Valsmenn hafa ekki unnið leik í úrslitakeppni á Hlíðarenda í þrjátíu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2022 13:01 Callum Reese Lawson og félagar í Valsliðinu hefja úrslitakeppnina í kvöld. Lawson vann úrslitakeppnina og þar með Íslandsmeistaratitilinn með Þór Þorlákshöfn í fyrra. Vísir/Bára Dröfn Valur tekur í kvöld á móti Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla. Það er óhætt að segja að heimamenn hafi beðið lengi eftir sigurleik á heimavelli sínum í úrslitakeppni. 5. apríl 1992 er sögulegur dagur fyrir Valsmenn því á þeim degi fagnaði Valur síðasta sigri í úrslitakeppni á Hlíðarenda. Valsliðið vann þá 104-91 sigur á Keflavík og náði með því að jafna úrslitaeinvígið á móti Keflavík í 1-1. Valur átti eftir að komast í 2-1 með sigri í Keflavík í leik þrjú og gat því orðið Íslandsmeistari á heimavelli 9. apríl 1992. Keflvíkingar unnu 22 stiga sigur á Hlíðarenda í þessum fjórða leik og tryggðu sér síðan Íslandsmeistaratitilinn í oddaleik á heimavelli. Grein um síðasta sigurleik Valsmanna á Hlíðarenda í úrslitakeppninni.Timarit.is/MBL Valsliðið komst ekki aftur í úrslitakeppni fyrr en í fyrra þegar Valur mætti KR í átta liða úrslitunum. Valsmenn voru með heimavallarrétt á móti KR í fyrra en náðu samt ekki að vinna heimaleik í einvíginu. KR-ingar unnu alla leiki liðanna í Valsheimilinu þar á meðal 89-86 sigur í oddaleiknum. Síðustu þrír sigurleikir Valsara í úrslitakeppni hafa komið á útivelli og í raun hefur Valur unnið fimm af síðustu sjö útileikjum sínum í úrslitakeppni. Á heimavelli sínum hafa Valsmenn aftur á móti tapað síðustu þremur leikjum sínum í úrslitakeppni. Svo skemmtilega vill til að í kvöld eru nákvæmlega þrjátíu ár frá síðasta heimasigri Valsmanna í úrslitakeppni. Franc Booker var stigahæstur í þeim sigri með 34 stig en Tómas Holton skoraði 24 stig og þeir Svali Björgvinsson og Magnús Matthíasson voru báðir með tólf stig. Nú er að sjá hvort að Valsmenn nýti tímamótin til að enda þriggja áratuga taphrinu sína á heimavelli eða hvort að Stjörnumenn bætast í hóp þeirra liða sem hafa sótt sigur á Hlíðarenda í úrslitakeppnum frá árinu 1992. Báðir leikir dagsins verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending frá leik Tindastóls og Keflavíkur hefst klukkan 18.95 á Stöð 2 Sport og strax á eftir verður leikur Vals og Stjörnunnar sýndur á sömu rás. Subway-deild karla Valur Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Sjá meira
5. apríl 1992 er sögulegur dagur fyrir Valsmenn því á þeim degi fagnaði Valur síðasta sigri í úrslitakeppni á Hlíðarenda. Valsliðið vann þá 104-91 sigur á Keflavík og náði með því að jafna úrslitaeinvígið á móti Keflavík í 1-1. Valur átti eftir að komast í 2-1 með sigri í Keflavík í leik þrjú og gat því orðið Íslandsmeistari á heimavelli 9. apríl 1992. Keflvíkingar unnu 22 stiga sigur á Hlíðarenda í þessum fjórða leik og tryggðu sér síðan Íslandsmeistaratitilinn í oddaleik á heimavelli. Grein um síðasta sigurleik Valsmanna á Hlíðarenda í úrslitakeppninni.Timarit.is/MBL Valsliðið komst ekki aftur í úrslitakeppni fyrr en í fyrra þegar Valur mætti KR í átta liða úrslitunum. Valsmenn voru með heimavallarrétt á móti KR í fyrra en náðu samt ekki að vinna heimaleik í einvíginu. KR-ingar unnu alla leiki liðanna í Valsheimilinu þar á meðal 89-86 sigur í oddaleiknum. Síðustu þrír sigurleikir Valsara í úrslitakeppni hafa komið á útivelli og í raun hefur Valur unnið fimm af síðustu sjö útileikjum sínum í úrslitakeppni. Á heimavelli sínum hafa Valsmenn aftur á móti tapað síðustu þremur leikjum sínum í úrslitakeppni. Svo skemmtilega vill til að í kvöld eru nákvæmlega þrjátíu ár frá síðasta heimasigri Valsmanna í úrslitakeppni. Franc Booker var stigahæstur í þeim sigri með 34 stig en Tómas Holton skoraði 24 stig og þeir Svali Björgvinsson og Magnús Matthíasson voru báðir með tólf stig. Nú er að sjá hvort að Valsmenn nýti tímamótin til að enda þriggja áratuga taphrinu sína á heimavelli eða hvort að Stjörnumenn bætast í hóp þeirra liða sem hafa sótt sigur á Hlíðarenda í úrslitakeppnum frá árinu 1992. Báðir leikir dagsins verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending frá leik Tindastóls og Keflavíkur hefst klukkan 18.95 á Stöð 2 Sport og strax á eftir verður leikur Vals og Stjörnunnar sýndur á sömu rás.
Subway-deild karla Valur Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Sjá meira