Húsnæðisloforð ríkisstjórnarinnar: Ekkert að marka Kristrún Frostadóttir skrifar 5. apríl 2022 17:31 Innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins sagði í síðasta mánuði í sérstakri umræðu á Alþingi um húsnæðismál: „Sá ráðherra er hér stendur leggur mikla áherslu á uppbyggingu félagslegs húsnæðis um allt land og hefur lagt inn tillögur í fjármálaáætlun fyrir árin 2023–2027 um verulega aukningu fjármuna til að fjölga uppbyggingu íbúða fyrir tilstuðlan opinbers húsnæðisstuðnings… við erum með framtíðarsýn, við erum með plan og það skýrist.“ Í grein í Morgunblaðinu á sama tíma boðaði formaður Framsóknarflokksins stofnun stýrihóps til að móta húsnæðisstefnu fyrir Ísland. Stefnuna átti svo að leggja fyrir Alþingi til samþykktar í formi þingsályktunar. Slík stefna er lykilatriði í komandi kjarasamningum, sér í lagi ef koma á í veg fyrir að verðbólguskrið fari af stað. Í greininni sagði innviðaráðherra: „Ef mín áform ganga eftir verður lagður grundvöllur að því að hér á landi verði hægt að stórauka húsnæðisuppbyggingu á næstu árum og jafnvel horft til þess að setja markið á að það verði byggðar allt að 20.000 íbúðir á næstu fimm árum og þar af 7.000 með aðkomu hins opinbera í formi fjölbreytts húsnæðisstuðnings. Við erum með skýr markmið.“ Þetta plan hefur nú skýrst. Og það plan heitir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem ákvarðar fjármögnun verkefna á kjörtímabilinu. Fjármagn í húsnæðismál dregst saman á tímabilinu, til ársins 2027. Í áætluninni má finna viðbótar 500 milljónir króna til að mæta fjölgun leigjenda á tímabilinu – ekki aukinn stuðning við hópinn heldur til að mæta fjölgun. Að öðru leyti dregst húsnæðisstuðningurinn saman. Stofnframlög til að byggja almennar íbúðir dragast saman um 2 milljarða króna. Stofnframlög sem eru undirstaða framboðsaðgerða stjórnvalda. Stjórnvalda sem hafa ítrekað talað um að framboðshliðin á íbúðamarkaði sé brostin. Inntur eftir viðbrögðum við hvers vegna algjört ósamræmi sé á milli yfirlýsinga innviðaráðherra og þess fjármagns sem veitt er í áætlunum stjórnvalda sagði fjármálaráðherra á Alþingi að ekki væri tímabært að setja tölu á hversu sterkt stjórnvöld eigi að stíga niður í húsnæðismálum. Þetta er í hrópandi ósamræmi við orð innviðaráðherra sem hefur ítrekað varpað fram tölusettu markmiði: 7000 íbúðir með aðkomu hins opinbera yfir 5 ára tímabili. Það eru 1400 íbúðir á ári. Langt umfram þann fjölda sem núverandi húsnæðisstuðningur hins opinbera stendur undir, hvað þá eftir að skorið verður niður í þeim málaflokki m.v núverandi áætlun stjórnvalda. Þessar innistæðulausu yfirlýsingar eru grafalvarlegt mál. Annað hvort er innviðaráðherra viljandi að afvegaleiða þjóðina þegar velferðarumbótum er lofað sem enginn stuðningur er við í fjármálaráðuneytinu, eða hann er ekki læs á fjármálaáætlun eigin ríkisstjórnar og þar með hver raunverulega stjórnar. Hvort er verra? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Húsnæðismál Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins sagði í síðasta mánuði í sérstakri umræðu á Alþingi um húsnæðismál: „Sá ráðherra er hér stendur leggur mikla áherslu á uppbyggingu félagslegs húsnæðis um allt land og hefur lagt inn tillögur í fjármálaáætlun fyrir árin 2023–2027 um verulega aukningu fjármuna til að fjölga uppbyggingu íbúða fyrir tilstuðlan opinbers húsnæðisstuðnings… við erum með framtíðarsýn, við erum með plan og það skýrist.“ Í grein í Morgunblaðinu á sama tíma boðaði formaður Framsóknarflokksins stofnun stýrihóps til að móta húsnæðisstefnu fyrir Ísland. Stefnuna átti svo að leggja fyrir Alþingi til samþykktar í formi þingsályktunar. Slík stefna er lykilatriði í komandi kjarasamningum, sér í lagi ef koma á í veg fyrir að verðbólguskrið fari af stað. Í greininni sagði innviðaráðherra: „Ef mín áform ganga eftir verður lagður grundvöllur að því að hér á landi verði hægt að stórauka húsnæðisuppbyggingu á næstu árum og jafnvel horft til þess að setja markið á að það verði byggðar allt að 20.000 íbúðir á næstu fimm árum og þar af 7.000 með aðkomu hins opinbera í formi fjölbreytts húsnæðisstuðnings. Við erum með skýr markmið.“ Þetta plan hefur nú skýrst. Og það plan heitir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem ákvarðar fjármögnun verkefna á kjörtímabilinu. Fjármagn í húsnæðismál dregst saman á tímabilinu, til ársins 2027. Í áætluninni má finna viðbótar 500 milljónir króna til að mæta fjölgun leigjenda á tímabilinu – ekki aukinn stuðning við hópinn heldur til að mæta fjölgun. Að öðru leyti dregst húsnæðisstuðningurinn saman. Stofnframlög til að byggja almennar íbúðir dragast saman um 2 milljarða króna. Stofnframlög sem eru undirstaða framboðsaðgerða stjórnvalda. Stjórnvalda sem hafa ítrekað talað um að framboðshliðin á íbúðamarkaði sé brostin. Inntur eftir viðbrögðum við hvers vegna algjört ósamræmi sé á milli yfirlýsinga innviðaráðherra og þess fjármagns sem veitt er í áætlunum stjórnvalda sagði fjármálaráðherra á Alþingi að ekki væri tímabært að setja tölu á hversu sterkt stjórnvöld eigi að stíga niður í húsnæðismálum. Þetta er í hrópandi ósamræmi við orð innviðaráðherra sem hefur ítrekað varpað fram tölusettu markmiði: 7000 íbúðir með aðkomu hins opinbera yfir 5 ára tímabili. Það eru 1400 íbúðir á ári. Langt umfram þann fjölda sem núverandi húsnæðisstuðningur hins opinbera stendur undir, hvað þá eftir að skorið verður niður í þeim málaflokki m.v núverandi áætlun stjórnvalda. Þessar innistæðulausu yfirlýsingar eru grafalvarlegt mál. Annað hvort er innviðaráðherra viljandi að afvegaleiða þjóðina þegar velferðarumbótum er lofað sem enginn stuðningur er við í fjármálaráðuneytinu, eða hann er ekki læs á fjármálaáætlun eigin ríkisstjórnar og þar með hver raunverulega stjórnar. Hvort er verra? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar