Formaður KKÍ verulega ósáttur við ríkisstjórnina: „Ekki lengur nóg að segja einhver falleg orð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. mars 2022 11:49 Hannes S. Jónsson varð fyrir miklum vonbrigðum með það sem kom fram í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, er virkilega ósáttur við að ekki sé gert ráð fyrir byggingu nýs þjóðarleikvangs í fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. Hann kveðst þreyttur á vanefndum loforðum ríkisstjórnarinnar þegar kemur að málefnum nýs þjóðarleikvangs. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti nýja fjármálaáætlun í fjármálaráðuneytinu í morgun. Í henni er ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi. Í fjármálaáætluninni segir að ýmis stærri fjárfestingarverkefni hafi verið í skoðun á undanfarin misseri, meðal annars bygging nýs þjóðarleikvangs í íþróttum. Samkvæmt fjármálaáætluninni eru þessi áform á byrjunarstigi og endanlagt umfang framkvæmda liggur ekki fyrir. Og sökum þeirrar óvissu þykir ekki tímabært að gera ráð fyrir byggingu nýs þjóðarleikvangs í fjáráætluninni. Það er engum ofsögum sagt að Hannes hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með það sem fram kemur í fjármálaáætluninni. „Þetta eru veruleg vonbrigði og úr takti við það sem við bjuggumst við að yrði,“ sagði Hannes í samtali við Vísi í dag. „Það er búið að vinna að þessum þjóðarleikvöngum í dálítinn langan tíma og núna átti eitthvað að gera. Ég verð að segja það alveg eins og er að það eru mikil vonbrigði að sjá ekki neinn pening í þjóðarleikvang á þessum fjórum árum, þótt það sé einhver smá texti þar sem ýjað er að því að það sé verið að skoða þetta. En þetta er ekki það sem við höfum verið að ræða og engan veginn í takti við það sem ráðamenn hafa sagt við okkur undanfarna mánuði.“ Hannes er ekki bara ósáttur við ríkisstjórnina þegar kemur að málefnum nýs þjóðarleikvangs. Vegna þess að Laugardalshöllin er ónothæf þurftu körfuboltalandsliðin að spila leiki annars staðar með tilheyrandi kostnaði og KKÍ hefur ekki fengið þann stuðning frá ríkinu sem sambandið óskaði eftir. Stjórnmálamenn segja meira en þeir meina „Íþróttahreyfingin hefur í marga mánuði beðið eftir auka stuðningi vegna kórónuveirufaraldursins. Það hefur ekkert komið. Við hjá KKÍ óskuðum eftir stuðningi því við þurftum að taka aukakrók á okkur vegna þess að við gátum ekki spilað heimaleik við Rússa í nóvember. Við urðum fyrir miklum aukakostnaði og höfum ítrekað óskað eftir stuðningi vegna þess. Við þurftum líka að spila leik á Ásvöllum sem kostaði fullt af pening. Við höfum ekki fengið nein viðbrögð,“ sagði Hannes. „Ég er farinn að hafa áhyggjur af því að stjórnmálamenn segi miklu meira en þeir meina þegar kemur að þjóðarleikvangi og íþróttahreyfingunni almennt og það er mikið áhyggjuefni.“ Ekki í anda þess sem ráðherrarnir hafa sagt við okkur Hannes segir að Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, sé nokkuð drífandi þegar kemur að málefnum nýs þjóðarleikvangs en það nái ekki lengra. „Hann reynir það sem hann getur gert en nær kannski ekki til fjármálaráðherra og það eru mikil vonbrigði. Þetta er í ekki anda þess sem ráðherrarnir hafa sagt við okkur. Við höfum treyst því sem okkur hefur verið sagt,“ sagði Hannes. „Við höfum reglulega þurft að gefa FIBA [Alþjóða körfuknattleikssambandinu] skýrslu um stöðuna á þessu undanfarna mánuði. Þá var nánast búið að gefa út að það yrði farið af stað í einhverja alvöru vinnu í síðasta lagi í lok þessa árs. Það kostar pening að teikna og fara í undirbúningsvinnu og ef sá peningur verður ekki klár fyrr en í fyrsta lagi eftir 2027 fer engin vinna í gang á næstunni.“ Alltaf slegin niður með neikvæðum fréttum Hannes er orðinn þreyttur á að spóla sífellt í sömu hjólförunum og sjá mál nýs þjóðarleikvangs ekki komast af viðræðustigi. „Við í íþróttahreyfingunni höfum lagt á okkur mikla vinnu undanfarin ár, og sérstaklega mánuði, í að reyna að finna lausn á þessum málum. Það er alltaf sagt að það sé áhugi en alltaf erum við slegin niður með neikvæðum fréttum. Það er ekki lengur nóg að segja einhver falleg orð, það verða að fylgja fjármunir með þeim. Þetta er ár eftir ár, mánuð eftir mánuð og við erum orðin virkilega þreytt á þessu,“ sagði Hannes að lokum. Körfubolti Ný þjóðarhöll Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti nýja fjármálaáætlun í fjármálaráðuneytinu í morgun. Í henni er ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi. Í fjármálaáætluninni segir að ýmis stærri fjárfestingarverkefni hafi verið í skoðun á undanfarin misseri, meðal annars bygging nýs þjóðarleikvangs í íþróttum. Samkvæmt fjármálaáætluninni eru þessi áform á byrjunarstigi og endanlagt umfang framkvæmda liggur ekki fyrir. Og sökum þeirrar óvissu þykir ekki tímabært að gera ráð fyrir byggingu nýs þjóðarleikvangs í fjáráætluninni. Það er engum ofsögum sagt að Hannes hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með það sem fram kemur í fjármálaáætluninni. „Þetta eru veruleg vonbrigði og úr takti við það sem við bjuggumst við að yrði,“ sagði Hannes í samtali við Vísi í dag. „Það er búið að vinna að þessum þjóðarleikvöngum í dálítinn langan tíma og núna átti eitthvað að gera. Ég verð að segja það alveg eins og er að það eru mikil vonbrigði að sjá ekki neinn pening í þjóðarleikvang á þessum fjórum árum, þótt það sé einhver smá texti þar sem ýjað er að því að það sé verið að skoða þetta. En þetta er ekki það sem við höfum verið að ræða og engan veginn í takti við það sem ráðamenn hafa sagt við okkur undanfarna mánuði.“ Hannes er ekki bara ósáttur við ríkisstjórnina þegar kemur að málefnum nýs þjóðarleikvangs. Vegna þess að Laugardalshöllin er ónothæf þurftu körfuboltalandsliðin að spila leiki annars staðar með tilheyrandi kostnaði og KKÍ hefur ekki fengið þann stuðning frá ríkinu sem sambandið óskaði eftir. Stjórnmálamenn segja meira en þeir meina „Íþróttahreyfingin hefur í marga mánuði beðið eftir auka stuðningi vegna kórónuveirufaraldursins. Það hefur ekkert komið. Við hjá KKÍ óskuðum eftir stuðningi því við þurftum að taka aukakrók á okkur vegna þess að við gátum ekki spilað heimaleik við Rússa í nóvember. Við urðum fyrir miklum aukakostnaði og höfum ítrekað óskað eftir stuðningi vegna þess. Við þurftum líka að spila leik á Ásvöllum sem kostaði fullt af pening. Við höfum ekki fengið nein viðbrögð,“ sagði Hannes. „Ég er farinn að hafa áhyggjur af því að stjórnmálamenn segi miklu meira en þeir meina þegar kemur að þjóðarleikvangi og íþróttahreyfingunni almennt og það er mikið áhyggjuefni.“ Ekki í anda þess sem ráðherrarnir hafa sagt við okkur Hannes segir að Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, sé nokkuð drífandi þegar kemur að málefnum nýs þjóðarleikvangs en það nái ekki lengra. „Hann reynir það sem hann getur gert en nær kannski ekki til fjármálaráðherra og það eru mikil vonbrigði. Þetta er í ekki anda þess sem ráðherrarnir hafa sagt við okkur. Við höfum treyst því sem okkur hefur verið sagt,“ sagði Hannes. „Við höfum reglulega þurft að gefa FIBA [Alþjóða körfuknattleikssambandinu] skýrslu um stöðuna á þessu undanfarna mánuði. Þá var nánast búið að gefa út að það yrði farið af stað í einhverja alvöru vinnu í síðasta lagi í lok þessa árs. Það kostar pening að teikna og fara í undirbúningsvinnu og ef sá peningur verður ekki klár fyrr en í fyrsta lagi eftir 2027 fer engin vinna í gang á næstunni.“ Alltaf slegin niður með neikvæðum fréttum Hannes er orðinn þreyttur á að spóla sífellt í sömu hjólförunum og sjá mál nýs þjóðarleikvangs ekki komast af viðræðustigi. „Við í íþróttahreyfingunni höfum lagt á okkur mikla vinnu undanfarin ár, og sérstaklega mánuði, í að reyna að finna lausn á þessum málum. Það er alltaf sagt að það sé áhugi en alltaf erum við slegin niður með neikvæðum fréttum. Það er ekki lengur nóg að segja einhver falleg orð, það verða að fylgja fjármunir með þeim. Þetta er ár eftir ár, mánuð eftir mánuð og við erum orðin virkilega þreytt á þessu,“ sagði Hannes að lokum.
Körfubolti Ný þjóðarhöll Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum