Eiga von á sjöunda barninu: „Blessun á þessum óvissutímum“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 1. apríl 2022 11:31 Hilaria og Alec Baldwin hafa verið gift frá árinu 2012 og eiga saman sex börn. Getty/Mike Coppola Leikarinn Alec Baldwin og eiginkona hans Hilaria Baldwin eiga von á sínu sjöunda barni saman. Þau deildu tíðindunum með fallegu myndbandi á Instagram þar sem mátti sjá foreldrana tilkynna systkinahópnum um nýju viðbótina sem væntanleg er í haust. „Við töldum okkur viss um það að fjölskylda okkar væri fullkomnuð og því er þetta mjög svo óvænt ánægja,“ segir Hilaria í tilkynningunni. Fjölskyldan hefur gengið í gegnum erfiða tíma undanfarna mánuði eftir að Alec Baldwin varð leikstjóranum Halynu Hutchins að bana þegar hann hleypti fyrir slysni af skotvopni við tökur á kvikmyndinni Rust. Fjölskylda Hutchins lagði í febrúar fram kæru á hendur Baldwin fyrir morð af gáleysi. View this post on Instagram A post shared by Hilaria Thomas Baldwin (@hilariabaldwin) „Þetta nýja barn er afar ljós punktur í lífi okkar - blessun og gjöf á þessum óvissutímum,“ segir í tilkynningunni. Alec og Hilaria giftu sig árið 2012 og eiga þau saman sex börn á aldrinum eins árs til átta ára. Þá hafa hjónin einnig talað opinskátt um fósturmissi en þau misstu fóstur í tvígang árið 2019. Barnið mun vera áttunda barn Alec, því hann á 26 ára gamla dóttur með fyrrverandi eiginkonu sinni, leikkonunni Kim Bassinger. Hér má sjá hjónin með barnahópinn.Getty/Jamie McCarthy Ástin og lífið Tímamót Hollywood Tengdar fréttir Fjölskylda Hutchins segir Baldwin hafa banað henni af gáleysi Alec Baldwin skaut og drap kvikmyndatökukonuna Halynu Hutchins af gáleysi á tökustað kvikmyndarinnar Rust í fyrra. Þetta segir í kæru sem fjölskylda Hutchins hefur lagt fram gegn Baldwin. 16. febrúar 2022 08:39 Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
„Við töldum okkur viss um það að fjölskylda okkar væri fullkomnuð og því er þetta mjög svo óvænt ánægja,“ segir Hilaria í tilkynningunni. Fjölskyldan hefur gengið í gegnum erfiða tíma undanfarna mánuði eftir að Alec Baldwin varð leikstjóranum Halynu Hutchins að bana þegar hann hleypti fyrir slysni af skotvopni við tökur á kvikmyndinni Rust. Fjölskylda Hutchins lagði í febrúar fram kæru á hendur Baldwin fyrir morð af gáleysi. View this post on Instagram A post shared by Hilaria Thomas Baldwin (@hilariabaldwin) „Þetta nýja barn er afar ljós punktur í lífi okkar - blessun og gjöf á þessum óvissutímum,“ segir í tilkynningunni. Alec og Hilaria giftu sig árið 2012 og eiga þau saman sex börn á aldrinum eins árs til átta ára. Þá hafa hjónin einnig talað opinskátt um fósturmissi en þau misstu fóstur í tvígang árið 2019. Barnið mun vera áttunda barn Alec, því hann á 26 ára gamla dóttur með fyrrverandi eiginkonu sinni, leikkonunni Kim Bassinger. Hér má sjá hjónin með barnahópinn.Getty/Jamie McCarthy
Ástin og lífið Tímamót Hollywood Tengdar fréttir Fjölskylda Hutchins segir Baldwin hafa banað henni af gáleysi Alec Baldwin skaut og drap kvikmyndatökukonuna Halynu Hutchins af gáleysi á tökustað kvikmyndarinnar Rust í fyrra. Þetta segir í kæru sem fjölskylda Hutchins hefur lagt fram gegn Baldwin. 16. febrúar 2022 08:39 Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Fjölskylda Hutchins segir Baldwin hafa banað henni af gáleysi Alec Baldwin skaut og drap kvikmyndatökukonuna Halynu Hutchins af gáleysi á tökustað kvikmyndarinnar Rust í fyrra. Þetta segir í kæru sem fjölskylda Hutchins hefur lagt fram gegn Baldwin. 16. febrúar 2022 08:39
Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27