí frá völdum og segir rússneska forsetann hafa sætt sig við að sá úkraínski sé leiðtogi Úkraínumanna, hvort sem Pútín sjálfum líki það betur eða verr. Mögulega langt í fund Selenskí hefur ítrekað kallað eftir fundi með Pútín en án árangurs. „Ég hef trú á því að fundur muni fara fram þeirra á milli á einhverjum tímapunkti,“ sagði Kalin. Hann sagðist telja að Pútín vildi vera í sterkari stöðu og forðast það að virðast veikburða vegna slæms árangurs rússneska hersins, ef svo má að orði komast, eða vegna refsiaðgerða og viðskiptaþvingana. Kalin sagði að mögulega gæti það tekið langan tíma. Hann sagði að refsiaðgerðirnar hefðu líklegast mest áhrif á þankagang Pútíns. Erfiðustu kröfurnar eftir Viðræður áðurnefndra erindreka hafa ekki enn snúið að erfiðustu kröfum Rússa. Það er að Úkraínumenn viðurkenni eignarrétt Rússlands á Krímskaga og sjálfstæði Luhansk og Donetsk í Donbas-héraði. Kalin segir að Úkraínumenn vilji friðarsamkomulag sem fyrst en án þess að fórna fullveldi sínu eða landsvæði. Hann segir það geta orðið mjög erfitt að komast að niðurstöðu þar. Rússar innlimuðu Krímskaga ólöglega árið 2014 en Kalin segir að sú innlimun verði líklega ekki samþykkt. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Tyrkland Vladimír Pútín Tengdar fréttir „Vonandi ber rússnesku þjóðinni gæfa til að losa sig við illmennin í Kreml“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagðist í yfirlitsræðu hans á flokksþingi Framsóknarþingsins í dag, vona að rússnesku þjóðinni bæri sú gæfa að losa sig við illmennin í Kreml, líkt og hann orðaði það, sem stjórnuðu Rússlandi. 19. mars 2022 13:46 Segir Pútín óttast frelsi og lýðræði í Úkraínu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hafa ráðist inn í Úkraínu, því frjáls og lýðræðisleg Úkraína væri ógn gagnvart alræðisstjórn hans í Rússlandi. 19. mars 2022 13:41 Fjármálaráðherra útilokar ekki inngrip haldi miklar eldsneytishækkanir áfram Fjármálaráðherra útilokar ekki að ríkið lækki tímabundið álögur á eldsneytisverð fari verð þess upp í hæstu hæðir. Það sé hins vegar ekki verið að horfa til þeirra leiðar nú til að ná verðbólgunni niður. Heldur fyrst og fremst sértækra aðgerða fyrir tekjulægstu hópa samfélagsins. 19. mars 2022 14:45 Skutu ofurhljóðfrárri eldflaug í fyrsta sinn í átökum Rússar segjast hafa skotið ofurhljóðfrárri eldflaug á vopnageymslu í vesturhluta Úkraínu í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Rússar segjast hafa notað slíkt vopn í átökum en eldflaugar þessar eru hannaðar til að ferðast á margföldum hljóðhraða og komast hjá eldflaugavörnum. 19. mars 2022 09:29 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Þetta segir Ibrahim Kalin, ráðgjafi og talsmaður Receps Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, í viðtali við New York Times. Erdogan, forseti Tyrklands, ræddi við bæði Pútín og Selenskí í síma í síðustu viku og Kalin hlustaði á bæði símtölin. Tyrkir eiga í góðum samskiptum við bæði Rússa og Úkraínumenn og hafa verið að miðla mála þeirra á milli. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu í vakt Vísis. Kalin segir að Pútín hafi sagt viðræður milli erindreka Rússlands og Úkraínu ekki nægjanlega langt komnar til að réttlæta fund með Selenskí. Hann segir einnig að Pútín vilji ekki lengur koma Selenskí frá völdum og segir rússneska forsetann hafa sætt sig við að sá úkraínski sé leiðtogi Úkraínumanna, hvort sem Pútín sjálfum líki það betur eða verr. Mögulega langt í fund Selenskí hefur ítrekað kallað eftir fundi með Pútín en án árangurs. „Ég hef trú á því að fundur muni fara fram þeirra á milli á einhverjum tímapunkti,“ sagði Kalin. Hann sagðist telja að Pútín vildi vera í sterkari stöðu og forðast það að virðast veikburða vegna slæms árangurs rússneska hersins, ef svo má að orði komast, eða vegna refsiaðgerða og viðskiptaþvingana. Kalin sagði að mögulega gæti það tekið langan tíma. Hann sagði að refsiaðgerðirnar hefðu líklegast mest áhrif á þankagang Pútíns. Erfiðustu kröfurnar eftir Viðræður áðurnefndra erindreka hafa ekki enn snúið að erfiðustu kröfum Rússa. Það er að Úkraínumenn viðurkenni eignarrétt Rússlands á Krímskaga og sjálfstæði Luhansk og Donetsk í Donbas-héraði. Kalin segir að Úkraínumenn vilji friðarsamkomulag sem fyrst en án þess að fórna fullveldi sínu eða landsvæði. Hann segir það geta orðið mjög erfitt að komast að niðurstöðu þar. Rússar innlimuðu Krímskaga ólöglega árið 2014 en Kalin segir að sú innlimun verði líklega ekki samþykkt.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Tyrkland Vladimír Pútín Tengdar fréttir „Vonandi ber rússnesku þjóðinni gæfa til að losa sig við illmennin í Kreml“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagðist í yfirlitsræðu hans á flokksþingi Framsóknarþingsins í dag, vona að rússnesku þjóðinni bæri sú gæfa að losa sig við illmennin í Kreml, líkt og hann orðaði það, sem stjórnuðu Rússlandi. 19. mars 2022 13:46 Segir Pútín óttast frelsi og lýðræði í Úkraínu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hafa ráðist inn í Úkraínu, því frjáls og lýðræðisleg Úkraína væri ógn gagnvart alræðisstjórn hans í Rússlandi. 19. mars 2022 13:41 Fjármálaráðherra útilokar ekki inngrip haldi miklar eldsneytishækkanir áfram Fjármálaráðherra útilokar ekki að ríkið lækki tímabundið álögur á eldsneytisverð fari verð þess upp í hæstu hæðir. Það sé hins vegar ekki verið að horfa til þeirra leiðar nú til að ná verðbólgunni niður. Heldur fyrst og fremst sértækra aðgerða fyrir tekjulægstu hópa samfélagsins. 19. mars 2022 14:45 Skutu ofurhljóðfrárri eldflaug í fyrsta sinn í átökum Rússar segjast hafa skotið ofurhljóðfrárri eldflaug á vopnageymslu í vesturhluta Úkraínu í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Rússar segjast hafa notað slíkt vopn í átökum en eldflaugar þessar eru hannaðar til að ferðast á margföldum hljóðhraða og komast hjá eldflaugavörnum. 19. mars 2022 09:29 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
„Vonandi ber rússnesku þjóðinni gæfa til að losa sig við illmennin í Kreml“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagðist í yfirlitsræðu hans á flokksþingi Framsóknarþingsins í dag, vona að rússnesku þjóðinni bæri sú gæfa að losa sig við illmennin í Kreml, líkt og hann orðaði það, sem stjórnuðu Rússlandi. 19. mars 2022 13:46
Segir Pútín óttast frelsi og lýðræði í Úkraínu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hafa ráðist inn í Úkraínu, því frjáls og lýðræðisleg Úkraína væri ógn gagnvart alræðisstjórn hans í Rússlandi. 19. mars 2022 13:41
Fjármálaráðherra útilokar ekki inngrip haldi miklar eldsneytishækkanir áfram Fjármálaráðherra útilokar ekki að ríkið lækki tímabundið álögur á eldsneytisverð fari verð þess upp í hæstu hæðir. Það sé hins vegar ekki verið að horfa til þeirra leiðar nú til að ná verðbólgunni niður. Heldur fyrst og fremst sértækra aðgerða fyrir tekjulægstu hópa samfélagsins. 19. mars 2022 14:45
Skutu ofurhljóðfrárri eldflaug í fyrsta sinn í átökum Rússar segjast hafa skotið ofurhljóðfrárri eldflaug á vopnageymslu í vesturhluta Úkraínu í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Rússar segjast hafa notað slíkt vopn í átökum en eldflaugar þessar eru hannaðar til að ferðast á margföldum hljóðhraða og komast hjá eldflaugavörnum. 19. mars 2022 09:29