Þakklát fyrir að geta verið örugg yfir páskana Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. apríl 2022 19:38 Árni og Ingvar ásamt fjölskyldumeðlimum Árna, þeim Svitlana, Vasyl, Lesia, Mykhailo og Evan. Vísir Úkraínsk flóttafjölskylda sem flúði til Íslands í síðasta mánuði segist þakklát fyrir að geta verið örugg yfir páskana. Þau segja mikilvægt að halda í hefðirnar þrátt fyrir erfiða stöðu í heimalandinu. Hátt í 800 úkraínskir flóttamenn eru hér á landi og halda flestir þeirra páskana hátíðlega. Páskarnir eru þó með örlítið öðruvísi sniði þar sem sjálfur páskadagur er ekki fyrr en næsta sunnudag. Ingvar Andrésson og Árni Valdason, eru fæddir í Úkraínu og hafa verið hér á landi í tæp átta ár en halda þó enn í ýmsar hefðir tengdar páskunum, til að mynda að baka páskabrauð og skreyta egg. „Ég held að þetta sé meiri hefð en til dæmis að halda upp á jólin,“ segir Ingvar aðspurður um hvernig Úkraínumenn halda upp á páskana. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir fólkið og allir vilja taka þátt í páskum rétttrúnaðarkirkjunnar.“ Síðustu ár hafa Úkraínumenn geta leitað til rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar hér á landi fyrir guðþjónustu yfir hátíðirnar. Stríðið breytti því þó í ár. „Það er erfitt út af því að það er ekki prestur hér, fólk vill ekki fara til rússneska prestsins, fólk vill það bara ekki,“ segir Ingvar. Patríarkinn Bartholomew, erkibiskup í Konstantínópel, sem nú heitir Istanbúl, stefnir þó á að bæta úr því að sögn Árna. „Hann sagði að hann ætlaði að senda okkur prest frá Evrópu eða Tyrklandi, prest sem talar úkraínsku og rússnesku og getur verið með messu hér, páskamessu,“ segir Árni. Vilja snúa til baka eftir stríðið Foreldrar, systir og tveir frændur Árna, þau Svitlana, Vasyl, Lesia, Mykhailo og Evan, komu til Íslands síðastliðinn mars en þau höfðu þá flúið heimili sitt í austurhluta Úkraínu. Þau héldu fyrst að landamærum Póllands áður en þau komu hingað. Fjölskyldan segist vera ánægð með að búa við öryggi hér á landi á meðan hátíðunum stendur. Svitlana segir mikilvægt að geta haldið páskana, ekki síst þar sem ættingjar þeirra margir hverjir eiga þess ekki kost á völ í Úkraínu vegna stríðsins. Þau segjast mjög þakklát fyrir það hvað Íslendingar hafa hjálpað þeim mikið, þakklát fyrir sjálfboðaliðana og ríkið, og þakklát fyrir almenn viðbrögð Íslands við ástandinu. Erfið staða blasi við þeim í heimalandinu og erfitt að segja hvenær stríðinu lýkur. Viljið þið fara til baka eftir stríðið? „Já,“ segir Svitlana og tekur dóttir hennar Lesia undir. Páskar Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Hátt í 800 úkraínskir flóttamenn eru hér á landi og halda flestir þeirra páskana hátíðlega. Páskarnir eru þó með örlítið öðruvísi sniði þar sem sjálfur páskadagur er ekki fyrr en næsta sunnudag. Ingvar Andrésson og Árni Valdason, eru fæddir í Úkraínu og hafa verið hér á landi í tæp átta ár en halda þó enn í ýmsar hefðir tengdar páskunum, til að mynda að baka páskabrauð og skreyta egg. „Ég held að þetta sé meiri hefð en til dæmis að halda upp á jólin,“ segir Ingvar aðspurður um hvernig Úkraínumenn halda upp á páskana. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir fólkið og allir vilja taka þátt í páskum rétttrúnaðarkirkjunnar.“ Síðustu ár hafa Úkraínumenn geta leitað til rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar hér á landi fyrir guðþjónustu yfir hátíðirnar. Stríðið breytti því þó í ár. „Það er erfitt út af því að það er ekki prestur hér, fólk vill ekki fara til rússneska prestsins, fólk vill það bara ekki,“ segir Ingvar. Patríarkinn Bartholomew, erkibiskup í Konstantínópel, sem nú heitir Istanbúl, stefnir þó á að bæta úr því að sögn Árna. „Hann sagði að hann ætlaði að senda okkur prest frá Evrópu eða Tyrklandi, prest sem talar úkraínsku og rússnesku og getur verið með messu hér, páskamessu,“ segir Árni. Vilja snúa til baka eftir stríðið Foreldrar, systir og tveir frændur Árna, þau Svitlana, Vasyl, Lesia, Mykhailo og Evan, komu til Íslands síðastliðinn mars en þau höfðu þá flúið heimili sitt í austurhluta Úkraínu. Þau héldu fyrst að landamærum Póllands áður en þau komu hingað. Fjölskyldan segist vera ánægð með að búa við öryggi hér á landi á meðan hátíðunum stendur. Svitlana segir mikilvægt að geta haldið páskana, ekki síst þar sem ættingjar þeirra margir hverjir eiga þess ekki kost á völ í Úkraínu vegna stríðsins. Þau segjast mjög þakklát fyrir það hvað Íslendingar hafa hjálpað þeim mikið, þakklát fyrir sjálfboðaliðana og ríkið, og þakklát fyrir almenn viðbrögð Íslands við ástandinu. Erfið staða blasi við þeim í heimalandinu og erfitt að segja hvenær stríðinu lýkur. Viljið þið fara til baka eftir stríðið? „Já,“ segir Svitlana og tekur dóttir hennar Lesia undir.
Páskar Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira