Varamaðurinn Curry magnaður og Dallas jafnaði metin án Luka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2022 08:01 Stephen Curry nýtti mínúturnar vel í nótt. AAron Ontiveroz/Getty Images Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors eru farnir að munda sópinn eftir öruggan sigur á Denver Nuggets. Sama má segja um Philadelphia 76ers og þá tókst Dallas Mavericks að jafna metin gegn Utah Jazz. Stephen Curry hóf leik Warriors og Nuggets á varamannabekknum en hann hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu. Það gæti verið að Steve Kerr, þjálfari Stríðsmannanna, haldi Curry á bekknum þegar hann verður heill heilsu ef það lætur hann spila jafn vel og í nótt. Skyttan magnaða fór hreinlega á kostum í 20 stiga sigri Golden State, 126-106. Staðan 2-0 í einvíginu og virðist ljóst að Denver á ekki möguleika gegn léttleikandi liði Golden State. Alls skoraði Curry 34 stig á aðeins 23 mínútum. Einnig tók hann þrjú fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Næst stigahæstur í liði Warriors var Jordan Poole með 29 stig – og átta stoðsendingar – en Klay Thompson kom þar á eftir með 21 stig. Nikola Jokić var að venju stigahæstur hjá Nuggets. Hann skoraði 26 stig og tók 11 fráköst. Chef Curry was COOKING in Game 2 to protect homecourt #DubNation@StephenCurry30: 34 PTS (12-17 FGM), 4 AST, 5 3PMWarriors vs. Nuggets Game 3: Thurs. 10pm/et on TNT pic.twitter.com/K4NhUdgbIq— NBA (@NBA) April 19, 2022 Dallas Mavericks eru án hins ótrúlega Luka Dončić en það kom ekki að sök í nótt. Liðið vann sex stiga sigur á Utah, 110-104, og jafnaði metin í einvíginu. Staðan nú 1-1 og íbúar Dallas biðja til æðri máttarvalda um að Luka verði með það sem eftir lifir einvígisins. Dallas var sjóðandi heitt fyrir utan þriggja stiga línuna en alls fóru 22 þriggja stiga skot niður í leiknum. Lagði það grunninn að góðum sigri. Jalen Brunson var svo sá leikmaður liðsins sem steig hvað mest upp í fjarveru Luka í nótt en hann bauð upp á 41 stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar. Brunson hefur aldrei skorað meira í leik í NBA-deildinni og þá tapaði hann boltanum ekki einu sinni í leiknum. Hann er þar með fyrsti leikmaður í sögu Dallas til að skora 40 stig eða meira í leik í úrslitakeppninni án þess að missa boltann einu sinni frá sér. Jalen Brunson ERUPTED for 41 points to even up the series for the @dallasmavs! #MFFL@jalenbrunson1: 41 PTS, 8 REB, 5 AST, 2 STL, 6 3PMJazz vs. Mavs Game 3: Thurs. 9pm/et on NBA TV pic.twitter.com/pN7Rr1QnDf— NBA (@NBA) April 19, 2022 Hjá Jazz skoraði Donovan Mitchell mest allra eða 34 stig. Þar á eftir kom Bojan Bogdanović með 25 stig. Að lokum er Philadelphia 76ers komið 2-0 yfir gegn Toronto Raptors, lokatölur í nótt 112-97. Joel Embiid skoraði 31 stig og tók 11 fráköst fyrir 76ers. Þar á eftir kom Tyrese Maxey með 23 stig, níu fráköst og átta stoðsendingar. James Harden skoraði aðeins 14 stig en gaf sex stoðsendingar og tók sex fráköst. Hjá Raptors skoraði OG Anunoby 26 stig og var stigahæstur. Þar á eftir komu Pascal Siakam og Fred VanVleet báðir með 20 stig. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum Sjá meira
Stephen Curry hóf leik Warriors og Nuggets á varamannabekknum en hann hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu. Það gæti verið að Steve Kerr, þjálfari Stríðsmannanna, haldi Curry á bekknum þegar hann verður heill heilsu ef það lætur hann spila jafn vel og í nótt. Skyttan magnaða fór hreinlega á kostum í 20 stiga sigri Golden State, 126-106. Staðan 2-0 í einvíginu og virðist ljóst að Denver á ekki möguleika gegn léttleikandi liði Golden State. Alls skoraði Curry 34 stig á aðeins 23 mínútum. Einnig tók hann þrjú fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Næst stigahæstur í liði Warriors var Jordan Poole með 29 stig – og átta stoðsendingar – en Klay Thompson kom þar á eftir með 21 stig. Nikola Jokić var að venju stigahæstur hjá Nuggets. Hann skoraði 26 stig og tók 11 fráköst. Chef Curry was COOKING in Game 2 to protect homecourt #DubNation@StephenCurry30: 34 PTS (12-17 FGM), 4 AST, 5 3PMWarriors vs. Nuggets Game 3: Thurs. 10pm/et on TNT pic.twitter.com/K4NhUdgbIq— NBA (@NBA) April 19, 2022 Dallas Mavericks eru án hins ótrúlega Luka Dončić en það kom ekki að sök í nótt. Liðið vann sex stiga sigur á Utah, 110-104, og jafnaði metin í einvíginu. Staðan nú 1-1 og íbúar Dallas biðja til æðri máttarvalda um að Luka verði með það sem eftir lifir einvígisins. Dallas var sjóðandi heitt fyrir utan þriggja stiga línuna en alls fóru 22 þriggja stiga skot niður í leiknum. Lagði það grunninn að góðum sigri. Jalen Brunson var svo sá leikmaður liðsins sem steig hvað mest upp í fjarveru Luka í nótt en hann bauð upp á 41 stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar. Brunson hefur aldrei skorað meira í leik í NBA-deildinni og þá tapaði hann boltanum ekki einu sinni í leiknum. Hann er þar með fyrsti leikmaður í sögu Dallas til að skora 40 stig eða meira í leik í úrslitakeppninni án þess að missa boltann einu sinni frá sér. Jalen Brunson ERUPTED for 41 points to even up the series for the @dallasmavs! #MFFL@jalenbrunson1: 41 PTS, 8 REB, 5 AST, 2 STL, 6 3PMJazz vs. Mavs Game 3: Thurs. 9pm/et on NBA TV pic.twitter.com/pN7Rr1QnDf— NBA (@NBA) April 19, 2022 Hjá Jazz skoraði Donovan Mitchell mest allra eða 34 stig. Þar á eftir kom Bojan Bogdanović með 25 stig. Að lokum er Philadelphia 76ers komið 2-0 yfir gegn Toronto Raptors, lokatölur í nótt 112-97. Joel Embiid skoraði 31 stig og tók 11 fráköst fyrir 76ers. Þar á eftir kom Tyrese Maxey með 23 stig, níu fráköst og átta stoðsendingar. James Harden skoraði aðeins 14 stig en gaf sex stoðsendingar og tók sex fráköst. Hjá Raptors skoraði OG Anunoby 26 stig og var stigahæstur. Þar á eftir komu Pascal Siakam og Fred VanVleet báðir með 20 stig. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum Sjá meira