Engin ákvörðun tekin um stöðu hvítrússneska ólígarksins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. mars 2022 21:30 Þórdís Kolbrún er utanríkisráðherra. vísir/vilhelm Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort hvítrússneski ólígarkinn verði áfram á skrá yfir kjörræðismenn Íslands. Þetta segir utanríkisráðherra sem eftir helgi verður boðaður á fund með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vegna málsins. Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refsiaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða og myndu aðgerðir þýða umtalsvert tap hér. Þingmaður Pírata hefur óskað eftir opnum fundi með utanríkisráðherra í stjórnskipunar- og eftirlisnefnd Alþingis en þingmaðurinn sagði í hádegisfréttum bylgjunnar að svo virðist sem íslensk utanríkisstefna hafi verið notuð til þess að skýla auðkýfingum frá mikilvægum efnahagsþvingunum. „Samkvæmt mínum upplýsingum hefur utanríkisráðuneytið eða utanríkisþjónustan eða fyrrverandi utanríkisráðherra gert neinar kröfur um að hann verði tekinn af neinum lista. Hann er ekki á lista og hefur ekki verið á lista. Þannig að þetta eru þær upplýsingar sem ég hef en vissulega hafi utanríkisráðuneytið óskað eftir upplýsingum um það þegar þetta var til umræðu,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra fyrir utan ráðherrabústaðinn í gær. Utanríkisráðherra gat ekki veitt viðtal vegna málsins í dag en segir að ekki hafi nein ákvörðun verið tekin um stöðu kjörræðismannsins. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Efnahagsmál Hvíta-Rússland Utanríkismál Tengdar fréttir Segir utanríkisstefnu Íslands notaða til að skýla auðkýfingum frá efnahagsþvingunum Þingmaður Pírata segir að svo virðist sem utanríkisstefna Íslands hafi verið notuð til þess að skýla hvítrússneskum auðkýfingum frá mikilvægum efnahagsþvingunum. Þingmaðurinn hefur óskað eftir opnum fundi með utanríkisráðherra í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. 19. mars 2022 13:12 Stjórnvöld sögð vernda einn áhrifamesta auðjöfur Hvíta-Rússlands Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta-Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refisaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða, aðgerðir þýddu umtalsvert tap hér. 18. mars 2022 12:03 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Fleiri fréttir Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Sjá meira
Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refsiaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða og myndu aðgerðir þýða umtalsvert tap hér. Þingmaður Pírata hefur óskað eftir opnum fundi með utanríkisráðherra í stjórnskipunar- og eftirlisnefnd Alþingis en þingmaðurinn sagði í hádegisfréttum bylgjunnar að svo virðist sem íslensk utanríkisstefna hafi verið notuð til þess að skýla auðkýfingum frá mikilvægum efnahagsþvingunum. „Samkvæmt mínum upplýsingum hefur utanríkisráðuneytið eða utanríkisþjónustan eða fyrrverandi utanríkisráðherra gert neinar kröfur um að hann verði tekinn af neinum lista. Hann er ekki á lista og hefur ekki verið á lista. Þannig að þetta eru þær upplýsingar sem ég hef en vissulega hafi utanríkisráðuneytið óskað eftir upplýsingum um það þegar þetta var til umræðu,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra fyrir utan ráðherrabústaðinn í gær. Utanríkisráðherra gat ekki veitt viðtal vegna málsins í dag en segir að ekki hafi nein ákvörðun verið tekin um stöðu kjörræðismannsins.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Efnahagsmál Hvíta-Rússland Utanríkismál Tengdar fréttir Segir utanríkisstefnu Íslands notaða til að skýla auðkýfingum frá efnahagsþvingunum Þingmaður Pírata segir að svo virðist sem utanríkisstefna Íslands hafi verið notuð til þess að skýla hvítrússneskum auðkýfingum frá mikilvægum efnahagsþvingunum. Þingmaðurinn hefur óskað eftir opnum fundi með utanríkisráðherra í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. 19. mars 2022 13:12 Stjórnvöld sögð vernda einn áhrifamesta auðjöfur Hvíta-Rússlands Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta-Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refisaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða, aðgerðir þýddu umtalsvert tap hér. 18. mars 2022 12:03 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Fleiri fréttir Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Sjá meira
Segir utanríkisstefnu Íslands notaða til að skýla auðkýfingum frá efnahagsþvingunum Þingmaður Pírata segir að svo virðist sem utanríkisstefna Íslands hafi verið notuð til þess að skýla hvítrússneskum auðkýfingum frá mikilvægum efnahagsþvingunum. Þingmaðurinn hefur óskað eftir opnum fundi með utanríkisráðherra í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. 19. mars 2022 13:12
Stjórnvöld sögð vernda einn áhrifamesta auðjöfur Hvíta-Rússlands Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta-Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refisaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða, aðgerðir þýddu umtalsvert tap hér. 18. mars 2022 12:03