Afmælisbarnið Bogi les áfram fréttir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2022 15:33 Bogi Ágústsson fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Bogi Ágústsson, fréttaþulur á Ríkisútvarpinu, fagnar sjötugsafmæli í dag. Bogi hefur starfað hjá Ríkisútvarpinu síðan á áttunda áratug síðustu aldar og óhætt að segja að hann sé reglulegur gestur á heimilum landsmanna. Frá því er greint á Facebook-síðu Ríkisútvarpsins í dag að Bogi sé hvergi nærri hættur þrátt fyrir að standa á þessum tímamótum. Á dögunum hafi verið gengið frá verktakasamningi við hann um fréttalestur næsta árið. Bætist hann í hóp verktaka hjá Ríkisútvarpinu sem starfa í Efstaleiti. Morgunblaðið fjallar um feril Boga í tilefni afmælisins. Hann kenndi við Álftamýrarskóla frá 1975-1977 og var fréttamaður hjá Fréttastofu Sjónvarpsins frá 1977-1984. Hann flutti til Kaupmannahafnar árið 1984 og starfaði sem fréttamaður þar og flutti fréttir frá Norðurlöndunum fyrir Ríkisútvarpið til ársins 1986. Árið 1987 varð hann aðstoðarframkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins. Um nokkurra mánaða skeið árið 1988 var hann blaðafulltrúi Flugleiða, nú Icelandair. Sama ár varð hann fréttastjóri Ríkissjónvarps og gegndi starfinu til ársins 2003. Bogi varð þá forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins, en lét af því starfi við skipulagsbreytingar 2007. Síðan hefur hann starfað sem frétta- og dagskrárgerðarmaður. Grjótharður KR-ingur Bogi hefur ekki aðeins sinnt fréttamennsku í útvarpi og sjónvarpi heldur einnig haldið utan um hina ýmsu þætti. Þar má nefna þættina Viðtalið og Fréttaaukann auk Hringborðsins. Bogi er einn harðasti KR-ingur landsins og mikill áhugamaður um málefni Norðurlandanna. Hann var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 2019 fyrir fjölmiðlastörf og störf sín á vettvangi norrænnar samvinnu. Hann á í dag sæti í orðunefndinni. Broddi Broddason, félagi Boga á Ríkisútvarpinu og ein þekktasta rödd landsins, lauk störfum á dögunum en hann verður sjötugur í október. Í frétt Kjarnans á síðasta ári kom fram að félagarnir Bogi og Broddi eru ekki aðeins reynslumestu fréttamenn Ríkisútvarpsins heldur einnig þeir tekjuhæstu. Eðlilega myndu einhverjir segja. Tímamót Fjölmiðlar KR Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Broddi sagði „fréttalestri er lokið“ í síðasta sinn „Það er lítið eftir af þessum fréttatíma og nú skal gott látið heita. Hlustendum er þökkuð samfylgdin,“ sagði Broddi Broddason varafréttastjóri RÚV í lok hádegisfréttatíma Ríkisútvarpsins í dag. Tíminn var sá síðasti sem Broddi les en hann kveður nú fjölmiðla sökum aldurs eftir 35 ára starf. „Fréttalestri er lokið“ voru lokaorðin venju samkvæmt. 1. apríl 2022 13:28 „Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57 Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Frá því er greint á Facebook-síðu Ríkisútvarpsins í dag að Bogi sé hvergi nærri hættur þrátt fyrir að standa á þessum tímamótum. Á dögunum hafi verið gengið frá verktakasamningi við hann um fréttalestur næsta árið. Bætist hann í hóp verktaka hjá Ríkisútvarpinu sem starfa í Efstaleiti. Morgunblaðið fjallar um feril Boga í tilefni afmælisins. Hann kenndi við Álftamýrarskóla frá 1975-1977 og var fréttamaður hjá Fréttastofu Sjónvarpsins frá 1977-1984. Hann flutti til Kaupmannahafnar árið 1984 og starfaði sem fréttamaður þar og flutti fréttir frá Norðurlöndunum fyrir Ríkisútvarpið til ársins 1986. Árið 1987 varð hann aðstoðarframkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins. Um nokkurra mánaða skeið árið 1988 var hann blaðafulltrúi Flugleiða, nú Icelandair. Sama ár varð hann fréttastjóri Ríkissjónvarps og gegndi starfinu til ársins 2003. Bogi varð þá forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins, en lét af því starfi við skipulagsbreytingar 2007. Síðan hefur hann starfað sem frétta- og dagskrárgerðarmaður. Grjótharður KR-ingur Bogi hefur ekki aðeins sinnt fréttamennsku í útvarpi og sjónvarpi heldur einnig haldið utan um hina ýmsu þætti. Þar má nefna þættina Viðtalið og Fréttaaukann auk Hringborðsins. Bogi er einn harðasti KR-ingur landsins og mikill áhugamaður um málefni Norðurlandanna. Hann var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 2019 fyrir fjölmiðlastörf og störf sín á vettvangi norrænnar samvinnu. Hann á í dag sæti í orðunefndinni. Broddi Broddason, félagi Boga á Ríkisútvarpinu og ein þekktasta rödd landsins, lauk störfum á dögunum en hann verður sjötugur í október. Í frétt Kjarnans á síðasta ári kom fram að félagarnir Bogi og Broddi eru ekki aðeins reynslumestu fréttamenn Ríkisútvarpsins heldur einnig þeir tekjuhæstu. Eðlilega myndu einhverjir segja.
Tímamót Fjölmiðlar KR Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Broddi sagði „fréttalestri er lokið“ í síðasta sinn „Það er lítið eftir af þessum fréttatíma og nú skal gott látið heita. Hlustendum er þökkuð samfylgdin,“ sagði Broddi Broddason varafréttastjóri RÚV í lok hádegisfréttatíma Ríkisútvarpsins í dag. Tíminn var sá síðasti sem Broddi les en hann kveður nú fjölmiðla sökum aldurs eftir 35 ára starf. „Fréttalestri er lokið“ voru lokaorðin venju samkvæmt. 1. apríl 2022 13:28 „Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57 Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Broddi sagði „fréttalestri er lokið“ í síðasta sinn „Það er lítið eftir af þessum fréttatíma og nú skal gott látið heita. Hlustendum er þökkuð samfylgdin,“ sagði Broddi Broddason varafréttastjóri RÚV í lok hádegisfréttatíma Ríkisútvarpsins í dag. Tíminn var sá síðasti sem Broddi les en hann kveður nú fjölmiðla sökum aldurs eftir 35 ára starf. „Fréttalestri er lokið“ voru lokaorðin venju samkvæmt. 1. apríl 2022 13:28
„Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57