Ég biðst afsökunar…en áfram gakk og gleymum þessu nú, eins og öllu öðru! Bjarki Eiríksson skrifar 5. apríl 2022 10:01 Þær fregnir bárust nú í byrjun viku að innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hafi orðið uppvís að niðrandi ummælum um uppruna Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Fyrstu viðbrögð aðstoðarmanns Sigurðar Inga var að segja að um algjört bull væri að ræða, hún hafi staðið við hlið hans og hann hafi ekki látið ummælin falla. Það var ekki fyrr en Vigdís sjálf tjáði sig um ummæli hæstvirts ráðherra sem hann viðurkenndi að hafa gert mistök og sagt hin meiðandi orð. Þá var fokið í flest skjól og ráðherra bað Vigdísi afsökunar á orðum sínum. Í yfirlýsingu sinni segir hann meðal annars: „Í lífinu er maður alltaf að læra á sjálfan sig. Sárt er þó að sá lærdómur bitni á tilfinningum annarra.“ Nú vill svo til að ég þekki Sigurð Inga ágætlega, enda erum við báðir úr Hrunamannahrepp. Ég skráði mig m.a.s. í Framsóknarflokkinn á sínum tíma, honum til stuðnings, í prófkjöri flokksins til Alþingiskosninga, þó svo að í dag beri heldur meira á milli þeirrar pólitíkur sem hann stundar og minnar eigin. Ég veit að Ingi er hvorki rasisti né vondur maður. Mér finnst ómaklega að honum vegið í athugasemdakerfum netmiðla landsins þrátt fyrir að hann hafi gerst sekur um ægilegt dómgreindarleysi með þessum glötuðu ummælum sínum. Hins vegar er eðlilegt að almenningur spyrji sig hversu mikinn dómgreindarskort, hve mörg mistök eða yfirsjónir, dómsmál eða hvað annað sem orkar tvímælis hjá ráðamönnum þjóðarinnar eigum við landsmenn að þurfa að fyrirgefa án þess að þeir axli ábyrgð og segi af sér? Hvenær komast íslensk stjórnmál á þann stað að prinsipp, heiðarleiki og trúverðugleiki verði mikilvægari en persónur og leikendur á Alþingi? Hvenær ætlum við kjósendur að hætta að sætta okkur við þaulsetu stjórnmálamanna sem gerast sekir um dómgreindarskort, mistök eða jafnvel að brjóta eigin lög? Stjórnmálamenn í Evrópu telja sig þurfa að segja af sér þegar upp koma mál þeim tengdum sem við Íslendingar myndum ekki einu sinni kippa okkur upp við eða finnast vera tilefni til þess að skoða neitt nánar. Sylvi Listhaug (Noregi) sagði af sér vegna ummæla í Facebook færslu árið 2018, Uffe Elbæk (Danmörk) sagði af sér árið 2007 fyrir að hafa haldið nokkrar veislur hjá stofnun sem maðurinn hans vann hjá og þá sagði írski landbúnaðarráðherrann Dara Calleary af sér vegna brota á sóttvarnarreglum síðsumars 2020. Það er kominn tími til þess að við fáum meira og betra en eintómar afsökunarbeiðnir stjórnmálamanna sem gera mistök (þ.e. þeirra sem hafa þó manndóm í sér til þess að viðurkenna þau). Við eigum skilið að fá inn nýtt fólk þegar mistök eru gerð. Það er kominn tími til þess að íslenskt stjórnmálafólk axli þá ábyrgð sem völdum þeirra fylgir og segi af sér þegar það verður uppvíst að niðrandi ummælum, brjóti sóttvarnar- eða jafnréttislög eða á einn eða annan hátt varpar skugga á heilindi og trúverðugleika Alþingis. Sigurður Ingi er ekki rasisti. Hann gerði mistök í breyskleika sínum, eins og við hin getum öll gert. En vilji hann halda trúverðugleika sem stjórnmálamaður verður hann að axla þá ábyrgð sem embætti hans fylgir og segja af sér. Höfundur er nemi í miðlun og almannatengslum og áhugamaður um stjórnmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bjarki Eiríksson Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Þær fregnir bárust nú í byrjun viku að innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hafi orðið uppvís að niðrandi ummælum um uppruna Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Fyrstu viðbrögð aðstoðarmanns Sigurðar Inga var að segja að um algjört bull væri að ræða, hún hafi staðið við hlið hans og hann hafi ekki látið ummælin falla. Það var ekki fyrr en Vigdís sjálf tjáði sig um ummæli hæstvirts ráðherra sem hann viðurkenndi að hafa gert mistök og sagt hin meiðandi orð. Þá var fokið í flest skjól og ráðherra bað Vigdísi afsökunar á orðum sínum. Í yfirlýsingu sinni segir hann meðal annars: „Í lífinu er maður alltaf að læra á sjálfan sig. Sárt er þó að sá lærdómur bitni á tilfinningum annarra.“ Nú vill svo til að ég þekki Sigurð Inga ágætlega, enda erum við báðir úr Hrunamannahrepp. Ég skráði mig m.a.s. í Framsóknarflokkinn á sínum tíma, honum til stuðnings, í prófkjöri flokksins til Alþingiskosninga, þó svo að í dag beri heldur meira á milli þeirrar pólitíkur sem hann stundar og minnar eigin. Ég veit að Ingi er hvorki rasisti né vondur maður. Mér finnst ómaklega að honum vegið í athugasemdakerfum netmiðla landsins þrátt fyrir að hann hafi gerst sekur um ægilegt dómgreindarleysi með þessum glötuðu ummælum sínum. Hins vegar er eðlilegt að almenningur spyrji sig hversu mikinn dómgreindarskort, hve mörg mistök eða yfirsjónir, dómsmál eða hvað annað sem orkar tvímælis hjá ráðamönnum þjóðarinnar eigum við landsmenn að þurfa að fyrirgefa án þess að þeir axli ábyrgð og segi af sér? Hvenær komast íslensk stjórnmál á þann stað að prinsipp, heiðarleiki og trúverðugleiki verði mikilvægari en persónur og leikendur á Alþingi? Hvenær ætlum við kjósendur að hætta að sætta okkur við þaulsetu stjórnmálamanna sem gerast sekir um dómgreindarskort, mistök eða jafnvel að brjóta eigin lög? Stjórnmálamenn í Evrópu telja sig þurfa að segja af sér þegar upp koma mál þeim tengdum sem við Íslendingar myndum ekki einu sinni kippa okkur upp við eða finnast vera tilefni til þess að skoða neitt nánar. Sylvi Listhaug (Noregi) sagði af sér vegna ummæla í Facebook færslu árið 2018, Uffe Elbæk (Danmörk) sagði af sér árið 2007 fyrir að hafa haldið nokkrar veislur hjá stofnun sem maðurinn hans vann hjá og þá sagði írski landbúnaðarráðherrann Dara Calleary af sér vegna brota á sóttvarnarreglum síðsumars 2020. Það er kominn tími til þess að við fáum meira og betra en eintómar afsökunarbeiðnir stjórnmálamanna sem gera mistök (þ.e. þeirra sem hafa þó manndóm í sér til þess að viðurkenna þau). Við eigum skilið að fá inn nýtt fólk þegar mistök eru gerð. Það er kominn tími til þess að íslenskt stjórnmálafólk axli þá ábyrgð sem völdum þeirra fylgir og segi af sér þegar það verður uppvíst að niðrandi ummælum, brjóti sóttvarnar- eða jafnréttislög eða á einn eða annan hátt varpar skugga á heilindi og trúverðugleika Alþingis. Sigurður Ingi er ekki rasisti. Hann gerði mistök í breyskleika sínum, eins og við hin getum öll gert. En vilji hann halda trúverðugleika sem stjórnmálamaður verður hann að axla þá ábyrgð sem embætti hans fylgir og segja af sér. Höfundur er nemi í miðlun og almannatengslum og áhugamaður um stjórnmál.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar