Leiðtogar NATO-ríkja ekki á sömu bylgjulengd Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. mars 2022 21:52 Leiðtogar ríkja NATO hittust í Brussel í síðustu viku. AP Photo/Thibault Camus Leiðtogar ríkja Atlantshafsbandalagsins eru ekki á sama máli um hvernig best sé að nálgast mögulegar viðræður við Vladimír Pútín Rússlandsforseta um vopnahlé á milli Rússa og Úkraínu. Frakkar og Þjóðverjar telja að hægt sé að semja við Pútín. Bretar og Pólverjar segja hins vegar að ekki sé hægt að treysta Pútín. Leiðtogar NATO-ríkjanna funduðu í Brussel í síðustu viku, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands. Í frétt Bloomberg af viðræðum sem þar áttu sér stað á milli leiðtoga kemur fram að tvær fylkingar séu að myndast innan bandalagsins um það hvernig best sé að takast á við Pútín til að draga úr átökum í Úkraínu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, telur til að mynda best að halda viðræðum áfram í von um að hægt sé að semja um vopnahlé. Hægt sé að fá Rússa til að hverfa úr Úkraínu með diplómatískum leiðum. Kollegar Macron í Berlín eru á sömu bylgjulengd ef marka má frétt Bloomberg. „Okkar helsta markmið er að ná að semja um vopnahlé svo að drápin geti hætt,“ sagði Steffen Heibestreit, talsmaður Olaf Scholz Þýskalandskanslara í dag. Leiðtogar Póllands, Bretlands og ríkja Austur-Evrópu, að Ungverjalandi undanskildu, virðast vera á öndverðum meiði samkvæmt frétt Bloomberg, þar sem meðal annars er vísað í skjöl af fundum leiðtoganna. Telja leiðtogar þessara ríkja að sú stefna sem Þjóðverjar og Frakkar vilja setja á oddinn sé ekki til gagns. Efast þeir um að Pútín taki þátt í viðræðunum af heilindum og að hægt verði að semja um ásættanleg frið. Er Andrzej Duda, forseti Póllands, meðal annars hafa spurt kollega sína að því hvort að þeir teldu svo vera að þeir skilmálar sem Pútin hefur boðað í vopnahlésviðræðum væru ásættanlegir. Vopnahlésviðræður á milli Rússlands og Úkraínu fara fram í Tyrklandi á morgun. NATO Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Leiðtogarnir sýndu samstöðu en tóku engin ný skref Leiðtogar NATO, Evrópusambandsins og G7 ríkjanna funduðu í Brussel í dag um stöðuna milli Úkraínu og Evrópu. Aðildaríki Atlantshafsbandalagsins samþykktu að auka viðbúnað og hernaðaraðstoð til Úkraínu en í heildina að sjá var lítið um breytingar. Prófessor í stjórnmálafræði segir líklegast að fundurinn verði notaður til að þrýsta á kínversk stjórnvöld. 24. mars 2022 23:14 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Leiðtogar NATO-ríkjanna funduðu í Brussel í síðustu viku, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands. Í frétt Bloomberg af viðræðum sem þar áttu sér stað á milli leiðtoga kemur fram að tvær fylkingar séu að myndast innan bandalagsins um það hvernig best sé að takast á við Pútín til að draga úr átökum í Úkraínu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, telur til að mynda best að halda viðræðum áfram í von um að hægt sé að semja um vopnahlé. Hægt sé að fá Rússa til að hverfa úr Úkraínu með diplómatískum leiðum. Kollegar Macron í Berlín eru á sömu bylgjulengd ef marka má frétt Bloomberg. „Okkar helsta markmið er að ná að semja um vopnahlé svo að drápin geti hætt,“ sagði Steffen Heibestreit, talsmaður Olaf Scholz Þýskalandskanslara í dag. Leiðtogar Póllands, Bretlands og ríkja Austur-Evrópu, að Ungverjalandi undanskildu, virðast vera á öndverðum meiði samkvæmt frétt Bloomberg, þar sem meðal annars er vísað í skjöl af fundum leiðtoganna. Telja leiðtogar þessara ríkja að sú stefna sem Þjóðverjar og Frakkar vilja setja á oddinn sé ekki til gagns. Efast þeir um að Pútín taki þátt í viðræðunum af heilindum og að hægt verði að semja um ásættanleg frið. Er Andrzej Duda, forseti Póllands, meðal annars hafa spurt kollega sína að því hvort að þeir teldu svo vera að þeir skilmálar sem Pútin hefur boðað í vopnahlésviðræðum væru ásættanlegir. Vopnahlésviðræður á milli Rússlands og Úkraínu fara fram í Tyrklandi á morgun.
NATO Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Leiðtogarnir sýndu samstöðu en tóku engin ný skref Leiðtogar NATO, Evrópusambandsins og G7 ríkjanna funduðu í Brussel í dag um stöðuna milli Úkraínu og Evrópu. Aðildaríki Atlantshafsbandalagsins samþykktu að auka viðbúnað og hernaðaraðstoð til Úkraínu en í heildina að sjá var lítið um breytingar. Prófessor í stjórnmálafræði segir líklegast að fundurinn verði notaður til að þrýsta á kínversk stjórnvöld. 24. mars 2022 23:14 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Leiðtogarnir sýndu samstöðu en tóku engin ný skref Leiðtogar NATO, Evrópusambandsins og G7 ríkjanna funduðu í Brussel í dag um stöðuna milli Úkraínu og Evrópu. Aðildaríki Atlantshafsbandalagsins samþykktu að auka viðbúnað og hernaðaraðstoð til Úkraínu en í heildina að sjá var lítið um breytingar. Prófessor í stjórnmálafræði segir líklegast að fundurinn verði notaður til að þrýsta á kínversk stjórnvöld. 24. mars 2022 23:14