„Við verðum að tryggja að fjölskyldur í Evrópu komist í gegnum þennan vetur og næsta“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2022 11:12 Biden sagði bandamenn myndu standa á öruggari grunni þegar Evrópa væri ekki lengur háð orku frá Rússlandi. AP/Evan Vucci Bandaríkjamenn og Evrópusambandið hafa komist að samkomulagi um að setja á fót starfshóp sem er ætlað að finna leiðir til að draga úr þörf Evrópuríkjanna á að kaupa orku frá Rússlandi. Þáttur í samkomulaginu er skuldbinding Bandaríkjanna um að auka útflutning á fljótandi gasi til Evrópu um að minnsta kosti 15 milljarða rúmmetra á þessu ári. Þá stendur til að auka magnið enn meira í framtíðinni. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynntu um samkomulagið fyrr í dag og sögðu markmiðið að draga úr þörf Evrópu á rússneskum orkugjöfum, án þess að koma niður á getu ríkjanna til að standa við markmið sín í loftslagsmálum. „Við verðum að tryggja að fjölskyldur í Evrópu komist í gegnum þennan vetur og næsta á meðna við byggjum innviði fyrir fjölbreytta, þolgóða og hreina orkuframtíð,“ sagði Biden í Brussel. Hann mun í dag halda til Póllands og meðal annars hitta flóttafólk frá Úkraínu. Von der Leyen sagði skuldbindingu Bandaríkjanna myndu koma í staðinn fyrir það gas sem Evrópa fengi nú frá Rússlandi. Samvinnan ætti að koma Evrópu í gegnum átökin og styðja við sjálfstæði álfunnar. Starfshópurinn verður skipaður fulltrúum Hvíta hússins og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.AP/Evan Vucci Um það bil 40 prósent af öllu gasi sem Evrópa notar kemur frá Rússlandi og um fjórðungur allrar olíu. Evrópa flytur inn sex sinnum meiri olíu frá Rússlandi en Bandaríkin. Bandaríkin hafa bannað innflutning á olíu og gasi frá Rússlandi en Evrópuríkin sagst munu minnka gasinnflutningin um tvo þriðju á þessu ári. Biden sagðist meðvitaður um þá erfiðleika sem það myndi valda Evrópu að hætta að kaupa orku frá Rússum en sagði skrefin sem tilkynnt hefði verið um í dag væru mikilvæg til að hindra Vladimir Pútín Rússlandsforseta frá því að nota orku til að „þvinga og spila með nágranna sína“. Hann sagði það einu siðferðilega réttu ákvörðunina og að það myndi treysta þann grunn sem vesturveldin stæðu á. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Rússland Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Evrópusambandið Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Fleiri fréttir Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Sjá meira
Þáttur í samkomulaginu er skuldbinding Bandaríkjanna um að auka útflutning á fljótandi gasi til Evrópu um að minnsta kosti 15 milljarða rúmmetra á þessu ári. Þá stendur til að auka magnið enn meira í framtíðinni. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynntu um samkomulagið fyrr í dag og sögðu markmiðið að draga úr þörf Evrópu á rússneskum orkugjöfum, án þess að koma niður á getu ríkjanna til að standa við markmið sín í loftslagsmálum. „Við verðum að tryggja að fjölskyldur í Evrópu komist í gegnum þennan vetur og næsta á meðna við byggjum innviði fyrir fjölbreytta, þolgóða og hreina orkuframtíð,“ sagði Biden í Brussel. Hann mun í dag halda til Póllands og meðal annars hitta flóttafólk frá Úkraínu. Von der Leyen sagði skuldbindingu Bandaríkjanna myndu koma í staðinn fyrir það gas sem Evrópa fengi nú frá Rússlandi. Samvinnan ætti að koma Evrópu í gegnum átökin og styðja við sjálfstæði álfunnar. Starfshópurinn verður skipaður fulltrúum Hvíta hússins og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.AP/Evan Vucci Um það bil 40 prósent af öllu gasi sem Evrópa notar kemur frá Rússlandi og um fjórðungur allrar olíu. Evrópa flytur inn sex sinnum meiri olíu frá Rússlandi en Bandaríkin. Bandaríkin hafa bannað innflutning á olíu og gasi frá Rússlandi en Evrópuríkin sagst munu minnka gasinnflutningin um tvo þriðju á þessu ári. Biden sagðist meðvitaður um þá erfiðleika sem það myndi valda Evrópu að hætta að kaupa orku frá Rússum en sagði skrefin sem tilkynnt hefði verið um í dag væru mikilvæg til að hindra Vladimir Pútín Rússlandsforseta frá því að nota orku til að „þvinga og spila með nágranna sína“. Hann sagði það einu siðferðilega réttu ákvörðunina og að það myndi treysta þann grunn sem vesturveldin stæðu á.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Rússland Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Evrópusambandið Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Fleiri fréttir Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Sjá meira