Stríð gegn alþjóðlegu samstarfi Bryndís Haraldsdóttir skrifar 25. mars 2022 11:00 Á þemaþingi Norðurlandaráðs sem haldið var nú í vikunni fór eðlilega mest fyrir umræðu um innrás Rússa í Úkraínu . Sendiherra Úkraínu var sérstakur gestur þingsins auk fulltrúa frá þingum Eystrasaltsríkjanna. Samstaða Norðurlanda með Úkraínu er mikil. Ríkin taka öll þátt í refsiaðgerðum gegn Rússlandi og lönd sem áður hafa lagt mikla áherslu á að gæta hlutleysis og að senda ekki vopn til átakasvæða senda nú hergögn til Úkraínumanna. Stríðið í Úkraínu er skýrt brot á alþjóðalögum Innrásin þýðir að stríð er hafið í Evrópu. Þetta er stríð gegn Evrópu sem heild, gegn lýðræði og alþjóðasamstarfi og gegn öllu því sem norrænt samstarf gengur út á. Stríðið undirstrikar líka mikilvægi þess að Norðurlönd vinni saman á sviði öryggis- og varnarmála. Norðurlandaráð vill aukið samstarf á sviði öryggismála Öryggismál hafa á síðustu árum fengið aukið vægi á vettvangi Norðurlandaráðs. Síðastliðið haust var Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sérstakur gestur Norðurlandaráðsþings. Slíkt hefði verið óhugsandi fyrir 10 árum. Umræðan um öryggis- og varnarmál á norrænum vettvangi hefur aukist og þroskast á síðustu misserum. Árið 2019 mótaði Norðurlandaráð þannig sameiginlega stefnu á sviði samfélagsöryggis sem send var ríkisstjórnum landanna. Árið 2020 skilaði Björn Bjarnason Norrænu ráðherranefndinni skýrslu með tillögum um eflingu samstarfs á sviði öryggis- og varnarmála. Á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn 2021, þar sem framkvæmdastjóri NATO mætti til sérstakrar umræðu, var einnig kynnt svonefnd Enestam- skýrsla um samstarf um samfélagsöryggi og almannavarnir á Norðurlöndum. Jan-Erik Enestam, fyrrverandi ráðherra í Finnlandi, vann skýrsluna að beiðni Norrænu ráðherranefndarinnar. Tillögurnar í skýrslu Enestams er að miklu leyti í samræmi við stefnu Norðurlandaráðs um samfélagsöryggi frá árinu 2019. Stefnan felur í sér ýmsar tillögur um viðbúnaðarmál og hún hefur verið grundvöllur þess þrýstings sem Norðurlandaráð hefur beitt ríkisstjórnir landanna undanfarin ár um að efla samstarf um almannavarnir. Á nýafstöðnu þemaþingi Norðurlandaráðs í Malmö samþykkti ráðið að hvetja norrænu ríkisstjórnirnar til að fylgja eftir tillögunum í skýrslunni. Í tilmælum Norðurlandaráðs sem samþykkt voru einróma á þingfundi er meðal annars lagt til að norrænu samstarfsráðherrunum verði falin ábyrgð á samstarfi á sviði almannavarna. Þá er lagt til að stofnuð verði norræn almannavarnasveit, að tilraunaverkefni verði hafið um sameiginlegt útboð á bóluefni og að möguleikinn á sameiginlegum viðbúnaðarbirgðum verði kannaður. Við umræðurnar kom Enestam með eina tillögu til viðbótar. Hann minnti á að um þessar mundir eru 60 ár liðin frá undirritun Helsingforssamningsins, sem kalla má stofnsáttmála norræns samstarfs, og að hans mati er tímabært að endurskoða samninginn. Fleiri hafa kallað eftir því á á síðustu misserum. Samvinna er besta leiðin til að takast á við hættuástand Skýrslur Enestams og Björns Bjarnasonar eiga enn meira erindi en áður í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu. Við höfum þegar fundið fyrir afleiðingum stríðsins á Íslandi þótt auðvitað séu þær með engu móti sambærilegar við þær hörmungar sem almenningur í Úkraínu hefur mátt þola. Besta leiðin til að bregðast við hættuástandi er að taka höndum saman með þeim löndum sem standa okkur næst. Norrænu löndin eiga sér langa hefð um samstarf á mörgum sviðum og nú þurfum við að sjá til þess að við getum líka unnið vel saman á hættutímum. Norðurlöndin deila sömu gildum og menningu og standa að mörgu leyti andspænis sömu áskorunum á sviði samfélagsöryggis og almannavarna. Það er mikilvægt að taka fram að öryggismál og almannavarnir eru almennt í mjög góðu horfi á Norðurlöndum. Fjöldi einstaklinga, sjálfboðasamtaka og opinberra stofnana vinna ómetanlegt starf á þessu sviði. Eftirfarandi er meðal þess sem yfirvöld öryggismála á Norðurlöndum telja að geti ógnað samfélagsörygginu: Náttúruhamfarir, þar með talin eldgos og jarðskjálftar, skógareldar, flóð, öfgaveður, heimsfaraldur, samgönguslys, kjarnorkuslys, hryðjuverk, tölvuárásir, mengun neysluvatns, olíuleki í haf og örðugleikar við öflun eldsneytis, raforku eða matvæla. Ógnir af þessu tagi geta komið niður á einu norrænu landi en einnig haft afleiðingar fyrir nærliggjandi lönd. Með sameiginlegum þekkingargrunni, reynslu og viðbúnaði standa Norðurlönd miklu betur að vígi en ef þau þurfa hvert um sig að takast á við þessar áskoranir. Það er því full ástæða fyrir löndin að vinna saman og hjálpa hvert öðru eftir þörfum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Norðurlandaráð Alþingi Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Á þemaþingi Norðurlandaráðs sem haldið var nú í vikunni fór eðlilega mest fyrir umræðu um innrás Rússa í Úkraínu . Sendiherra Úkraínu var sérstakur gestur þingsins auk fulltrúa frá þingum Eystrasaltsríkjanna. Samstaða Norðurlanda með Úkraínu er mikil. Ríkin taka öll þátt í refsiaðgerðum gegn Rússlandi og lönd sem áður hafa lagt mikla áherslu á að gæta hlutleysis og að senda ekki vopn til átakasvæða senda nú hergögn til Úkraínumanna. Stríðið í Úkraínu er skýrt brot á alþjóðalögum Innrásin þýðir að stríð er hafið í Evrópu. Þetta er stríð gegn Evrópu sem heild, gegn lýðræði og alþjóðasamstarfi og gegn öllu því sem norrænt samstarf gengur út á. Stríðið undirstrikar líka mikilvægi þess að Norðurlönd vinni saman á sviði öryggis- og varnarmála. Norðurlandaráð vill aukið samstarf á sviði öryggismála Öryggismál hafa á síðustu árum fengið aukið vægi á vettvangi Norðurlandaráðs. Síðastliðið haust var Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sérstakur gestur Norðurlandaráðsþings. Slíkt hefði verið óhugsandi fyrir 10 árum. Umræðan um öryggis- og varnarmál á norrænum vettvangi hefur aukist og þroskast á síðustu misserum. Árið 2019 mótaði Norðurlandaráð þannig sameiginlega stefnu á sviði samfélagsöryggis sem send var ríkisstjórnum landanna. Árið 2020 skilaði Björn Bjarnason Norrænu ráðherranefndinni skýrslu með tillögum um eflingu samstarfs á sviði öryggis- og varnarmála. Á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn 2021, þar sem framkvæmdastjóri NATO mætti til sérstakrar umræðu, var einnig kynnt svonefnd Enestam- skýrsla um samstarf um samfélagsöryggi og almannavarnir á Norðurlöndum. Jan-Erik Enestam, fyrrverandi ráðherra í Finnlandi, vann skýrsluna að beiðni Norrænu ráðherranefndarinnar. Tillögurnar í skýrslu Enestams er að miklu leyti í samræmi við stefnu Norðurlandaráðs um samfélagsöryggi frá árinu 2019. Stefnan felur í sér ýmsar tillögur um viðbúnaðarmál og hún hefur verið grundvöllur þess þrýstings sem Norðurlandaráð hefur beitt ríkisstjórnir landanna undanfarin ár um að efla samstarf um almannavarnir. Á nýafstöðnu þemaþingi Norðurlandaráðs í Malmö samþykkti ráðið að hvetja norrænu ríkisstjórnirnar til að fylgja eftir tillögunum í skýrslunni. Í tilmælum Norðurlandaráðs sem samþykkt voru einróma á þingfundi er meðal annars lagt til að norrænu samstarfsráðherrunum verði falin ábyrgð á samstarfi á sviði almannavarna. Þá er lagt til að stofnuð verði norræn almannavarnasveit, að tilraunaverkefni verði hafið um sameiginlegt útboð á bóluefni og að möguleikinn á sameiginlegum viðbúnaðarbirgðum verði kannaður. Við umræðurnar kom Enestam með eina tillögu til viðbótar. Hann minnti á að um þessar mundir eru 60 ár liðin frá undirritun Helsingforssamningsins, sem kalla má stofnsáttmála norræns samstarfs, og að hans mati er tímabært að endurskoða samninginn. Fleiri hafa kallað eftir því á á síðustu misserum. Samvinna er besta leiðin til að takast á við hættuástand Skýrslur Enestams og Björns Bjarnasonar eiga enn meira erindi en áður í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu. Við höfum þegar fundið fyrir afleiðingum stríðsins á Íslandi þótt auðvitað séu þær með engu móti sambærilegar við þær hörmungar sem almenningur í Úkraínu hefur mátt þola. Besta leiðin til að bregðast við hættuástandi er að taka höndum saman með þeim löndum sem standa okkur næst. Norrænu löndin eiga sér langa hefð um samstarf á mörgum sviðum og nú þurfum við að sjá til þess að við getum líka unnið vel saman á hættutímum. Norðurlöndin deila sömu gildum og menningu og standa að mörgu leyti andspænis sömu áskorunum á sviði samfélagsöryggis og almannavarna. Það er mikilvægt að taka fram að öryggismál og almannavarnir eru almennt í mjög góðu horfi á Norðurlöndum. Fjöldi einstaklinga, sjálfboðasamtaka og opinberra stofnana vinna ómetanlegt starf á þessu sviði. Eftirfarandi er meðal þess sem yfirvöld öryggismála á Norðurlöndum telja að geti ógnað samfélagsörygginu: Náttúruhamfarir, þar með talin eldgos og jarðskjálftar, skógareldar, flóð, öfgaveður, heimsfaraldur, samgönguslys, kjarnorkuslys, hryðjuverk, tölvuárásir, mengun neysluvatns, olíuleki í haf og örðugleikar við öflun eldsneytis, raforku eða matvæla. Ógnir af þessu tagi geta komið niður á einu norrænu landi en einnig haft afleiðingar fyrir nærliggjandi lönd. Með sameiginlegum þekkingargrunni, reynslu og viðbúnaði standa Norðurlönd miklu betur að vígi en ef þau þurfa hvert um sig að takast á við þessar áskoranir. Það er því full ástæða fyrir löndin að vinna saman og hjálpa hvert öðru eftir þörfum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun