Stefnt að einu ríki frá upphafi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 7. apríl 2022 16:00 Fyrir síðustu jól tók ný ríkisstjórn við völdum í Þýzkalandi undir forystu þýzka Jafnaðarmannaflokksins, systurflokks Samfylkingarinnar. Um samsteypustjórn er að ræða og eiga Frjálslyndir demókratar, systurflokkur Viðreisnar, einnig aðild að ríkisstjórninni auk Græningja. Á meðal þess sem fram kemur í stjórnarsáttmála flokkanna er að áfram skuli unnið að því að Evrópusambandið verði endanlega að sambandsríki eða eins og það er orðað á þýzku: „föderalen europäischen Bundesstaat“. Hefur Olaf Scholz, kanzlari Þýzkalands og leiðtogi jafnaðarmanna, lýst því yfir að um sé að ræða eitt helzta markmið stjórnarinnar. Stefna þýzku ríkisstjórnarinnar þarf ekki að koma á óvart í ljósi þess að lokamarkmið samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur frá upphafi verið að til yrði að á endanum eitt sambandsríki. Líkt og til dæmis má lesa um í endurminningum franska diplómatans Jeans Monnet sem gjarnan hefur verið nefndur faðir samrunaþróunarinnar, þá einkum af Evrópusambandssinnum, vegna lykilhlutverks hans við að koma þróuninni af stað og fylgja henni eftir fyrstu áratugina. Stefna þýzku ríkisstjórnarinnar er þannig í fullu samræmi við lokamarkmið samrunans en lykilatriðið í stefnunni er einmitt orðið „áfram“. Fyrsta skrefið í að breyta Evrópu í sambandsríki Til að mynda segir þannig í Schuman-yfirlýsingunni frá 1950, sem markaði upphaf forvera Evrópusambandsins, að þar með væri lagður grunnur að efnahagsþróun sem væri fyrsta skrefið á þeirri vegferð að breyta Evrópu í sambandsríki. Monnet lýsir því í endurminningum sínum hvernig unnið hafi verið markvisst, leynt og ljóst, skref fyrir skref, að lokamarkmiðinu um eitt ríki en til þess að styðja við þá vinnu setti hann meðal annars á laggirnar nefnd sem hann kallaði Aðgerðanefnd um Bandaríki Evrópu (e. Action Comittee for the United States of Europe) sem í sátu fulltrúar helztu stjórnmálaflokka og verkalýðsfélaga í Vestur-Evrópu. Hreinlega er leitun að pólitískum forystumönnum í ríkjum Evrópusambandsins á undanförnum áratugum, og ekki sízt hin síðari ár, sem ekki hafa lýst yfir stuðningi við lokamarkmiðið um eitt ríki. Þar á meðal allir forsetar framkvæmdastjórnar þess undanfarna áratugi og þar með talinn núverandi forseti hennar, Ursula von der Leyen. Þetta á ekki sízt við um forystumenn í þýzkum stjórnmálum en lokamarkmiðið hefur hins vegar ekki áður ratað í þarlendan stjórnarsáttmála. Samhliða því hefur Evrópusambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis og er fyrir vikið þegar orðið federalískt að stóru leyti. Þar á meðal helztu stofnanir þess. Vilja ekki ræða um lokamarkmið samrunans Fjallað var um stefnu þýzku stjórnarinnar í fjölmiðlum í kringum áramótin og tók Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, málið upp á Alþingi í kjölfarið í umræðum um störf þingsins. Kallaði hún þar eftir viðbrögðum þingmanna Samfylkingarinnar og Viðreisnar vegna stefnu ríkisstjórnar systurflokka þeirra í Þýzkalandi. Skemmzt er hins vegar frá því að segja að viðbrögðin voru sama og engin og hafa verið það síðan. Viðbrögðin, eða öllu heldur tilfinnanlegur skortur á þeim, koma þó ekki beinlínis á óvart enda hefur lengi legið fyrir að um væri að ræða afar viðkvæmt mál í röðum Evrópusambandssinna. Vert er að hafa í huga að hér eru á ferðinni sömu aðilar sem farið hafa nokkuð mikinn að undanförnu og viljað ræða Evrópusambandið. Sem er vitanlega alveg sjálfsagt. En þar hlýtur lokamarkmið samrunans innan sambandsins að vera algert lykilatriði. Hver þróunin til þessa hefur verið og hvert hún stefni. Þetta og margt fleira, eins og það að vægi ríkja innan Evrópusambandsins fari fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru samkvæmt reglum sambandsins sem auðvitað er einnig algert lykilatriði sem og skref í átt að lokamarkmiðinu, vilja þeir hins vegar alls ekki ræða. Skiljanlega. Það hentar ekki málstaðnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Fyrir síðustu jól tók ný ríkisstjórn við völdum í Þýzkalandi undir forystu þýzka Jafnaðarmannaflokksins, systurflokks Samfylkingarinnar. Um samsteypustjórn er að ræða og eiga Frjálslyndir demókratar, systurflokkur Viðreisnar, einnig aðild að ríkisstjórninni auk Græningja. Á meðal þess sem fram kemur í stjórnarsáttmála flokkanna er að áfram skuli unnið að því að Evrópusambandið verði endanlega að sambandsríki eða eins og það er orðað á þýzku: „föderalen europäischen Bundesstaat“. Hefur Olaf Scholz, kanzlari Þýzkalands og leiðtogi jafnaðarmanna, lýst því yfir að um sé að ræða eitt helzta markmið stjórnarinnar. Stefna þýzku ríkisstjórnarinnar þarf ekki að koma á óvart í ljósi þess að lokamarkmið samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur frá upphafi verið að til yrði að á endanum eitt sambandsríki. Líkt og til dæmis má lesa um í endurminningum franska diplómatans Jeans Monnet sem gjarnan hefur verið nefndur faðir samrunaþróunarinnar, þá einkum af Evrópusambandssinnum, vegna lykilhlutverks hans við að koma þróuninni af stað og fylgja henni eftir fyrstu áratugina. Stefna þýzku ríkisstjórnarinnar er þannig í fullu samræmi við lokamarkmið samrunans en lykilatriðið í stefnunni er einmitt orðið „áfram“. Fyrsta skrefið í að breyta Evrópu í sambandsríki Til að mynda segir þannig í Schuman-yfirlýsingunni frá 1950, sem markaði upphaf forvera Evrópusambandsins, að þar með væri lagður grunnur að efnahagsþróun sem væri fyrsta skrefið á þeirri vegferð að breyta Evrópu í sambandsríki. Monnet lýsir því í endurminningum sínum hvernig unnið hafi verið markvisst, leynt og ljóst, skref fyrir skref, að lokamarkmiðinu um eitt ríki en til þess að styðja við þá vinnu setti hann meðal annars á laggirnar nefnd sem hann kallaði Aðgerðanefnd um Bandaríki Evrópu (e. Action Comittee for the United States of Europe) sem í sátu fulltrúar helztu stjórnmálaflokka og verkalýðsfélaga í Vestur-Evrópu. Hreinlega er leitun að pólitískum forystumönnum í ríkjum Evrópusambandsins á undanförnum áratugum, og ekki sízt hin síðari ár, sem ekki hafa lýst yfir stuðningi við lokamarkmiðið um eitt ríki. Þar á meðal allir forsetar framkvæmdastjórnar þess undanfarna áratugi og þar með talinn núverandi forseti hennar, Ursula von der Leyen. Þetta á ekki sízt við um forystumenn í þýzkum stjórnmálum en lokamarkmiðið hefur hins vegar ekki áður ratað í þarlendan stjórnarsáttmála. Samhliða því hefur Evrópusambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis og er fyrir vikið þegar orðið federalískt að stóru leyti. Þar á meðal helztu stofnanir þess. Vilja ekki ræða um lokamarkmið samrunans Fjallað var um stefnu þýzku stjórnarinnar í fjölmiðlum í kringum áramótin og tók Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, málið upp á Alþingi í kjölfarið í umræðum um störf þingsins. Kallaði hún þar eftir viðbrögðum þingmanna Samfylkingarinnar og Viðreisnar vegna stefnu ríkisstjórnar systurflokka þeirra í Þýzkalandi. Skemmzt er hins vegar frá því að segja að viðbrögðin voru sama og engin og hafa verið það síðan. Viðbrögðin, eða öllu heldur tilfinnanlegur skortur á þeim, koma þó ekki beinlínis á óvart enda hefur lengi legið fyrir að um væri að ræða afar viðkvæmt mál í röðum Evrópusambandssinna. Vert er að hafa í huga að hér eru á ferðinni sömu aðilar sem farið hafa nokkuð mikinn að undanförnu og viljað ræða Evrópusambandið. Sem er vitanlega alveg sjálfsagt. En þar hlýtur lokamarkmið samrunans innan sambandsins að vera algert lykilatriði. Hver þróunin til þessa hefur verið og hvert hún stefni. Þetta og margt fleira, eins og það að vægi ríkja innan Evrópusambandsins fari fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru samkvæmt reglum sambandsins sem auðvitað er einnig algert lykilatriði sem og skref í átt að lokamarkmiðinu, vilja þeir hins vegar alls ekki ræða. Skiljanlega. Það hentar ekki málstaðnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun