Hernaður Pútíns fjármagnaður af ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 22. mars 2022 15:01 Helztu útflutningstekjur Rússlands koma til vegna sölu á olíu og gasi. Einkum til ríkja Evrópusambandsins. Ljóst má vera að ekki sízt vegna þessarra tekna hafi rússnesk stjórnvöld getað fjármagnað hernaðaruppbyggingu sína á liðnum árum, innlimun Krímskagans árið 2014 og loks innrás sína í Úkraínu í lok febrúar með öllum þeim miklu hörmungum sem hún hefur haft í för með sér fyrir íbúa landsins. Ráðamenn Evrópusambandsins ákváðu að halda þessum viðskiptum við Rússland áfram eins og ekkert hefði í skorizt eftir innlimun Krímskagans og voru þau fyrir vikið ekki hluti af viðskiptaþvingunum sambandsins gagnvart landinu. Í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu hefur Evrópusambandið að sama skapi ekki viljað skrúfa fyrir kaup á olíu og gasi frá Rússlandi og ekki viljað að þvinganir næðu til þeirra. Þegar til stóð að útiloka rússneska banka frá alþjóðlega millifærslukerfinu SWIFT mætti það verulegri andstöðu frá Evrópusambandinu. Skýringin er sú að kerfið er notað í olíu- og gasviðskiptum sambandsins við Rússland. Loks lét Evrópusambandið undan þrýstingi og lokaði á sjö rússneska banka en undanskildi hins vegar stærsta banka landsins, Sberbank, sem og fleiri banka sem koma að þessum viðskiptum. Varnaðarorð hunzuð og gefið í Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa lokað fyrir innflutning á rússneskri olíu og gasi og Bretar stefna að því að verða algerlega óháðir Rússlandi í þeim efnum síðar á þessu ári. Evrópusambandið kynnti upphaflega áform um að verða ekki lengur háð rússneskri olíu og gasi fyrir árið 2030. Vegna harðrar gagnrýni á þau áform tilkynnti sambandið að stefnt væri að því að draga úr notkun að miklu leyti fyrir næstu áramót. Hvort þessi áform Evrópusambandsins eiga eftir að ganga eftir kemur í ljós en sambandið hefur ekki beinlínis verið þekkt fyrir það til þessa að setja sér raunhæfar tímaáætlanir. Ekki sízt í efnahagsmálum. Hins vegar er furðulegt að ekki hafi verið hlustað á ítrekuð varnaðarorð og fyrir löngu gripið til aðgerða til þess að gera ríki Evrópusambandsins minna háð rússneskri olíu og gasi. Áður en barnið datt í brunninn. Hluti af ástæðunni fyrir því hversu háð ófá ríki Evrópusambandsins eru olíu og gasi frá Rússlandi er arfur frá árum kalda stríðsins þegar austurevrópsk ríki, sem nú eru í sambandinu, voru flest undir járnhæl Sovétríkjanna. Hins vegar hefur á liðnum árum, í stað þess að draga úr í þessum efnum, þvert á móti verið bætt verulega í og þannig meðal annars verið lagðar nýjar gasleiðslur frá Rússlandi til Þýzkalands. Féllu kylliflatir í gildru Pútíns Fjallað hefur verið um það í fjölmiðlum að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi markvisst unnið að því að gera Evrópusambandið meira háð rússneskri olíu og gasi til þess að verjast mögulegum viðskiptaþvingunum gegn helztu útflutningsgreinum landsins og um leið fjármagna hernaðaruppbyggingu hans og fyrirhuguð hernaðaráform. Forystumenn sambandsins hafi fallið kylliflatir í þá gildru hans. Við þetta bætist síðan að ítök kínverskra stjórnvalda í efnahagsmálum Evrópusambandsins hafa aukizt verulega á liðnum árum og beinlínis fyrir hvatningu forystumanna sambandsins í kjölfar alþjóðlegu efnahagskrísunnar á sínum tíma. Er nú svo komið að ráðamönnum í Brussel er hætt að lítast á blikuna í þeim efnum. Þá hafa ríki Evrópusambandsins sem kunnugt er vanrækt alvarlega varnir sínar árum saman. Fyrir vikið er ótrúlegt að hlýða á yfirlýsingar harðra stuðningsmanna inngöngu Íslands í Evrópusambandið þess efnis að innganga í sambandið sé til þess fallin að tryggja öryggi okkar gagnvart stjórnvöldum í Kína og Rússlandi. Gefur framganga forystumanna þess virkilega tilefni til þess að ætla að þeim sé treystandi fyrir öryggi okkar þegar þeir hafa svo berlega ekki kunnað sínum eigin fótum forráð í þeim efnum? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Helztu útflutningstekjur Rússlands koma til vegna sölu á olíu og gasi. Einkum til ríkja Evrópusambandsins. Ljóst má vera að ekki sízt vegna þessarra tekna hafi rússnesk stjórnvöld getað fjármagnað hernaðaruppbyggingu sína á liðnum árum, innlimun Krímskagans árið 2014 og loks innrás sína í Úkraínu í lok febrúar með öllum þeim miklu hörmungum sem hún hefur haft í för með sér fyrir íbúa landsins. Ráðamenn Evrópusambandsins ákváðu að halda þessum viðskiptum við Rússland áfram eins og ekkert hefði í skorizt eftir innlimun Krímskagans og voru þau fyrir vikið ekki hluti af viðskiptaþvingunum sambandsins gagnvart landinu. Í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu hefur Evrópusambandið að sama skapi ekki viljað skrúfa fyrir kaup á olíu og gasi frá Rússlandi og ekki viljað að þvinganir næðu til þeirra. Þegar til stóð að útiloka rússneska banka frá alþjóðlega millifærslukerfinu SWIFT mætti það verulegri andstöðu frá Evrópusambandinu. Skýringin er sú að kerfið er notað í olíu- og gasviðskiptum sambandsins við Rússland. Loks lét Evrópusambandið undan þrýstingi og lokaði á sjö rússneska banka en undanskildi hins vegar stærsta banka landsins, Sberbank, sem og fleiri banka sem koma að þessum viðskiptum. Varnaðarorð hunzuð og gefið í Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa lokað fyrir innflutning á rússneskri olíu og gasi og Bretar stefna að því að verða algerlega óháðir Rússlandi í þeim efnum síðar á þessu ári. Evrópusambandið kynnti upphaflega áform um að verða ekki lengur háð rússneskri olíu og gasi fyrir árið 2030. Vegna harðrar gagnrýni á þau áform tilkynnti sambandið að stefnt væri að því að draga úr notkun að miklu leyti fyrir næstu áramót. Hvort þessi áform Evrópusambandsins eiga eftir að ganga eftir kemur í ljós en sambandið hefur ekki beinlínis verið þekkt fyrir það til þessa að setja sér raunhæfar tímaáætlanir. Ekki sízt í efnahagsmálum. Hins vegar er furðulegt að ekki hafi verið hlustað á ítrekuð varnaðarorð og fyrir löngu gripið til aðgerða til þess að gera ríki Evrópusambandsins minna háð rússneskri olíu og gasi. Áður en barnið datt í brunninn. Hluti af ástæðunni fyrir því hversu háð ófá ríki Evrópusambandsins eru olíu og gasi frá Rússlandi er arfur frá árum kalda stríðsins þegar austurevrópsk ríki, sem nú eru í sambandinu, voru flest undir járnhæl Sovétríkjanna. Hins vegar hefur á liðnum árum, í stað þess að draga úr í þessum efnum, þvert á móti verið bætt verulega í og þannig meðal annars verið lagðar nýjar gasleiðslur frá Rússlandi til Þýzkalands. Féllu kylliflatir í gildru Pútíns Fjallað hefur verið um það í fjölmiðlum að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi markvisst unnið að því að gera Evrópusambandið meira háð rússneskri olíu og gasi til þess að verjast mögulegum viðskiptaþvingunum gegn helztu útflutningsgreinum landsins og um leið fjármagna hernaðaruppbyggingu hans og fyrirhuguð hernaðaráform. Forystumenn sambandsins hafi fallið kylliflatir í þá gildru hans. Við þetta bætist síðan að ítök kínverskra stjórnvalda í efnahagsmálum Evrópusambandsins hafa aukizt verulega á liðnum árum og beinlínis fyrir hvatningu forystumanna sambandsins í kjölfar alþjóðlegu efnahagskrísunnar á sínum tíma. Er nú svo komið að ráðamönnum í Brussel er hætt að lítast á blikuna í þeim efnum. Þá hafa ríki Evrópusambandsins sem kunnugt er vanrækt alvarlega varnir sínar árum saman. Fyrir vikið er ótrúlegt að hlýða á yfirlýsingar harðra stuðningsmanna inngöngu Íslands í Evrópusambandið þess efnis að innganga í sambandið sé til þess fallin að tryggja öryggi okkar gagnvart stjórnvöldum í Kína og Rússlandi. Gefur framganga forystumanna þess virkilega tilefni til þess að ætla að þeim sé treystandi fyrir öryggi okkar þegar þeir hafa svo berlega ekki kunnað sínum eigin fótum forráð í þeim efnum? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun