„Við verðum að tryggja að fjölskyldur í Evrópu komist í gegnum þennan vetur og næsta“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2022 11:12 Biden sagði bandamenn myndu standa á öruggari grunni þegar Evrópa væri ekki lengur háð orku frá Rússlandi. AP/Evan Vucci Bandaríkjamenn og Evrópusambandið hafa komist að samkomulagi um að setja á fót starfshóp sem er ætlað að finna leiðir til að draga úr þörf Evrópuríkjanna á að kaupa orku frá Rússlandi. Þáttur í samkomulaginu er skuldbinding Bandaríkjanna um að auka útflutning á fljótandi gasi til Evrópu um að minnsta kosti 15 milljarða rúmmetra á þessu ári. Þá stendur til að auka magnið enn meira í framtíðinni. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynntu um samkomulagið fyrr í dag og sögðu markmiðið að draga úr þörf Evrópu á rússneskum orkugjöfum, án þess að koma niður á getu ríkjanna til að standa við markmið sín í loftslagsmálum. „Við verðum að tryggja að fjölskyldur í Evrópu komist í gegnum þennan vetur og næsta á meðna við byggjum innviði fyrir fjölbreytta, þolgóða og hreina orkuframtíð,“ sagði Biden í Brussel. Hann mun í dag halda til Póllands og meðal annars hitta flóttafólk frá Úkraínu. Von der Leyen sagði skuldbindingu Bandaríkjanna myndu koma í staðinn fyrir það gas sem Evrópa fengi nú frá Rússlandi. Samvinnan ætti að koma Evrópu í gegnum átökin og styðja við sjálfstæði álfunnar. Starfshópurinn verður skipaður fulltrúum Hvíta hússins og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.AP/Evan Vucci Um það bil 40 prósent af öllu gasi sem Evrópa notar kemur frá Rússlandi og um fjórðungur allrar olíu. Evrópa flytur inn sex sinnum meiri olíu frá Rússlandi en Bandaríkin. Bandaríkin hafa bannað innflutning á olíu og gasi frá Rússlandi en Evrópuríkin sagst munu minnka gasinnflutningin um tvo þriðju á þessu ári. Biden sagðist meðvitaður um þá erfiðleika sem það myndi valda Evrópu að hætta að kaupa orku frá Rússum en sagði skrefin sem tilkynnt hefði verið um í dag væru mikilvæg til að hindra Vladimir Pútín Rússlandsforseta frá því að nota orku til að „þvinga og spila með nágranna sína“. Hann sagði það einu siðferðilega réttu ákvörðunina og að það myndi treysta þann grunn sem vesturveldin stæðu á. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Rússland Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Evrópusambandið Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Sjá meira
Þáttur í samkomulaginu er skuldbinding Bandaríkjanna um að auka útflutning á fljótandi gasi til Evrópu um að minnsta kosti 15 milljarða rúmmetra á þessu ári. Þá stendur til að auka magnið enn meira í framtíðinni. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynntu um samkomulagið fyrr í dag og sögðu markmiðið að draga úr þörf Evrópu á rússneskum orkugjöfum, án þess að koma niður á getu ríkjanna til að standa við markmið sín í loftslagsmálum. „Við verðum að tryggja að fjölskyldur í Evrópu komist í gegnum þennan vetur og næsta á meðna við byggjum innviði fyrir fjölbreytta, þolgóða og hreina orkuframtíð,“ sagði Biden í Brussel. Hann mun í dag halda til Póllands og meðal annars hitta flóttafólk frá Úkraínu. Von der Leyen sagði skuldbindingu Bandaríkjanna myndu koma í staðinn fyrir það gas sem Evrópa fengi nú frá Rússlandi. Samvinnan ætti að koma Evrópu í gegnum átökin og styðja við sjálfstæði álfunnar. Starfshópurinn verður skipaður fulltrúum Hvíta hússins og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.AP/Evan Vucci Um það bil 40 prósent af öllu gasi sem Evrópa notar kemur frá Rússlandi og um fjórðungur allrar olíu. Evrópa flytur inn sex sinnum meiri olíu frá Rússlandi en Bandaríkin. Bandaríkin hafa bannað innflutning á olíu og gasi frá Rússlandi en Evrópuríkin sagst munu minnka gasinnflutningin um tvo þriðju á þessu ári. Biden sagðist meðvitaður um þá erfiðleika sem það myndi valda Evrópu að hætta að kaupa orku frá Rússum en sagði skrefin sem tilkynnt hefði verið um í dag væru mikilvæg til að hindra Vladimir Pútín Rússlandsforseta frá því að nota orku til að „þvinga og spila með nágranna sína“. Hann sagði það einu siðferðilega réttu ákvörðunina og að það myndi treysta þann grunn sem vesturveldin stæðu á.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Rússland Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Evrópusambandið Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Sjá meira