Mömmuþjálfunaræði grípur nýbakaðar mæður Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. apríl 2022 23:31 Hildur Karen Jóhannsdóttir þjálfar hópinn. Hún er með Crossfit level 1 þjálfararéttindi og er sjálf móðir. arnar halldórsson Gríðarleg eftirspurn er í svokallaða mömmuþjálfun þar sem nýbakaðar mæður æfa saman í hóp. Þær segja nauðsynlegt að komast út af heimilinu í fæðingarorlofi og svitna svolítið með öðrum mæðrum. Svokölluð mömmuþjálfun hefur sprungið út og má segja að mömmuþjálfunaræði hafi gripið nýbakaðar mæður. Í tímunum æfa þær með börnum sínum þar sem áhersla er lögð á þá líkamshluta sem barnsburður og fæðing hefur hvað mest áhrif á. Námskeiðið er það vinsælasta hjá Afreki en þrjú námskeið er uppseld og biðlistar í suma tíma. „Við byrjuðum bara með einn tíma í janúar en síðan höfum við verið að anna eftirspurn og bættum við tímum í febrúar og aftur í mars,“ sagði Hildur Karen Jóhannsdóttir, þjálfari hjá Afreki. Andrea og Kristjana æfa hjá Afreki.arnar halldórsson „Þetta er bara geggjað gaman. Fjölbreyttar æfingar og eitthvað fyrir alla. Sjúklega gaman,“ sagði Andrea Björk Harðardóttir, móðir. „Þetta er nauðsynlegt, er svo skemmtilegt. Gefur manni svo mikið,“ sagði Jónína Einarsdóttir, móðir. Jónína Einarsdóttir segir nauðsynlegt að komast á æfingu í orlofinu. arnar halldórsson Sprenging í fæðingum Margt valdi því að námskeiðið sé svo vinsælt. „Það er náttúrulega búin að vera sprengja í fæðingum og börnum núna en ég held líka að konur séu að sækjast í eitthvað meira. Ég hef það að markmiði þegar þær koma hingað inn að þær labbi út sveittar og búnar að fá smá útrás þannig ég held að þær séu að sækjast í það að taka smá á því,“ sagði Hildur Karen. Hildur Karen Jóhannsdóttir þjálfar mæðurnar. Sjálf er hún móðir vinnur við markaðsstörf í Wodbúðinni, heldur uppi fjarþjálfun auk þess sem hún er með BS gráðu í sálfræði. Nóg að gera. arnar halldórsson „Ég held að það sé líka gott fyrir mömmur að geta komist aðeins út. Hreyfa sig og komast í standið sem maður var í,“ sagði Andrea. Mikilvægt að komast út úr húsi í orlofinu „Það spyrst út hvað þetta gerir mikið fyrir mann í orlofi, í staðinn fyrir að vera lokaður inni heima og gera ekki neitt þá gerir það mjög mikið fyrir mann að komast á æfingar,“ sagði Jónína. Þær segja að það skipti miklu máli að geta tekið börn með á æfingar. „Ég kæmist ekki á æfingar nema ég gæti tekið hana með mér, þannig þetta er geggjað. Og henni finnst það líka skemmtilegt,“ sagði Jónína. „Og þær eru ótrúlega duglegar mömmurnar að grípa í æfingar með litlu krílin. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með því,“ sagði Hildur Karen. Börn og uppeldi Líkamsræktarstöðvar Heilsa Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Svokölluð mömmuþjálfun hefur sprungið út og má segja að mömmuþjálfunaræði hafi gripið nýbakaðar mæður. Í tímunum æfa þær með börnum sínum þar sem áhersla er lögð á þá líkamshluta sem barnsburður og fæðing hefur hvað mest áhrif á. Námskeiðið er það vinsælasta hjá Afreki en þrjú námskeið er uppseld og biðlistar í suma tíma. „Við byrjuðum bara með einn tíma í janúar en síðan höfum við verið að anna eftirspurn og bættum við tímum í febrúar og aftur í mars,“ sagði Hildur Karen Jóhannsdóttir, þjálfari hjá Afreki. Andrea og Kristjana æfa hjá Afreki.arnar halldórsson „Þetta er bara geggjað gaman. Fjölbreyttar æfingar og eitthvað fyrir alla. Sjúklega gaman,“ sagði Andrea Björk Harðardóttir, móðir. „Þetta er nauðsynlegt, er svo skemmtilegt. Gefur manni svo mikið,“ sagði Jónína Einarsdóttir, móðir. Jónína Einarsdóttir segir nauðsynlegt að komast á æfingu í orlofinu. arnar halldórsson Sprenging í fæðingum Margt valdi því að námskeiðið sé svo vinsælt. „Það er náttúrulega búin að vera sprengja í fæðingum og börnum núna en ég held líka að konur séu að sækjast í eitthvað meira. Ég hef það að markmiði þegar þær koma hingað inn að þær labbi út sveittar og búnar að fá smá útrás þannig ég held að þær séu að sækjast í það að taka smá á því,“ sagði Hildur Karen. Hildur Karen Jóhannsdóttir þjálfar mæðurnar. Sjálf er hún móðir vinnur við markaðsstörf í Wodbúðinni, heldur uppi fjarþjálfun auk þess sem hún er með BS gráðu í sálfræði. Nóg að gera. arnar halldórsson „Ég held að það sé líka gott fyrir mömmur að geta komist aðeins út. Hreyfa sig og komast í standið sem maður var í,“ sagði Andrea. Mikilvægt að komast út úr húsi í orlofinu „Það spyrst út hvað þetta gerir mikið fyrir mann í orlofi, í staðinn fyrir að vera lokaður inni heima og gera ekki neitt þá gerir það mjög mikið fyrir mann að komast á æfingar,“ sagði Jónína. Þær segja að það skipti miklu máli að geta tekið börn með á æfingar. „Ég kæmist ekki á æfingar nema ég gæti tekið hana með mér, þannig þetta er geggjað. Og henni finnst það líka skemmtilegt,“ sagði Jónína. „Og þær eru ótrúlega duglegar mömmurnar að grípa í æfingar með litlu krílin. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með því,“ sagði Hildur Karen.
Börn og uppeldi Líkamsræktarstöðvar Heilsa Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent