Umfjöllun og viðtöl: Grindavík-ÍR 89-86 | Sjáðu flautuþrist EC Matthews sem tryggði Grindavík sætan sigur Smári Jökull Jónsson skrifar 25. mars 2022 21:00 EC Matthews kláraði leikinn fyir Grindavík með flautuþrist. Vísir/Hulda Margrét EC Matthews var hetja Grindavíkur í kvöld en hann tryggði liðinu sigur með flautukörfu gegn ÍR í Subway-deildinni. Von ÍR um sæti í úrslitakeppninni er afar veik eftir tapið. Leikurinn í kvöld var sveiflukenndur. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en í öðrum leikhluta var eins og heimamenn hefðu ekki mætt til leiks. Varnarleikur þeirra var ekki til staðar og ÍR-ingar fengu opin sniðskot og opin þriggja stiga skot hvað eftir annað. Þegar tvær mínútur voru til hálfleiks var staðan í leikhlutanum 23-7 fyrir ÍR og þeir komnir með átján stiga forystu. Grindavík skoraði hins vegar ellefu stig í röð á þeim tveimur mínútum sem voru eftir og munurinn í hálfleik ekki nema sjö stig, staðan þá 45-38 ÍR í vil. Innkoma Kristófers Breka Gylfasonar gaf heimamönnum mikið en hann setti tvö þriggja stiga skot niður undir lok leikhlutans og var öflugur varnarlega sömuleiðis. Ivan Aurrecoechea og Naor Sharon voru í eldlínunni með Grindavík í kvöld.Visir/Vilhelm Þriðji leikhluti var jafn. Grindavík leiddi framan af og voru fimm stigum undir fyrir lokafjórðunginn. Þar bitu ÍR-ingar í skjaldarendur. Þeir komust yfir á ný í stöðunni 78-76 þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af leiknum og leikurinn var í járnum eftir það. ÍR var skrefinu á undan en staðan var jöfn, 86-86, þegar ÍR fór í sókn með 35 sekúndur á klukkunni. Þeir komu boltanum á Jordan Semple undir körfunni sem náði ekki að skora. ÍR-ingar voru hins vegar afar ósáttir með að ekki hafi verið dæmd villa á Grindavík í atganginum. Grindavík fór því í sókn. Boltinn var settur í hendurnar á EC Matthews, sem þá var kominn með 22 stig í seinni hálfleik. Hann dripplaði aðeins til hægri, fór í þriggja stiga skotið sem hann kann svo vel og boltinn söng í netinu um leið og flautan gall. Lokatölur 89-86 Grindavík í vil og fögnuðurinn mikill í HS Orku-höllinni. Þetta er annað árið í röð sem Grindavík vinnur ÍR á heimavelli með flautuþrist en í fyrra var það Kristinn Pálsson sem skoraði á lokasekúndunni. EC tryggir Grindavík í úrslitakeppnina og á sama tíma slekkur á draumum ÍR #subwaydeildin #körfubolti pic.twitter.com/oYpU7tzKln— Subway Körfuboltakvöld (@korfuboltakvold) March 25, 2022 Af hverju vann Grindavík? Þeir drógu lengra stráið í lokin. EC Matthews er auðvitað leikmaður sem getur klárað svona leiki upp á eigin spýtur og það má segja að hann hafi gert það í kvöld. Hann skoraði 25 stig í seinni hálfleik og körfuna sem tryggði sigurinn. Það verður þó að segjast að ÍR-ingar hafa ýmislegt til síns máls um atvikið í þeirra síðustu sókn. Baráttan undir körfunni var mikil þegar Semple var að reyna að skora og hann endaði með lítinn skurð á enninu eftir atganginn. Igor Maric var öflugur hjá ÍR.Vísir Þessir stóðu upp úr: EC Matthews var gjörsamlega magnaður í síðari hálfleik. Hann skoraði þá 25 stig og setti niður hvern „step back“ þristinn á fætur öðrum. Innkoma Kristófers Breka Gylfasonar og Björgvins Hafþórs Ríkharðssonar af bekknum gaf liðinu vítamínssprautu og Ivan Aurrecoechea var framlagshæstur með 34 framlagspunkta, 19 stig og 16 fráköst. Hjá ÍR var áðurnefndur Semple öflugur, hann skoraði 26 stig og Grindvíkingar lentu oft í vandræðum með hann. Igor Maric var sömuleiðis drjúgur og Róbert Sigurðsson steig upp í fjórða leikhluta og setti stór skot niður. Hvað gekk illa? Þrátt fyrir sigurinn hlýtur Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindavíkur að hafa áhyggjur af spilamennsku Grindvíkinga fyrstu átta mínútur annars leikhluta. Þær mínútur voru Suðurnesjamenn arfaslakir og ÍR-liðið í raun klaufar að missa niður það forskot sem þeir náðu í á þessum tíma. Hvað gerist næst? Liðin fá stutta hvíld eftir leikinn í kvöld. ÍR fær Njarðvík í heimsókn á sunnudag og Grindvíkingar halda til Keflavíkur á mánudag í stórleik næstu umferðar. Sverrir Þór: Ég tek þetta alveg Sverrir Þór Sverrisson var að stýra Grindavík í þriðja leiknum síðan hann tók þjálfun liðsins.Vísir/Vilhelm Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindavíkur var ánægður með sigur sinna manna gegn ÍR í kvöld en hafði sett lokasóknina upp á annan hátt en að klára hana með þriggja stiga skoti. „Ég var mjög bjartsýnn með skotið því hann var nýbúinn að setja niður tvö skot. Ég var að reyna að góla að ráðast á körfuna því við vorum í bónus og hann er rosalega góður að komast á hringinn. Ég tek þetta alveg,“ sagði Sverrir Þór í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Grindvíkingar misstu ÍR liðið átján stigum fram úr sér í öðrum leikhluta en náðu að laga stöðuna með því að skora ellefu stig í röð á síðustu tveimur mínútum fyrri hálfleiks. „Við vorum hrikalega slakir fyrstu mínúturnar í öðrum leikhluta. Það var opið hús hjá okkur varnarlega, bæði upp að körfu og frí þriggja stiga skot. Svo endum við þetta helvíti vel, fórum að spila almennilega vörn og gera hlutina saman.“ Við minnkuðum muninn í sjö stig og svo var seinni hálfleikur nokkuð góður heilt yfir. Þetta var hörkuleikur og við vorum heppnir að hafa klárað hann,“ sagði Sverrir og viðurkenndi að það hafi skipt máli að hafa minnkað muninn fyrir hlé. „Það er gott fyrir menn að sjá þegar menn spila af krafti og sem lið þá virkar þetta. Þá var þetta spurning um að ná að halda því áfram og mæta með það góða inn í seinni hálfleikinn. Það fannst mér gerast að stóru leyti.“ „Kristófer Breki var frábær varnarlega og var að setja stór skot niður og Björgvin Hafþór kom af miklum krafti af bekknum í seinni hálfleik. Það var mikilvægt fyrir okkur að fá þetta frá þessum mönnum.“ EC Matthews skoraði sigurkörfuna eins og áður segir. Hann skoraði 25 stig í síðari hálfleik og var algjörlega magnaður. „Hann var búinn að setja tvo „step back“ þrista sem hann er mjög góður í og hann hefði aldrei farið í þetta skot undir lokin því sjálfstraustið var orðið það mikið hjá honum. Það er virkilega gaman að vinna svona.“ Friðrik Ingi: Ég var ekki ánægður með dómgæsluna í kvöld Friðrik Ingi Rúnarsson ræðir hér við Eggert Þór Aðalsteinsson dómara sem dæmdi þó ekki í Grindavík í kvöld. Friðrik Ingi var óánægður með dómgæsluna í leiknum í kvöld.Vísir/Bára Dröfn „Þetta var bara villa. Hann er með lítinn skurð á enninu sem blæðir úr þannig að það segir allt sem segja þarf,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari ÍR sem vildi villu í síðustu sókn ÍR í tapleiknum gegn Grindavík í kvöld. Atvikið sem Friðrik Ingi er að tala um gerist þegar fjórtán sekúndur eru eftir af leiknum. Jordan Semple var þá undir körfunni, náði skoti en hitti ekki. ÍR-ingar vildu villu en ekkert var dæmt og þess í stað fór Grindavík upp völlinn og EC Matthews tryggði þeim sigur með flautukörfu. Friðrik Ingi ræddi við dómarana eftir leik en lítið var um svör að hans mati. „Þeir gátu ekki svarað neinu, þeir töldu að ég væri of æstur. Ég kannski aðeins hækkaði röddina en var samt ekkert dónalegur. Ég ætla bara að segja það að ég var ekki ánægður með dómgæsluna í kvöld. Ég held að það sé í fyrsta skipti sem ég segi það í viðtali,“ sagði Friðrik Ingi við Vísi eftir leik í kvöld. „Hins vegar eru atriði í mínu liði þar sem við hefðum getað gert betur til að klára leikinn og allt það. Ég hef alveg þann þroska og skilning á því að það þarf meira til. Það er 21-12 í vítum, menn geta bara skoðað þetta,“ bætti Friðrik Ingi við. ÍR-ingar komust átján stigum yfir í öðrum leikhluta en Grindvíkingar skoruðu ellefu síðustu stig leikhlutans og náðu að minnka muninn verulega fyrir leikhlé. „Við skoruðum líka í einhverjum kippum, svona er bara þessi leikur. Við komumst aftur yfir og ég átti alveg von á leiknum með þessum hætti. Vissulega, komnir átján stigum yfir, þá fórum við aðeins út úr okkar kennileiti og ég var ekki ánægður með það.“ „Ég óska Grindavík til hamingju, þeir fengu þessi tvö stig og þannig er það.“ Von ÍR-inga um sæti í úrslitakeppni er veik eftir tapið en þeir eru fjórum stigum á eftir KR og Breiðablik með tvo leiki eftir í deildinni. „Ég held að Breiðablik sé í sterkustu stöðunni. Ég er svo sem ekkert að hugsa um þetta núna, ég er fyrst og fremst óánægður með að við höfum ekki náð að vinna þennan leik. Meiri partinn af leiknum var ég mjög ánægður með spilamennskuna. Nú er bara stutt hvíld því það er leikur aftur á sunnudag,“ sagði Friðrik Ingi að endingu. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla ÍR Grindavík Körfubolti Íslenski körfuboltinn
EC Matthews var hetja Grindavíkur í kvöld en hann tryggði liðinu sigur með flautukörfu gegn ÍR í Subway-deildinni. Von ÍR um sæti í úrslitakeppninni er afar veik eftir tapið. Leikurinn í kvöld var sveiflukenndur. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en í öðrum leikhluta var eins og heimamenn hefðu ekki mætt til leiks. Varnarleikur þeirra var ekki til staðar og ÍR-ingar fengu opin sniðskot og opin þriggja stiga skot hvað eftir annað. Þegar tvær mínútur voru til hálfleiks var staðan í leikhlutanum 23-7 fyrir ÍR og þeir komnir með átján stiga forystu. Grindavík skoraði hins vegar ellefu stig í röð á þeim tveimur mínútum sem voru eftir og munurinn í hálfleik ekki nema sjö stig, staðan þá 45-38 ÍR í vil. Innkoma Kristófers Breka Gylfasonar gaf heimamönnum mikið en hann setti tvö þriggja stiga skot niður undir lok leikhlutans og var öflugur varnarlega sömuleiðis. Ivan Aurrecoechea og Naor Sharon voru í eldlínunni með Grindavík í kvöld.Visir/Vilhelm Þriðji leikhluti var jafn. Grindavík leiddi framan af og voru fimm stigum undir fyrir lokafjórðunginn. Þar bitu ÍR-ingar í skjaldarendur. Þeir komust yfir á ný í stöðunni 78-76 þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af leiknum og leikurinn var í járnum eftir það. ÍR var skrefinu á undan en staðan var jöfn, 86-86, þegar ÍR fór í sókn með 35 sekúndur á klukkunni. Þeir komu boltanum á Jordan Semple undir körfunni sem náði ekki að skora. ÍR-ingar voru hins vegar afar ósáttir með að ekki hafi verið dæmd villa á Grindavík í atganginum. Grindavík fór því í sókn. Boltinn var settur í hendurnar á EC Matthews, sem þá var kominn með 22 stig í seinni hálfleik. Hann dripplaði aðeins til hægri, fór í þriggja stiga skotið sem hann kann svo vel og boltinn söng í netinu um leið og flautan gall. Lokatölur 89-86 Grindavík í vil og fögnuðurinn mikill í HS Orku-höllinni. Þetta er annað árið í röð sem Grindavík vinnur ÍR á heimavelli með flautuþrist en í fyrra var það Kristinn Pálsson sem skoraði á lokasekúndunni. EC tryggir Grindavík í úrslitakeppnina og á sama tíma slekkur á draumum ÍR #subwaydeildin #körfubolti pic.twitter.com/oYpU7tzKln— Subway Körfuboltakvöld (@korfuboltakvold) March 25, 2022 Af hverju vann Grindavík? Þeir drógu lengra stráið í lokin. EC Matthews er auðvitað leikmaður sem getur klárað svona leiki upp á eigin spýtur og það má segja að hann hafi gert það í kvöld. Hann skoraði 25 stig í seinni hálfleik og körfuna sem tryggði sigurinn. Það verður þó að segjast að ÍR-ingar hafa ýmislegt til síns máls um atvikið í þeirra síðustu sókn. Baráttan undir körfunni var mikil þegar Semple var að reyna að skora og hann endaði með lítinn skurð á enninu eftir atganginn. Igor Maric var öflugur hjá ÍR.Vísir Þessir stóðu upp úr: EC Matthews var gjörsamlega magnaður í síðari hálfleik. Hann skoraði þá 25 stig og setti niður hvern „step back“ þristinn á fætur öðrum. Innkoma Kristófers Breka Gylfasonar og Björgvins Hafþórs Ríkharðssonar af bekknum gaf liðinu vítamínssprautu og Ivan Aurrecoechea var framlagshæstur með 34 framlagspunkta, 19 stig og 16 fráköst. Hjá ÍR var áðurnefndur Semple öflugur, hann skoraði 26 stig og Grindvíkingar lentu oft í vandræðum með hann. Igor Maric var sömuleiðis drjúgur og Róbert Sigurðsson steig upp í fjórða leikhluta og setti stór skot niður. Hvað gekk illa? Þrátt fyrir sigurinn hlýtur Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindavíkur að hafa áhyggjur af spilamennsku Grindvíkinga fyrstu átta mínútur annars leikhluta. Þær mínútur voru Suðurnesjamenn arfaslakir og ÍR-liðið í raun klaufar að missa niður það forskot sem þeir náðu í á þessum tíma. Hvað gerist næst? Liðin fá stutta hvíld eftir leikinn í kvöld. ÍR fær Njarðvík í heimsókn á sunnudag og Grindvíkingar halda til Keflavíkur á mánudag í stórleik næstu umferðar. Sverrir Þór: Ég tek þetta alveg Sverrir Þór Sverrisson var að stýra Grindavík í þriðja leiknum síðan hann tók þjálfun liðsins.Vísir/Vilhelm Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindavíkur var ánægður með sigur sinna manna gegn ÍR í kvöld en hafði sett lokasóknina upp á annan hátt en að klára hana með þriggja stiga skoti. „Ég var mjög bjartsýnn með skotið því hann var nýbúinn að setja niður tvö skot. Ég var að reyna að góla að ráðast á körfuna því við vorum í bónus og hann er rosalega góður að komast á hringinn. Ég tek þetta alveg,“ sagði Sverrir Þór í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Grindvíkingar misstu ÍR liðið átján stigum fram úr sér í öðrum leikhluta en náðu að laga stöðuna með því að skora ellefu stig í röð á síðustu tveimur mínútum fyrri hálfleiks. „Við vorum hrikalega slakir fyrstu mínúturnar í öðrum leikhluta. Það var opið hús hjá okkur varnarlega, bæði upp að körfu og frí þriggja stiga skot. Svo endum við þetta helvíti vel, fórum að spila almennilega vörn og gera hlutina saman.“ Við minnkuðum muninn í sjö stig og svo var seinni hálfleikur nokkuð góður heilt yfir. Þetta var hörkuleikur og við vorum heppnir að hafa klárað hann,“ sagði Sverrir og viðurkenndi að það hafi skipt máli að hafa minnkað muninn fyrir hlé. „Það er gott fyrir menn að sjá þegar menn spila af krafti og sem lið þá virkar þetta. Þá var þetta spurning um að ná að halda því áfram og mæta með það góða inn í seinni hálfleikinn. Það fannst mér gerast að stóru leyti.“ „Kristófer Breki var frábær varnarlega og var að setja stór skot niður og Björgvin Hafþór kom af miklum krafti af bekknum í seinni hálfleik. Það var mikilvægt fyrir okkur að fá þetta frá þessum mönnum.“ EC Matthews skoraði sigurkörfuna eins og áður segir. Hann skoraði 25 stig í síðari hálfleik og var algjörlega magnaður. „Hann var búinn að setja tvo „step back“ þrista sem hann er mjög góður í og hann hefði aldrei farið í þetta skot undir lokin því sjálfstraustið var orðið það mikið hjá honum. Það er virkilega gaman að vinna svona.“ Friðrik Ingi: Ég var ekki ánægður með dómgæsluna í kvöld Friðrik Ingi Rúnarsson ræðir hér við Eggert Þór Aðalsteinsson dómara sem dæmdi þó ekki í Grindavík í kvöld. Friðrik Ingi var óánægður með dómgæsluna í leiknum í kvöld.Vísir/Bára Dröfn „Þetta var bara villa. Hann er með lítinn skurð á enninu sem blæðir úr þannig að það segir allt sem segja þarf,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari ÍR sem vildi villu í síðustu sókn ÍR í tapleiknum gegn Grindavík í kvöld. Atvikið sem Friðrik Ingi er að tala um gerist þegar fjórtán sekúndur eru eftir af leiknum. Jordan Semple var þá undir körfunni, náði skoti en hitti ekki. ÍR-ingar vildu villu en ekkert var dæmt og þess í stað fór Grindavík upp völlinn og EC Matthews tryggði þeim sigur með flautukörfu. Friðrik Ingi ræddi við dómarana eftir leik en lítið var um svör að hans mati. „Þeir gátu ekki svarað neinu, þeir töldu að ég væri of æstur. Ég kannski aðeins hækkaði röddina en var samt ekkert dónalegur. Ég ætla bara að segja það að ég var ekki ánægður með dómgæsluna í kvöld. Ég held að það sé í fyrsta skipti sem ég segi það í viðtali,“ sagði Friðrik Ingi við Vísi eftir leik í kvöld. „Hins vegar eru atriði í mínu liði þar sem við hefðum getað gert betur til að klára leikinn og allt það. Ég hef alveg þann þroska og skilning á því að það þarf meira til. Það er 21-12 í vítum, menn geta bara skoðað þetta,“ bætti Friðrik Ingi við. ÍR-ingar komust átján stigum yfir í öðrum leikhluta en Grindvíkingar skoruðu ellefu síðustu stig leikhlutans og náðu að minnka muninn verulega fyrir leikhlé. „Við skoruðum líka í einhverjum kippum, svona er bara þessi leikur. Við komumst aftur yfir og ég átti alveg von á leiknum með þessum hætti. Vissulega, komnir átján stigum yfir, þá fórum við aðeins út úr okkar kennileiti og ég var ekki ánægður með það.“ „Ég óska Grindavík til hamingju, þeir fengu þessi tvö stig og þannig er það.“ Von ÍR-inga um sæti í úrslitakeppni er veik eftir tapið en þeir eru fjórum stigum á eftir KR og Breiðablik með tvo leiki eftir í deildinni. „Ég held að Breiðablik sé í sterkustu stöðunni. Ég er svo sem ekkert að hugsa um þetta núna, ég er fyrst og fremst óánægður með að við höfum ekki náð að vinna þennan leik. Meiri partinn af leiknum var ég mjög ánægður með spilamennskuna. Nú er bara stutt hvíld því það er leikur aftur á sunnudag,“ sagði Friðrik Ingi að endingu. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti