„Við töldum okkur viss um það að fjölskylda okkar væri fullkomnuð og því er þetta mjög svo óvænt ánægja,“ segir Hilaria í tilkynningunni.
Fjölskyldan hefur gengið í gegnum erfiða tíma undanfarna mánuði eftir að Alec Baldwin varð leikstjóranum Halynu Hutchins að bana þegar hann hleypti fyrir slysni af skotvopni við tökur á kvikmyndinni Rust. Fjölskylda Hutchins lagði í febrúar fram kæru á hendur Baldwin fyrir morð af gáleysi.
„Þetta nýja barn er afar ljós punktur í lífi okkar - blessun og gjöf á þessum óvissutímum,“ segir í tilkynningunni.
Alec og Hilaria giftu sig árið 2012 og eiga þau saman sex börn á aldrinum eins árs til átta ára. Þá hafa hjónin einnig talað opinskátt um fósturmissi en þau misstu fóstur í tvígang árið 2019.
Barnið mun vera áttunda barn Alec, því hann á 26 ára gamla dóttur með fyrrverandi eiginkonu sinni, leikkonunni Kim Bassinger.
