Ókláraður sálmur vegna bruna í kirkjuorgeli Ingi Vífill Guðmundsson skrifar 21. mars 2022 12:31 Um streymi jarðarfara og minningarathafna Mikil aukning hefur orðið á að jarðarförum og minningarathöfnum sé streymt á internetið. Í kjölfar COVID-19 faraldursins var það af nauðsyn sökum samkomutakmarkanna, en nú er sífellt algengara að þeim sé streymt fyrir þá sem ekki eiga heimangengt sökum heilsu, aldurs eða veðurs, og eru þá ógleymdir aðstandendur sem búa erlendis eða utan borgarmarkanna. Þessi þróun er jákvæð og mikið fagnaðarefni - enda bæði atvinnuskapandi og jákvæð í ljósi breyttra tíma þar sem áhersla á stafræna miðlun er í veldisvexti. En þó er einn þáttur sem staðið hefur í stað frá byrjun faraldurs en það er aðstaða og netaðgengi til streymis í kirkjum landsins. Með fáum framsýnum undantekningum (grínlaust töldum á fingrum annarrar handar!) er aðstaðan til streymis hjartnær alls staðar ófullnægjandi. Víðast hvar í kirkjum er ekki aðgengt að interneti, víða er takmarkaður og óljós aðgangur að rafmagni, og víða hefur rafmagn ekki verið uppfært frá byggingu kirkjunnar. Við erum fámennur en einarður hópur þjónustuaðila í streymi sem þjónustum hundruði, stundum jafnvel þúsundir manns í einu. Okkar hlutverk er að veita óaðfinnanlega þjónustu á viðkvæmri stund hjá aðstandendum. Þessari ábyrgð fögnum við og tökum henni af einurð. En rétt eins og organistinn, sem getur ekki klárað sálminn ef það af einhverjum ástæðum kviknar í orgelinu í miðjum sálmi, eru líkurnar á vel heppnaðri útsendingu hverfandi ef bæði rafmagn er óáreiðanlegt og netsamband stopult eða ekki til staðar. Flestir, ef ekki allir, erum við búnir því besta sem fæst af 4G búnaði (langt umfram það sem fæst á almennum neytendamarkaði) en því miður veitir slíkur búnaður aðeins aukna vernd gegn útsendingarrofi, en ekki tryggingu. Hér þurfa kirkjurnar að taka þátt af dugnaði. Við þjónustuaðilar gerum okkar besta og gerum það yfirleitt vel. En rétt eins og organistinn getur ekki tekið ábyrgð á að brunnið orgel hljómi illa, getum við ekki tekið ábyrgð á að innviðir kirkja séu, árið 2022 (!), þannig að ekki sé hægt að veita þjónustu sem krefst jafn sjálfsagðrar aðstöðu sem áreiðanlegs rafmagns og stöðugrar internettengingar. Þessi pistill er skrifaður með þá von að framkvæmdaráð kirkja nær og fjær taki þessi mál höndum tveim í sinni heimasókn. Oftast er þetta lítil framkvæmd þannig að allir geti vel við unað. Höfundur er eigandi streymisþjónustufyrirtækis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Fjarskipti Stafræn þróun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Um streymi jarðarfara og minningarathafna Mikil aukning hefur orðið á að jarðarförum og minningarathöfnum sé streymt á internetið. Í kjölfar COVID-19 faraldursins var það af nauðsyn sökum samkomutakmarkanna, en nú er sífellt algengara að þeim sé streymt fyrir þá sem ekki eiga heimangengt sökum heilsu, aldurs eða veðurs, og eru þá ógleymdir aðstandendur sem búa erlendis eða utan borgarmarkanna. Þessi þróun er jákvæð og mikið fagnaðarefni - enda bæði atvinnuskapandi og jákvæð í ljósi breyttra tíma þar sem áhersla á stafræna miðlun er í veldisvexti. En þó er einn þáttur sem staðið hefur í stað frá byrjun faraldurs en það er aðstaða og netaðgengi til streymis í kirkjum landsins. Með fáum framsýnum undantekningum (grínlaust töldum á fingrum annarrar handar!) er aðstaðan til streymis hjartnær alls staðar ófullnægjandi. Víðast hvar í kirkjum er ekki aðgengt að interneti, víða er takmarkaður og óljós aðgangur að rafmagni, og víða hefur rafmagn ekki verið uppfært frá byggingu kirkjunnar. Við erum fámennur en einarður hópur þjónustuaðila í streymi sem þjónustum hundruði, stundum jafnvel þúsundir manns í einu. Okkar hlutverk er að veita óaðfinnanlega þjónustu á viðkvæmri stund hjá aðstandendum. Þessari ábyrgð fögnum við og tökum henni af einurð. En rétt eins og organistinn, sem getur ekki klárað sálminn ef það af einhverjum ástæðum kviknar í orgelinu í miðjum sálmi, eru líkurnar á vel heppnaðri útsendingu hverfandi ef bæði rafmagn er óáreiðanlegt og netsamband stopult eða ekki til staðar. Flestir, ef ekki allir, erum við búnir því besta sem fæst af 4G búnaði (langt umfram það sem fæst á almennum neytendamarkaði) en því miður veitir slíkur búnaður aðeins aukna vernd gegn útsendingarrofi, en ekki tryggingu. Hér þurfa kirkjurnar að taka þátt af dugnaði. Við þjónustuaðilar gerum okkar besta og gerum það yfirleitt vel. En rétt eins og organistinn getur ekki tekið ábyrgð á að brunnið orgel hljómi illa, getum við ekki tekið ábyrgð á að innviðir kirkja séu, árið 2022 (!), þannig að ekki sé hægt að veita þjónustu sem krefst jafn sjálfsagðrar aðstöðu sem áreiðanlegs rafmagns og stöðugrar internettengingar. Þessi pistill er skrifaður með þá von að framkvæmdaráð kirkja nær og fjær taki þessi mál höndum tveim í sinni heimasókn. Oftast er þetta lítil framkvæmd þannig að allir geti vel við unað. Höfundur er eigandi streymisþjónustufyrirtækis.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar