Sólveig Anna sakar Drífu um að ráðast á láglaunafólk Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2022 13:11 Drífa Snædal forseti ASÍ og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Þar eru litlir kærleikar á milli. Drífa hefur lýst því að uppsagnir á skrifstofum Eflingar séu vafasamar en því mótmælir Sólveig Anna hástöfum. vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem orðum Drífu Snædal forseta ASÍ er mótmælt hástöfum. Svo virðist sem brotist hafi út stríð innan verkalýðshreyfingarinnar. „Formaður Eflingar - stéttarfélags mótmælir órökstuddum yfirlýsingum forseta Alþýðusambands Íslands um lýðræðislegar ákvarðanir stjórnar Eflingar varðandi innri skipulagsmál á skrifstofum félagsins,“ segir í upphafi yfirlýsingar. Ákvörðun um uppsagnir málefnaleg Eins og Vísir hefur greint frá hefur Drífa, auk annarra verkalýðsleiðtoga, verið harðorð um hópuppsagnir sem boðað hefur verið til á skrifstofum Eflingar. Friðrik Jónsson formaður BHM hefur talað um að uppsagnirnar veki óhug og til þess séu refirnir skornir að losa sig við óæskilegt starfsfólk. Ekki segir Sólveig Anna: „Ákvörðun stjórnar Eflingar um breytingar sem nú standa yfir er tekin á skýrum og málefnalegum grunni. Eru þær breytingar hugsaðar til að innleiða samræmi, jafnrétti og gagnsæi í launakjörum starfsfólks, innleiða eðlilegt bil milli hæstu og lægstu launa á skrifstofunum, og gera aðrar löngu tímabærar og nauðsynlegar breytingar á skipulagi.“ Sólveig Anna tekur fram að Drífa hafi ekki haft fyrir því að leita upplýsinga eða skýringa frá formanni eða stjórn Eflingar. „En [hún] hikar þó ekki við að fordæma opinberlega þeirra störf í þágu félagsfólks í Eflingu. Það eru sorgleg nýmæli að forseti Alþýðusambandins ráðist á verka- og láglaunafólk í stjórn eins af aðildarfélögum ASÍ með þessum hætti,“ segir í yfirlýsingu Sólveigar Önnu. Sólveig Anna segir að aðilar hafi rofið trúnað Þar kemur einnig fram að Baráttulistinn, listi Sólveigar Önnu í síðustu kosningum innan Eflingar, hafi lýst því yfir í kosningabaráttu að hann myndi gera „nauðsynlegar breytingar á rekstri skrifstofu Eflingar. Við það loforð verður staðið.“ Þá segir jafnframt að í því ferli yfirstandandi sé lögum og vinnubrögðum sem gilda fylgt í einu og öllu. „Óhjákvæmilegt er að segja upp öllum ráðningarsamningum, en allt starfsfólk verður hvatt til að sækja um auglýst störf að nýju.“ Fram kemur í yfirlýsingunni að yfir standi lögbundið samráð við fulltrúa starfsfólks sem lögum samkvæmt ber að fara fram í trúnaði. „Formaður Eflingar harmar að aðilar hafi rofið trúnað, lekið gögnum í fjölmiðla og tjáð sig þar með óvarlegum hætti áður en því samráðsferli lauk,“ segir í lokaorðum yfirlýsingarinnar. Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Friðrik segir uppsagnir hjá Eflingu vekja óhug Eftir að stjórn Eflingar greip til hópuppsagna á skrifstofum sínum leikur allt á reiðiskjálfi innan verkalýðshreyfingarinnar en þar hefur reyndar verið mikil ólga að undanförnu. 12. apríl 2022 12:21 Starfsmannafundur hjá Eflingu eftir fregnir af uppsögnum Starfsmannafundur stendur nú yfir hjá Eflingu og er skrifstofan lokuð vegna þessa. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að öllu starfsfólki yrði sagt upp störfum var samþykkt í gær. 12. apríl 2022 09:23 Segir upp öllu starfsfólki Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu. 11. apríl 2022 21:36 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
„Formaður Eflingar - stéttarfélags mótmælir órökstuddum yfirlýsingum forseta Alþýðusambands Íslands um lýðræðislegar ákvarðanir stjórnar Eflingar varðandi innri skipulagsmál á skrifstofum félagsins,“ segir í upphafi yfirlýsingar. Ákvörðun um uppsagnir málefnaleg Eins og Vísir hefur greint frá hefur Drífa, auk annarra verkalýðsleiðtoga, verið harðorð um hópuppsagnir sem boðað hefur verið til á skrifstofum Eflingar. Friðrik Jónsson formaður BHM hefur talað um að uppsagnirnar veki óhug og til þess séu refirnir skornir að losa sig við óæskilegt starfsfólk. Ekki segir Sólveig Anna: „Ákvörðun stjórnar Eflingar um breytingar sem nú standa yfir er tekin á skýrum og málefnalegum grunni. Eru þær breytingar hugsaðar til að innleiða samræmi, jafnrétti og gagnsæi í launakjörum starfsfólks, innleiða eðlilegt bil milli hæstu og lægstu launa á skrifstofunum, og gera aðrar löngu tímabærar og nauðsynlegar breytingar á skipulagi.“ Sólveig Anna tekur fram að Drífa hafi ekki haft fyrir því að leita upplýsinga eða skýringa frá formanni eða stjórn Eflingar. „En [hún] hikar þó ekki við að fordæma opinberlega þeirra störf í þágu félagsfólks í Eflingu. Það eru sorgleg nýmæli að forseti Alþýðusambandins ráðist á verka- og láglaunafólk í stjórn eins af aðildarfélögum ASÍ með þessum hætti,“ segir í yfirlýsingu Sólveigar Önnu. Sólveig Anna segir að aðilar hafi rofið trúnað Þar kemur einnig fram að Baráttulistinn, listi Sólveigar Önnu í síðustu kosningum innan Eflingar, hafi lýst því yfir í kosningabaráttu að hann myndi gera „nauðsynlegar breytingar á rekstri skrifstofu Eflingar. Við það loforð verður staðið.“ Þá segir jafnframt að í því ferli yfirstandandi sé lögum og vinnubrögðum sem gilda fylgt í einu og öllu. „Óhjákvæmilegt er að segja upp öllum ráðningarsamningum, en allt starfsfólk verður hvatt til að sækja um auglýst störf að nýju.“ Fram kemur í yfirlýsingunni að yfir standi lögbundið samráð við fulltrúa starfsfólks sem lögum samkvæmt ber að fara fram í trúnaði. „Formaður Eflingar harmar að aðilar hafi rofið trúnað, lekið gögnum í fjölmiðla og tjáð sig þar með óvarlegum hætti áður en því samráðsferli lauk,“ segir í lokaorðum yfirlýsingarinnar.
Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Friðrik segir uppsagnir hjá Eflingu vekja óhug Eftir að stjórn Eflingar greip til hópuppsagna á skrifstofum sínum leikur allt á reiðiskjálfi innan verkalýðshreyfingarinnar en þar hefur reyndar verið mikil ólga að undanförnu. 12. apríl 2022 12:21 Starfsmannafundur hjá Eflingu eftir fregnir af uppsögnum Starfsmannafundur stendur nú yfir hjá Eflingu og er skrifstofan lokuð vegna þessa. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að öllu starfsfólki yrði sagt upp störfum var samþykkt í gær. 12. apríl 2022 09:23 Segir upp öllu starfsfólki Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu. 11. apríl 2022 21:36 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Friðrik segir uppsagnir hjá Eflingu vekja óhug Eftir að stjórn Eflingar greip til hópuppsagna á skrifstofum sínum leikur allt á reiðiskjálfi innan verkalýðshreyfingarinnar en þar hefur reyndar verið mikil ólga að undanförnu. 12. apríl 2022 12:21
Starfsmannafundur hjá Eflingu eftir fregnir af uppsögnum Starfsmannafundur stendur nú yfir hjá Eflingu og er skrifstofan lokuð vegna þessa. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að öllu starfsfólki yrði sagt upp störfum var samþykkt í gær. 12. apríl 2022 09:23
Segir upp öllu starfsfólki Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu. 11. apríl 2022 21:36