Opið bréf til ríkistjórnar Katrínu Jakobsdóttur Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar 1. apríl 2022 11:00 Undanfarnar vikur hafa samtök leigjenda á Íslandi reynt að fá áheyrn hjá ráðherrum ríkisstjórnar Íslands, þeirra sem fara fyrir málefnum sem varða afkomu, búsetu og réttindi leigjenda. Engin svör hafa borist frá ráðherra Innviða- og húsnæðismála, og hefur ráðherra félags- og velferðarmála vísað erindi leigjenda til hans, einmitt þess ráðherra sem lætur ekkert heyra frá sér. Á sama tíma hefur forsætisráðherra sett á fót átakshóp í húsnæðismálum, og hafa leigjendur þurft að ganga með grasið í skónum á eftir fulltrúum þess til að tryggja að sjónarmið leigjenda fái að heyrast á vinnufundi um málefni leigjenda. Eru önnur sjónarmið á vettvangi Leigumarkaðarins mikilvægari en sjónarmið leigjenda? Á íslenskum leigumarkaði eru um 30.000 heimili, eða tæplega 20% af öllum heimilum á Íslandi, skv, könnun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Tvö - þrefalt fleiri ungmenni undir þrítugu búa í foreldrahúsum á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum, eða 40%, á meðan einungis 13% af sama aldurshópi býr þannig í Danmörku. Vísitala leiguverðs hefur hækkað um 114% frá 2011, á meðan að hækkun á húsaleigu á meginlandi Evrópu var einungis 15.3% á sama tímabili, það er gerir sjöfalda hækkun á Íslandi umfram leiguverðið á meginlandinu. Skv. nýjustu lífskjararannsókn Hagstofunnar borga rúmlega 40% leigjenda meira en helming ráðstöfunartekna sinna í húsnæðiskostnað. Skv viðmiðum OECD ætti húsnæðiskostnaður aldrei að fara yfir 40%, því annað eykur hættuna á bæði félagslegum áföllum og persónulegum harmleik. Á Íslandi er húsnæðiskostnaður leigjenda að jafnaði 45% af ráðstöfunartekjum og 13% leigjenda borga yfir 70% af framfærslufé sínu í leigu. Íslenskur húsnæðismarkaður hefur tekið miklum eðlisbreytingum á síðustu 15 árum. Frá 2005 hefur 63% af öllum fasteignum sem bæst hafa við íslenska húsnæðismarkað endað í höndum lögaðila eða eignafólks sem á fleiri en eina eign skv. Gögnum frá Hagstofunni. Líkurnar á því að einstaklingar eignist húsnæði hafa minnkað um 71% á sama tíma. Það er eftir miklu að slægjast á leigumarkaðnum miðað við ásókn eignafólks og lögaðila í kaupa íbúðir er farin að valda því að venjulegt fjölskyldufólk í leit að húsnæði verður æ oftar yfirboðið. Samtök leigjenda vilja því ávarpa hæstvirtu ráðherra, forsætis, innviða og félagsmálaráðherra og spyrja eftirtalinna spurninga. Gefur þessi staða á leigumarkaði ráðherrum ekki tilefni til að ræða við hagsmunasamtök leigjenda, þeirra sem verst verða fyrir núverandi ástandi.? Telst það ekki til félagslegra úrlausna þegar leigumarkaðurinn er orðinn að leikvelli fjármagns í leit að skjótfengnum ofsagróða og að þar sé skapaður auður með framlagi fátækasta þjóðfélagshópsins? Varðar það ekki málefni barna þegar fjölskyldur þurfa ítrekað flytjast búferlaflutningum á milli hverfa, milli sveitarfélaga og jafnvel landshluta. Að þau séu rifin upp með rótum, flakki á milli skóla og nái hvorki að skapa sér stöðugt tengslanet né eða festa rætur, lifi í ótta og angist? Er það ekki til marks um félagslegt óréttlæti þegar leigjendur borga undantekningarlaust hæsta húsnæðiskostnaðinn. Skv nýjustu lífskjararannsókn Hagstofunnar búa helmingi fleiri leigjendur en kaupendur við íþyngjandi húsnæðiskostnað og sexfalt fleiri leigjendur búa við óöryggi á húsnæðismarkaði Er það ekki merki um að mikið hefur aflaga farið við stjórn húsnæðismála á Íslandi þegar leiguverð er farið að skapa fátækt og hefur vaxið margfalt á við bæði Evrópu og Bandaríkin? Skv. útreikningum Samtaka Leigjenda á Íslandi borga íslenskir leigjendur að jafnaði 80-100.000 kr í ofgreidda leigu á mánuði, ef miðað er við hlutfall af kaupverði íbúðar. Það er sérstaklega umhugsunarvert að hér á landi eru engar hömlur á leigumarkaðnum þótt skýrt sé tekið fram í lögum um útleigu íbúðarhúsnæðis að leigufjárhæðin skuli vera sanngjörn fyrir báða aðila. Enginn hemill á leigufjárhæð og núverandi neyð á leigumarkaði veldur því að fermetraverð á leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu er komið í mörgum tilfellum yfir 4000 kr. Til samanburðar þá er meðalfermetraverð í Stokkhólmi er t.a.m. einungis 1640 kr, (skv, hurvibor.se gagnabankanum) og þykir hátt þar í landi. Í Evrópu eru til staðar bremsur á leiguverði, annaðhvort með lögum sem takmarka hækkun á leiguverði, leigureiknum með viðmiðunarverðum eða öflugt óhagnaðardrifið leigukerfi sem hefur verðmyndandi áhrif, hér höfum við ekkert af þessu og verðlagning í höndum fyrirtækja og eignafólks sem elta hvort annað í sífelldum hækkunum á húsaleigu ! Vakin skal réttmæt athygli á því að hvergi í Evrópu er félagslega rekin húsnæðismarkaður eins lítið hlutfall af húsnæðismarkaði eins og á Íslandi. Talið er að hann sé um 3% af heildar-íbúðafjölda (eftir að Varasjóður húsnæðismála var lagður niður 2017 hefur ekki verið fylgst með fjölda félagslegs húsnæðis á Íslandi) á meðan að algengt hlutfall á meginlandinu er 10-30% af heildar-íbúðafjölda. Það er því nánast ekkert öryggisnet hér fyrir íslenskar fjölskyldur sem eru að sligast undan sí-auknum hækkunum á húsaleigu og gífurlegu óöryggi. Ríkið hefur ekki einungis sett á fót ótal nefndir, starfshópa, samráðsvettvanga heldur líka komið að samningum við stéttafélögin um aðgerðir í húsnæðis- og leigjendamálum. Liggur beinast við að rifja upp tillögur frá síðasta átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum sem skilaði af sér tillögum snemma árs 2019 og loforð ríkisins í tengslum við lífskjarasamningana sem voru undirritaðir sama ár. Ein af tillögum átakshópsins var að endurskoða Húsaleigulögin með tilliti til leigjendaverndar, sérstaklega með tilliti til leiguverðs og að styðja við samtök leigjenda. Á sama hátt var forsenda vaxtalækkana skv. Lífskjarasamningum að þær áttu að leiða til lækkunar á húsaleigu. Hvorugt hefur raungerst, þvert á móti hefur leiguverð hækkað gífurlega og fyrirsjáanlegt er að núverandi neyðarástand á leigumarkaði muni aukast til muna með enn frekari hækkun á húsaleigu. Nú hefur enn einn átakshópurinn verið settur á laggirnar, skipaður eignarfólki, jafnvel fólki sem kom beint að útsölu eigna til leigufélaganna sem síðan hafa haldið leigumarkaðnum í heljargreipum. Leigjendum er ekki boðin aðkoma að þessum hópi, 20% heimila, fátækasta hópnum og því fólki sem ástandið bitnar verst á er haldið utan við alla ákvarðanatöku og ekki einu sinni leyft að koma sínum sjónarmiðum á framfæri svo vel sé. Hagsmunabarátta leigjenda er í eðli sínu félagsleg barátta, þar eigum við samleið með þér Katrín, og ykkur öllum sem við ávörpum í þessu bréfi. Leigjendur eru tekjulægsti hópur samfélagsins, sem býr við mesta húsnæðiskostnaðinn og við mesta óöryggið. Hvernig er hægt að vera svo snautlegur við þau 30.000 heimili í landinu að maður hvorki ávarpar þau né svarar þeim í þeirra verstu neyð? Samtök leigjenda gera þá skýlausu kröfu um að fulltrúar samtakanna fái áheyrn hjá fulltrúa eða fulltrúum ríkisstjórnarinnar, að sett verði lög hið fyrsta til að skikka leigumarkaðinn og að leigjendur fái tilhlíðilega aðkomu að vinnu við tillögugerð átakshóps í húsnæðismálum. Eins og maðurinn sagði, nú er mál að linni, og þó fyrr hefði verið. Fyrir hönd stjórnar Samtaka leigjenda á Íslandi, Guðmundur Hrafn Arngrímsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Guðmundur Hrafn Arngrímsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa samtök leigjenda á Íslandi reynt að fá áheyrn hjá ráðherrum ríkisstjórnar Íslands, þeirra sem fara fyrir málefnum sem varða afkomu, búsetu og réttindi leigjenda. Engin svör hafa borist frá ráðherra Innviða- og húsnæðismála, og hefur ráðherra félags- og velferðarmála vísað erindi leigjenda til hans, einmitt þess ráðherra sem lætur ekkert heyra frá sér. Á sama tíma hefur forsætisráðherra sett á fót átakshóp í húsnæðismálum, og hafa leigjendur þurft að ganga með grasið í skónum á eftir fulltrúum þess til að tryggja að sjónarmið leigjenda fái að heyrast á vinnufundi um málefni leigjenda. Eru önnur sjónarmið á vettvangi Leigumarkaðarins mikilvægari en sjónarmið leigjenda? Á íslenskum leigumarkaði eru um 30.000 heimili, eða tæplega 20% af öllum heimilum á Íslandi, skv, könnun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Tvö - þrefalt fleiri ungmenni undir þrítugu búa í foreldrahúsum á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum, eða 40%, á meðan einungis 13% af sama aldurshópi býr þannig í Danmörku. Vísitala leiguverðs hefur hækkað um 114% frá 2011, á meðan að hækkun á húsaleigu á meginlandi Evrópu var einungis 15.3% á sama tímabili, það er gerir sjöfalda hækkun á Íslandi umfram leiguverðið á meginlandinu. Skv. nýjustu lífskjararannsókn Hagstofunnar borga rúmlega 40% leigjenda meira en helming ráðstöfunartekna sinna í húsnæðiskostnað. Skv viðmiðum OECD ætti húsnæðiskostnaður aldrei að fara yfir 40%, því annað eykur hættuna á bæði félagslegum áföllum og persónulegum harmleik. Á Íslandi er húsnæðiskostnaður leigjenda að jafnaði 45% af ráðstöfunartekjum og 13% leigjenda borga yfir 70% af framfærslufé sínu í leigu. Íslenskur húsnæðismarkaður hefur tekið miklum eðlisbreytingum á síðustu 15 árum. Frá 2005 hefur 63% af öllum fasteignum sem bæst hafa við íslenska húsnæðismarkað endað í höndum lögaðila eða eignafólks sem á fleiri en eina eign skv. Gögnum frá Hagstofunni. Líkurnar á því að einstaklingar eignist húsnæði hafa minnkað um 71% á sama tíma. Það er eftir miklu að slægjast á leigumarkaðnum miðað við ásókn eignafólks og lögaðila í kaupa íbúðir er farin að valda því að venjulegt fjölskyldufólk í leit að húsnæði verður æ oftar yfirboðið. Samtök leigjenda vilja því ávarpa hæstvirtu ráðherra, forsætis, innviða og félagsmálaráðherra og spyrja eftirtalinna spurninga. Gefur þessi staða á leigumarkaði ráðherrum ekki tilefni til að ræða við hagsmunasamtök leigjenda, þeirra sem verst verða fyrir núverandi ástandi.? Telst það ekki til félagslegra úrlausna þegar leigumarkaðurinn er orðinn að leikvelli fjármagns í leit að skjótfengnum ofsagróða og að þar sé skapaður auður með framlagi fátækasta þjóðfélagshópsins? Varðar það ekki málefni barna þegar fjölskyldur þurfa ítrekað flytjast búferlaflutningum á milli hverfa, milli sveitarfélaga og jafnvel landshluta. Að þau séu rifin upp með rótum, flakki á milli skóla og nái hvorki að skapa sér stöðugt tengslanet né eða festa rætur, lifi í ótta og angist? Er það ekki til marks um félagslegt óréttlæti þegar leigjendur borga undantekningarlaust hæsta húsnæðiskostnaðinn. Skv nýjustu lífskjararannsókn Hagstofunnar búa helmingi fleiri leigjendur en kaupendur við íþyngjandi húsnæðiskostnað og sexfalt fleiri leigjendur búa við óöryggi á húsnæðismarkaði Er það ekki merki um að mikið hefur aflaga farið við stjórn húsnæðismála á Íslandi þegar leiguverð er farið að skapa fátækt og hefur vaxið margfalt á við bæði Evrópu og Bandaríkin? Skv. útreikningum Samtaka Leigjenda á Íslandi borga íslenskir leigjendur að jafnaði 80-100.000 kr í ofgreidda leigu á mánuði, ef miðað er við hlutfall af kaupverði íbúðar. Það er sérstaklega umhugsunarvert að hér á landi eru engar hömlur á leigumarkaðnum þótt skýrt sé tekið fram í lögum um útleigu íbúðarhúsnæðis að leigufjárhæðin skuli vera sanngjörn fyrir báða aðila. Enginn hemill á leigufjárhæð og núverandi neyð á leigumarkaði veldur því að fermetraverð á leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu er komið í mörgum tilfellum yfir 4000 kr. Til samanburðar þá er meðalfermetraverð í Stokkhólmi er t.a.m. einungis 1640 kr, (skv, hurvibor.se gagnabankanum) og þykir hátt þar í landi. Í Evrópu eru til staðar bremsur á leiguverði, annaðhvort með lögum sem takmarka hækkun á leiguverði, leigureiknum með viðmiðunarverðum eða öflugt óhagnaðardrifið leigukerfi sem hefur verðmyndandi áhrif, hér höfum við ekkert af þessu og verðlagning í höndum fyrirtækja og eignafólks sem elta hvort annað í sífelldum hækkunum á húsaleigu ! Vakin skal réttmæt athygli á því að hvergi í Evrópu er félagslega rekin húsnæðismarkaður eins lítið hlutfall af húsnæðismarkaði eins og á Íslandi. Talið er að hann sé um 3% af heildar-íbúðafjölda (eftir að Varasjóður húsnæðismála var lagður niður 2017 hefur ekki verið fylgst með fjölda félagslegs húsnæðis á Íslandi) á meðan að algengt hlutfall á meginlandinu er 10-30% af heildar-íbúðafjölda. Það er því nánast ekkert öryggisnet hér fyrir íslenskar fjölskyldur sem eru að sligast undan sí-auknum hækkunum á húsaleigu og gífurlegu óöryggi. Ríkið hefur ekki einungis sett á fót ótal nefndir, starfshópa, samráðsvettvanga heldur líka komið að samningum við stéttafélögin um aðgerðir í húsnæðis- og leigjendamálum. Liggur beinast við að rifja upp tillögur frá síðasta átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum sem skilaði af sér tillögum snemma árs 2019 og loforð ríkisins í tengslum við lífskjarasamningana sem voru undirritaðir sama ár. Ein af tillögum átakshópsins var að endurskoða Húsaleigulögin með tilliti til leigjendaverndar, sérstaklega með tilliti til leiguverðs og að styðja við samtök leigjenda. Á sama hátt var forsenda vaxtalækkana skv. Lífskjarasamningum að þær áttu að leiða til lækkunar á húsaleigu. Hvorugt hefur raungerst, þvert á móti hefur leiguverð hækkað gífurlega og fyrirsjáanlegt er að núverandi neyðarástand á leigumarkaði muni aukast til muna með enn frekari hækkun á húsaleigu. Nú hefur enn einn átakshópurinn verið settur á laggirnar, skipaður eignarfólki, jafnvel fólki sem kom beint að útsölu eigna til leigufélaganna sem síðan hafa haldið leigumarkaðnum í heljargreipum. Leigjendum er ekki boðin aðkoma að þessum hópi, 20% heimila, fátækasta hópnum og því fólki sem ástandið bitnar verst á er haldið utan við alla ákvarðanatöku og ekki einu sinni leyft að koma sínum sjónarmiðum á framfæri svo vel sé. Hagsmunabarátta leigjenda er í eðli sínu félagsleg barátta, þar eigum við samleið með þér Katrín, og ykkur öllum sem við ávörpum í þessu bréfi. Leigjendur eru tekjulægsti hópur samfélagsins, sem býr við mesta húsnæðiskostnaðinn og við mesta óöryggið. Hvernig er hægt að vera svo snautlegur við þau 30.000 heimili í landinu að maður hvorki ávarpar þau né svarar þeim í þeirra verstu neyð? Samtök leigjenda gera þá skýlausu kröfu um að fulltrúar samtakanna fái áheyrn hjá fulltrúa eða fulltrúum ríkisstjórnarinnar, að sett verði lög hið fyrsta til að skikka leigumarkaðinn og að leigjendur fái tilhlíðilega aðkomu að vinnu við tillögugerð átakshóps í húsnæðismálum. Eins og maðurinn sagði, nú er mál að linni, og þó fyrr hefði verið. Fyrir hönd stjórnar Samtaka leigjenda á Íslandi, Guðmundur Hrafn Arngrímsson.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun