Utanríkisráðherra reiknar með að NATO-ríki auki stuðninginn við Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 7. apríl 2022 12:05 Dmytro Kuleba ræðir málin við Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í Brussel í morgun. AP/Olivier Matthys Utanríkisráðherra reiknar með að NATO ríkin muni auka stuðning sinn við Úkraínu en hún situr nú fund utanríkisráðherra bandalagsins í Brussel. Úkraínu menn segja auknar vopnasendingar nauðsynlegar til að koma í veg fyrir skelfilegar fórnir og útbreiðslu innrásar Rússa til annarra Evrópuríkja. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu var einnig mættur á fund utanríkisráðherra NATO í Brussel í morgun. Hann sagðist kominn til að funda með ráðherrahópnum en einnig til að eiga tvíhliða fundi með einstöðum ráðamönnum NATO-ríkjanna. „Erindi mitt er einfalt. Það eru bara þrjú mál á dagskránni: Vopn, vopn, vopn,“ sagði Kuleba þar sem hann stóð við hliðina á Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO á leið til ráðherrafundarins. Utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna fóru yfir stöðuna í stríðinu í Úkraínu og hryllinginn sem Rússar skildu eftir sig í bænum Bucha með Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu í morgun.AP/Olivier Matthys Útvegun vopna væri besta leiðin á þessari stundu til að hjálpa Úkraínumönnum til að halda aftur af Vladimir Putin Rússlandsforseta og sigra hersveitir hans innan landamæra Úkraínu og tryggja þannig að stíðið breiddist ekki út til annarra landa. „Undanfarnar vikur hefði úkraínski herinn og öll úkraínska þjóðin sýnt að hún geti barist og viti hvernig vinna megi stríðið. En án þeirrar stöðugu og nægjanlegu vopnasendinga sem við óskum eftir nást þessir sigrar aðeins með gífurlegum fórnum,“ sagði Kuleba. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir situr utanríkisráðherrafundinn í Brussell og segir upplifun að fá upplýsingar og stöðumat beint frá Úkraínumönnum. „Hann varar við því að næstu dagar og vikur verði ansi dökkar. Talar heiðarlega og hreinskiptið við okkur þakkar sömuleiðis fyrir það sem vina- og bandalagsþjóðir hafa gert. En kallar eftir því að þau þurfi frekari aðstoð til að geta varist áfram,“ segir Þórdís Kolbrún. Hún reikni með að stuðningurinn við frjálsa Úkraínu verið aukinn en hver aðildarþjóð NATO ákveði stuðning sinn. Því í raun sé þetta árás á þau gildi og alþjóðalög sem Íslendingar og aðar vestrænar þjóðir byggi á. Ekkert lát er á straumi flóttamanna vestur yfir landamærin frá Úkraínu. Um 12 milljónir íbúa landsins hafa verið flæmdar frá heimilum sínum og hátt í þrjár milljónir manna flúð yfir landamærin.AP/Sergei Grits „Við höfum verið með mannúðaraðstoð og frekari framlög og það kann að vera að þar þurfi að bæta í. Svo er móttaka fólks frá Úkraínu sem skiptir máli,“ segir utanríkisráðherra. Að auki hafi íslensk stjórnvöld staðið undir flutningum á vopnum fyrir Úkraínumenn til Póllands og leigt til þess flugvélar. Félag Íslenskra atvinnuflugmanna hefur gagnrýnt að samið hafi verið við Bláfugl um flutningana þar sem félagið hafi brotið á kjörum starfsmanna og ekki virt niðurstöðu Félagsdóms í þeim efnum. Utanríkisráðherra segir sjálfsagt að benda á það sem betur mætti fara. „Svona í stóra samhenginu og þeirri aðstöðu sem fólk í Úkraínu er fannst mér Skipta mestu máli að geta orðið að liði. Mér finnst mikilvægt að folk setji það aðeins í samhengi,“ sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir í Brussel í morgun. Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Tengdar fréttir Vaktin: Segir Bucha hafa orðið fyrir valinu vegna líkindanna við orðið „butcher“ Utanríkisráðherra Úkraínu segir þrjú mál verða á dagskrá þegar hann ræðir við utanríkisráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í dag; „Vopn, vopn og vopn.“ Hann segir hræsni að gera greinarmun á varnar- og sóknarvopnum. Vopnin þurfi að berast sem fyrst, annars muni margir deyja. 7. apríl 2022 06:45 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu var einnig mættur á fund utanríkisráðherra NATO í Brussel í morgun. Hann sagðist kominn til að funda með ráðherrahópnum en einnig til að eiga tvíhliða fundi með einstöðum ráðamönnum NATO-ríkjanna. „Erindi mitt er einfalt. Það eru bara þrjú mál á dagskránni: Vopn, vopn, vopn,“ sagði Kuleba þar sem hann stóð við hliðina á Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO á leið til ráðherrafundarins. Utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna fóru yfir stöðuna í stríðinu í Úkraínu og hryllinginn sem Rússar skildu eftir sig í bænum Bucha með Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu í morgun.AP/Olivier Matthys Útvegun vopna væri besta leiðin á þessari stundu til að hjálpa Úkraínumönnum til að halda aftur af Vladimir Putin Rússlandsforseta og sigra hersveitir hans innan landamæra Úkraínu og tryggja þannig að stíðið breiddist ekki út til annarra landa. „Undanfarnar vikur hefði úkraínski herinn og öll úkraínska þjóðin sýnt að hún geti barist og viti hvernig vinna megi stríðið. En án þeirrar stöðugu og nægjanlegu vopnasendinga sem við óskum eftir nást þessir sigrar aðeins með gífurlegum fórnum,“ sagði Kuleba. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir situr utanríkisráðherrafundinn í Brussell og segir upplifun að fá upplýsingar og stöðumat beint frá Úkraínumönnum. „Hann varar við því að næstu dagar og vikur verði ansi dökkar. Talar heiðarlega og hreinskiptið við okkur þakkar sömuleiðis fyrir það sem vina- og bandalagsþjóðir hafa gert. En kallar eftir því að þau þurfi frekari aðstoð til að geta varist áfram,“ segir Þórdís Kolbrún. Hún reikni með að stuðningurinn við frjálsa Úkraínu verið aukinn en hver aðildarþjóð NATO ákveði stuðning sinn. Því í raun sé þetta árás á þau gildi og alþjóðalög sem Íslendingar og aðar vestrænar þjóðir byggi á. Ekkert lát er á straumi flóttamanna vestur yfir landamærin frá Úkraínu. Um 12 milljónir íbúa landsins hafa verið flæmdar frá heimilum sínum og hátt í þrjár milljónir manna flúð yfir landamærin.AP/Sergei Grits „Við höfum verið með mannúðaraðstoð og frekari framlög og það kann að vera að þar þurfi að bæta í. Svo er móttaka fólks frá Úkraínu sem skiptir máli,“ segir utanríkisráðherra. Að auki hafi íslensk stjórnvöld staðið undir flutningum á vopnum fyrir Úkraínumenn til Póllands og leigt til þess flugvélar. Félag Íslenskra atvinnuflugmanna hefur gagnrýnt að samið hafi verið við Bláfugl um flutningana þar sem félagið hafi brotið á kjörum starfsmanna og ekki virt niðurstöðu Félagsdóms í þeim efnum. Utanríkisráðherra segir sjálfsagt að benda á það sem betur mætti fara. „Svona í stóra samhenginu og þeirri aðstöðu sem fólk í Úkraínu er fannst mér Skipta mestu máli að geta orðið að liði. Mér finnst mikilvægt að folk setji það aðeins í samhengi,“ sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir í Brussel í morgun.
Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Tengdar fréttir Vaktin: Segir Bucha hafa orðið fyrir valinu vegna líkindanna við orðið „butcher“ Utanríkisráðherra Úkraínu segir þrjú mál verða á dagskrá þegar hann ræðir við utanríkisráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í dag; „Vopn, vopn og vopn.“ Hann segir hræsni að gera greinarmun á varnar- og sóknarvopnum. Vopnin þurfi að berast sem fyrst, annars muni margir deyja. 7. apríl 2022 06:45 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Vaktin: Segir Bucha hafa orðið fyrir valinu vegna líkindanna við orðið „butcher“ Utanríkisráðherra Úkraínu segir þrjú mál verða á dagskrá þegar hann ræðir við utanríkisráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í dag; „Vopn, vopn og vopn.“ Hann segir hræsni að gera greinarmun á varnar- og sóknarvopnum. Vopnin þurfi að berast sem fyrst, annars muni margir deyja. 7. apríl 2022 06:45