Hreppamjólk á flöskum hefur slegið í gegn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. mars 2022 10:04 Anna Kristín (t.v.) og Margrét Hrund í vinnslunni í Gunnbjarnarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kýrnar á bænum Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi hafa varla undan að framleiða mjólk í nýja mjólkurvinnslu á bænum þar sem gerilsneytt ófitusprengd mjólk er sett á flöskur og seld í sjálfsölum í gleri. Þegar mjólkin er búin úr glerflöskunni er hægt að endurnýta flöskurnar aftur og aftur og fá áfyllingar á þær. Í Gunnbjarnarholti er eitt stærst fjós landsins með um 200 kúm. Fjórir mjaltabásar eru í fjósinu þar sem kýrnar fara í til að láta mjólka sig fyrir nýju mjólkurvinnsluna á bænum. Þar inni er Anna Kristín Lárusdóttir, matvælafræðingur að setja ófitusprengda mjólk í glerflöskur þar sem hægt er að fá þrjár mismunandi bragðtegundir. Einnig er Hreppajógúrt framleitt í vinnslunni, sem fer í glerkrukkur. „Allir límmiðar eru handlímdir á flöskurnar og það er helt í þær úr könnu, þannig að það er mikið handverk við hverja flösku. Þetta er mjög spennandi og skemmtilegt verkefni,“ segir Anna Kristín. Nýja verkefnið í Gunnbjarnarholti er að fá mjög góðar viðtökur. „Já, hingað til höfum við bara fengið jákvæðar móttökur og við erum ótrúlega ánægð með hvað fólk tekur vel í þetta. Sumum finnst þetta líkjast við gamla tímann, að fá mjólk í glerflösku og svo átappar þú feitri mjólk. Fólk er bara virkilega ánægt með þetta og sérstaklega hvað þetta er umhverfisvænna heldur en fernumjólkin að því að við ætlumst til þess að fólk nýti flöskurnar aftur,“ segir Margrét Hrund Arnarsdóttir framkvæmdastjóri Hreppamjólkur. Jógúrtin frá Gunnbjarnarholti nýtur mikilla vinsælda en hún er í glerkrukkum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag er hægt að fá Hreppamjólkina í þremur sjálfsölum í verslunum Krónunnar, þ.e. í Lindum, úti á Granda og á Selfossi. Í sumar verður settur sjálfsali við Gunnbjarnarholt þar sem hægt verður að fá vörurnar úr heimavinnslunni. En það er ekki bara mjólkin sem fer í flöskurnar því í heimavinnsluna er líka verið að framleiða bakaða Hreppa jógúrt með engum viðbættum sykri, sem er líka í sjálfsölunum, sem hefur slegið í gegn. Hægt er að fá mjólkina í þremur mismunandi bragðtegundum í sjálfsölum í þremur verslunum Krónunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Nýsköpun Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Í Gunnbjarnarholti er eitt stærst fjós landsins með um 200 kúm. Fjórir mjaltabásar eru í fjósinu þar sem kýrnar fara í til að láta mjólka sig fyrir nýju mjólkurvinnsluna á bænum. Þar inni er Anna Kristín Lárusdóttir, matvælafræðingur að setja ófitusprengda mjólk í glerflöskur þar sem hægt er að fá þrjár mismunandi bragðtegundir. Einnig er Hreppajógúrt framleitt í vinnslunni, sem fer í glerkrukkur. „Allir límmiðar eru handlímdir á flöskurnar og það er helt í þær úr könnu, þannig að það er mikið handverk við hverja flösku. Þetta er mjög spennandi og skemmtilegt verkefni,“ segir Anna Kristín. Nýja verkefnið í Gunnbjarnarholti er að fá mjög góðar viðtökur. „Já, hingað til höfum við bara fengið jákvæðar móttökur og við erum ótrúlega ánægð með hvað fólk tekur vel í þetta. Sumum finnst þetta líkjast við gamla tímann, að fá mjólk í glerflösku og svo átappar þú feitri mjólk. Fólk er bara virkilega ánægt með þetta og sérstaklega hvað þetta er umhverfisvænna heldur en fernumjólkin að því að við ætlumst til þess að fólk nýti flöskurnar aftur,“ segir Margrét Hrund Arnarsdóttir framkvæmdastjóri Hreppamjólkur. Jógúrtin frá Gunnbjarnarholti nýtur mikilla vinsælda en hún er í glerkrukkum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag er hægt að fá Hreppamjólkina í þremur sjálfsölum í verslunum Krónunnar, þ.e. í Lindum, úti á Granda og á Selfossi. Í sumar verður settur sjálfsali við Gunnbjarnarholt þar sem hægt verður að fá vörurnar úr heimavinnslunni. En það er ekki bara mjólkin sem fer í flöskurnar því í heimavinnsluna er líka verið að framleiða bakaða Hreppa jógúrt með engum viðbættum sykri, sem er líka í sjálfsölunum, sem hefur slegið í gegn. Hægt er að fá mjólkina í þremur mismunandi bragðtegundum í sjálfsölum í þremur verslunum Krónunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Nýsköpun Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira