Er tilgangur ASÍ að berjast gegn Eflingu? Barbara Sawka skrifar 19. apríl 2022 09:01 Árið 2018 fengum við Eflingarfélagar tækifæri til að kjósa um formann í félaginu okkar í fyrsta sinn. Þá völdum við formann, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, til að vinna fyrir okkur. Það gerði hún svo sannarlega: Hún hefur undirbúið, skipulagt og leitt raunverulega baráttu fyrir okkur. Við höfum fengið von um að ef við stöndum saman þá eru okkur allir vegi færir. Því miður hafa frá 2018 verið endalaus vandræði frá starfsfólki skrifstofu Eflingar. Það hefur ekki verið borin virðing fyrir forystu láglaunafólks í þeirra eigin félagi og bæði almennir starfsmenn og stjórnendur hafa vaðið uppi með ótrúlegri frekju. Trúnaður hefur ekki verið virtur og kúganir hafa verið notaðar. Þegar þetta var orðið óbærilegt haustið 2021 þá tók Sólveig rétta ákvörðun um að segja af sér. Mjög sorglegt hefur verið að fylgjast með bandalaginu sem þá varð til milli forystu ASÍ, hörðustu andstæðinga Sólveigar úr röðum starfsfólks og fyrrverandi formanns og varaformanns Eflingar. Með aðstoð ASÍ tókst fyrrum formanni og varaformanni ásamt lögmanni félagsins að tefja aðalfund, þannig að hægt var að nota tímann til að koma í umferð alls konar fáránlegum en mjög alvarlegum ásökunum gegn Sólveigu, til dæmis um fjárdrátt. Þetta hefur forysta ASÍ stutt og tekið undir. Með þessu hafa andstæðingar Sólveigar Önnu sýnt að þeim er ekkert heilagt, ekki einu sinni orðspor félagsins okkar. Framkoman á aðalfundinum fyrr í þessum mánuði, sem vakið hefur athygli, var til skammar. Að starfsfólk félagsins, fyrrverandi formaður þess, starfsfólk, lögmaður og forysta ASÍ hafi tekið þátt í þessu finnst mér ótrúlegt. Mér finnst að þeir sem ganga harðast fram gegn stjórn Eflingar ættu að líta í eigin barm, til dæmis forseti Alþýðusambandsins. Hún tjáði sig ekki um þjófnað glæpafyrirtækisins Init á peningum okkar félagsmanna í verkalýðsfélögum í gegnum lífeyrissjóðinn okkar. Hún samþykkti leynilegt samkomulag við ríkisstjórnina um “Grænbók” þar sem á að taka af okkur samningsrétt og verkfallsvopnið. Það er stór skrítið að við félagsmenn séum að greiða meirihlutann af kostnaði við rekstur ASÍ þegar sambandið vinnur opinskátt á móti félaginu okkar og hagsmunum verkafólks. Hvenær er komið gott af árásum á Eflingu, fordæmingum á formanni okkar og afskiptum af löglegum ákvörðunum stjórnar? Hvernig væri að fara að snúa sér að hinum raunverulegu glæpamönnum Íslands, þeim sem til dæmis stela bönkum og ræna úr vösum verkafólks á hverjum degi? Þessu finnst mér að leiðtogar í verkalýðshreyfingunni mættu velta fyrir sér. Höfundur er félagi í Eflingu - stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2018 fengum við Eflingarfélagar tækifæri til að kjósa um formann í félaginu okkar í fyrsta sinn. Þá völdum við formann, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, til að vinna fyrir okkur. Það gerði hún svo sannarlega: Hún hefur undirbúið, skipulagt og leitt raunverulega baráttu fyrir okkur. Við höfum fengið von um að ef við stöndum saman þá eru okkur allir vegi færir. Því miður hafa frá 2018 verið endalaus vandræði frá starfsfólki skrifstofu Eflingar. Það hefur ekki verið borin virðing fyrir forystu láglaunafólks í þeirra eigin félagi og bæði almennir starfsmenn og stjórnendur hafa vaðið uppi með ótrúlegri frekju. Trúnaður hefur ekki verið virtur og kúganir hafa verið notaðar. Þegar þetta var orðið óbærilegt haustið 2021 þá tók Sólveig rétta ákvörðun um að segja af sér. Mjög sorglegt hefur verið að fylgjast með bandalaginu sem þá varð til milli forystu ASÍ, hörðustu andstæðinga Sólveigar úr röðum starfsfólks og fyrrverandi formanns og varaformanns Eflingar. Með aðstoð ASÍ tókst fyrrum formanni og varaformanni ásamt lögmanni félagsins að tefja aðalfund, þannig að hægt var að nota tímann til að koma í umferð alls konar fáránlegum en mjög alvarlegum ásökunum gegn Sólveigu, til dæmis um fjárdrátt. Þetta hefur forysta ASÍ stutt og tekið undir. Með þessu hafa andstæðingar Sólveigar Önnu sýnt að þeim er ekkert heilagt, ekki einu sinni orðspor félagsins okkar. Framkoman á aðalfundinum fyrr í þessum mánuði, sem vakið hefur athygli, var til skammar. Að starfsfólk félagsins, fyrrverandi formaður þess, starfsfólk, lögmaður og forysta ASÍ hafi tekið þátt í þessu finnst mér ótrúlegt. Mér finnst að þeir sem ganga harðast fram gegn stjórn Eflingar ættu að líta í eigin barm, til dæmis forseti Alþýðusambandsins. Hún tjáði sig ekki um þjófnað glæpafyrirtækisins Init á peningum okkar félagsmanna í verkalýðsfélögum í gegnum lífeyrissjóðinn okkar. Hún samþykkti leynilegt samkomulag við ríkisstjórnina um “Grænbók” þar sem á að taka af okkur samningsrétt og verkfallsvopnið. Það er stór skrítið að við félagsmenn séum að greiða meirihlutann af kostnaði við rekstur ASÍ þegar sambandið vinnur opinskátt á móti félaginu okkar og hagsmunum verkafólks. Hvenær er komið gott af árásum á Eflingu, fordæmingum á formanni okkar og afskiptum af löglegum ákvörðunum stjórnar? Hvernig væri að fara að snúa sér að hinum raunverulegu glæpamönnum Íslands, þeim sem til dæmis stela bönkum og ræna úr vösum verkafólks á hverjum degi? Þessu finnst mér að leiðtogar í verkalýðshreyfingunni mættu velta fyrir sér. Höfundur er félagi í Eflingu - stéttarfélagi.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun