Þrátt fyrir að hafa yfirhöndina í fyrsta leikhluta fóru Jón Axel og félagar tveimur stigum undir inn í hálfleikinn í stöðunni 44-42.
Nokkur jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik, en heimamenn í Bamberg voru skrefinu framar og unnu að lokum tíu stiga sigur, 91-81.
Jón Axel skoraði átta stig fyrir Crailsheim Merlins í kvöld. Ásamt því tók hann þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Liðið situr í níunda sæti deildarinnar með 24 stig eftir 23 leiki.