Sjálfskaparvíti og dómgreindarleysi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 16. apríl 2022 14:01 Fyrir mánuði síðan flutti Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, ræðu á þingi þess þar sem hann sagði að sambandið hefði í raun gert hernaðaruppbyggingu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, mögulega sem og hernað hans í Úkraínu með kaupum á rússnesku gasi og olíu um langt árabil. Evrópusambandið hefði þannig einfaldlega sofið á verðinum og tekið allt of seint við sér gagnvart yfirgangi rússneskra stjórnvalda. Ég gerði þetta sama að umtalsefni í grein á Vísir.is í marz. Tilefnið var yfirlýsingar harðra Evrópusambandsinna um að við Íslendingar þyrftum að ganga í Evrópusambandið til þess að tryggja öryggi okkar gagnvart Rússlandi. Benti ég á að þær yfirlýsingar kæmu til að mynda afskaplega illa heim og saman við þá staðreynd að sambandið sjálft væri ljóslega berskjaldað gagnvart rússneskum stjórnvöldum þegar kæmi að orkuöryggi. „Þegar Rússar réðust inn á Krímskaga töluðum við um að við þyrftum að draga úr því hversu háð við værum rússnesku gasi. Síðan þá höfum við aukið það í stað þess að draga úr því,“ sagði Borrell í ræðu sinni. Í annarri ræðu í byrjun marz sagði hann að rætt hefði verið um það að draga þyrfti úr í þessum efnum að minnsta kosti undanfarin tuttugu ár en þess í stað hefði Evrópusambandið sífellt orðið háðara rússnesku gasi. Fjármunir streyma frá ESB til Rússlands Fjörutíu prósent af því gasi sem notað er innan Evrópusambandsins hefur komið frá Rússlandi og um fjórðungur olíunnar. Gríðarlegir fjármunir hafa streymt árum saman frá ríkjum sambandsins í rússneska ríkissjóðinn og gera enn. Brezk og bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að stöðva alfarið orkukaup frá Rússlandi, sem verið hafa margfalt minni en í tilfelli Evrópusambandsins, en sambandið dregur hins vegar enn lappirnar. Fyrst í stað tilkynnti Evrópusambandið að stefnt væri að því að sambandið yrði orðið óháð orku frá Rússlandi fyrir árið 2030 en í kjölfar harðrar gagnrýni var tilkynnt að draga ætti úr því hversu háð ríki þess væru rússnesku gasi og olíu um 2/3 fyrir áramót. Sérfræðingar telja þó í bezta falli óljóst hvort það markmið sé raunhæft. Sjálfur sagði Borrell að það yrði mjög erfitt og myndi kalla á miklar fórnir af hálfu íbúa sambandsins. Með öðrum orðum hefur Evrópusambandið þannig ekki einvörðugu sofið á verðinum gagnvart rússneskum stjórnvöldum undanfarna áratugi í því gríðarlega mikilvæga öryggismáli sem orkumál eru í dag heldur sífellt orðið berskjaldaðra í þeim efnum og fyrst og fremst vegna eigin framgöngu. Þannig hefur einfaldlega verið um hreint sjálfskaparvíti að ræða sem og vítavert dómgreindarleysi ráðamanna sambandsins. Hafa ekki kunnað fótum sínum forráð Fyrir utan annað, líkt og til að mynda alvarlega vanrækslu ríkja Evrópusambandsins um langt árabil við að tryggja eigin varnir, er þannig í bezta falli vandséð hvaða vörn sambandið ætti að geta veitt Íslandi gegn rússneskum stjórnvöldum. Talað hefur einkum verið um að Evrópusambandið gæti veitt Íslandi einhvers konar vernd á sviði viðskiptamála án þess að skilgreint hafi verið nánar í hverju hún ætti nákvæmlega að felast. Hins vegar liggur á sama tíma fyrir að Evrópusambandið sjálft og ríki þess hafa engan veginn kunnað fótum sínum forráð þegar kemur að viðskiptum við Rússland og telft með því orkuöryggi þess í algera tvísýnu. Raunar hefur verið um slíka hrópandi staðreynd að ræða að æðsti embættismaður sambandsins á sviði utanríkismála hefur ekki séð sér annað fært en að gangast ítrekað við henni á opinberum vettvangi. Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur þannig leitt af sér er að afhjúpa enn frekar hversu illa Evrópusambandið stendur að vígi þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Fyrst og fremst vegna framgöngu forystumanna sambandsins og ríkja þess. Fyrir utan annað verður það fyrir vikið að teljast nokkuð sérstakt sjónarmið, svo ekki sé meira sagt, að rétt væri að treysta þessum sömu aðilum fyrir öryggishagsmunum Íslands. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Fyrir mánuði síðan flutti Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, ræðu á þingi þess þar sem hann sagði að sambandið hefði í raun gert hernaðaruppbyggingu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, mögulega sem og hernað hans í Úkraínu með kaupum á rússnesku gasi og olíu um langt árabil. Evrópusambandið hefði þannig einfaldlega sofið á verðinum og tekið allt of seint við sér gagnvart yfirgangi rússneskra stjórnvalda. Ég gerði þetta sama að umtalsefni í grein á Vísir.is í marz. Tilefnið var yfirlýsingar harðra Evrópusambandsinna um að við Íslendingar þyrftum að ganga í Evrópusambandið til þess að tryggja öryggi okkar gagnvart Rússlandi. Benti ég á að þær yfirlýsingar kæmu til að mynda afskaplega illa heim og saman við þá staðreynd að sambandið sjálft væri ljóslega berskjaldað gagnvart rússneskum stjórnvöldum þegar kæmi að orkuöryggi. „Þegar Rússar réðust inn á Krímskaga töluðum við um að við þyrftum að draga úr því hversu háð við værum rússnesku gasi. Síðan þá höfum við aukið það í stað þess að draga úr því,“ sagði Borrell í ræðu sinni. Í annarri ræðu í byrjun marz sagði hann að rætt hefði verið um það að draga þyrfti úr í þessum efnum að minnsta kosti undanfarin tuttugu ár en þess í stað hefði Evrópusambandið sífellt orðið háðara rússnesku gasi. Fjármunir streyma frá ESB til Rússlands Fjörutíu prósent af því gasi sem notað er innan Evrópusambandsins hefur komið frá Rússlandi og um fjórðungur olíunnar. Gríðarlegir fjármunir hafa streymt árum saman frá ríkjum sambandsins í rússneska ríkissjóðinn og gera enn. Brezk og bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að stöðva alfarið orkukaup frá Rússlandi, sem verið hafa margfalt minni en í tilfelli Evrópusambandsins, en sambandið dregur hins vegar enn lappirnar. Fyrst í stað tilkynnti Evrópusambandið að stefnt væri að því að sambandið yrði orðið óháð orku frá Rússlandi fyrir árið 2030 en í kjölfar harðrar gagnrýni var tilkynnt að draga ætti úr því hversu háð ríki þess væru rússnesku gasi og olíu um 2/3 fyrir áramót. Sérfræðingar telja þó í bezta falli óljóst hvort það markmið sé raunhæft. Sjálfur sagði Borrell að það yrði mjög erfitt og myndi kalla á miklar fórnir af hálfu íbúa sambandsins. Með öðrum orðum hefur Evrópusambandið þannig ekki einvörðugu sofið á verðinum gagnvart rússneskum stjórnvöldum undanfarna áratugi í því gríðarlega mikilvæga öryggismáli sem orkumál eru í dag heldur sífellt orðið berskjaldaðra í þeim efnum og fyrst og fremst vegna eigin framgöngu. Þannig hefur einfaldlega verið um hreint sjálfskaparvíti að ræða sem og vítavert dómgreindarleysi ráðamanna sambandsins. Hafa ekki kunnað fótum sínum forráð Fyrir utan annað, líkt og til að mynda alvarlega vanrækslu ríkja Evrópusambandsins um langt árabil við að tryggja eigin varnir, er þannig í bezta falli vandséð hvaða vörn sambandið ætti að geta veitt Íslandi gegn rússneskum stjórnvöldum. Talað hefur einkum verið um að Evrópusambandið gæti veitt Íslandi einhvers konar vernd á sviði viðskiptamála án þess að skilgreint hafi verið nánar í hverju hún ætti nákvæmlega að felast. Hins vegar liggur á sama tíma fyrir að Evrópusambandið sjálft og ríki þess hafa engan veginn kunnað fótum sínum forráð þegar kemur að viðskiptum við Rússland og telft með því orkuöryggi þess í algera tvísýnu. Raunar hefur verið um slíka hrópandi staðreynd að ræða að æðsti embættismaður sambandsins á sviði utanríkismála hefur ekki séð sér annað fært en að gangast ítrekað við henni á opinberum vettvangi. Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur þannig leitt af sér er að afhjúpa enn frekar hversu illa Evrópusambandið stendur að vígi þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Fyrst og fremst vegna framgöngu forystumanna sambandsins og ríkja þess. Fyrir utan annað verður það fyrir vikið að teljast nokkuð sérstakt sjónarmið, svo ekki sé meira sagt, að rétt væri að treysta þessum sömu aðilum fyrir öryggishagsmunum Íslands. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar