Páll skorar á strokufangann að gefa sig fram Jakob Bjarnar skrifar 20. apríl 2022 16:24 Páll segir að mikilvægt sé fyrir Gabríel að hann gefi sig fram, þannig megi forða frekari skaða og vinna með honum að farsælli afplánun. vísir/vilhelm/LÖGREGLAN Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunar og sálfræðingar stofnunar hafa þungar áhyggjur af því hverjar afleiðingar stroks ungs fanga geti orðið og biðla til hans að gefa sig fram. „Ef þessi ákvörðun var tekin í bráðræði hefur hann enn möguleika á að takmarka afleiðingarnar. Um er að ræða ungan mann sem á eins og aðrir möguleika á að bæta sig og standa sig vel í afplánun sem getur aukið líkur á betri afkomu hans að lokinni afplánun,“ segir Páll í samtali við Vísi. Eins og þegar hefur komið fram hefur lögreglan auglýst eftir fanga sem stakk af frá lögreglu fyrir framan Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. Hann heitir Gabríel Douane Boama og er fæddur 2002. Páll segir það afar mikilvægt að benda á neikvæðar afleiðingar fyrir fangann í tengslum við framgang afplánunar. „Strok úr afplánun er meðal alvarlegustu agabrota, það getur haft veruleg áhrif á afplánunartíma þannig að í stað þess að hljóta reynslulausn að afplánuðum hluta tímans með vistun í opnum fangelsum og áfangaheimilum á tímabilinu gæti hann þurft að afplána allan tímann í lokuðu fangelsi. Það er því mikilvægt fyrir hann að takamarka afleiðingar með því að gefa sig sem fyrst fram þannig að unnt verði að aðstoða hann og vinna með honum að farsælli afplánun.“ Páll segir að hjá Fangelsismálastofnun starfi hæfir sérfræðingar, sálfræðingar og félagsráðgjafar sem hafa sérfræðiþekkingu á sviðinu. Hann vonar að Gabríel komi í leitirnar áður en verra hlýst af; ekki síst hans sjálfs vegna. Fangelsismál Dómsmál Lögreglumál Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Tengdar fréttir Leit að Gabríel tekin alvarlega og helst leitað í heimahúsum Lögregla leitar enn að fanganum sem slapp úr haldi við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær þar sem mál hans var til meðferðar. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mikla áherslu lagða á að finna manninn. 20. apríl 2022 15:13 Strokufanginn ófundinn: Ákærður fyrir rán við Kjarvalsstaði Gabríel Douane Boama, sá sem slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær, er ófundinn. Hann er ákærður fyrir rán við Kjarvalsstaði síðastliðið sumar. Aðalmeðferð málsins fór fram í gær. 20. apríl 2022 12:14 Leita að gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu Yfirvöld leita nú að Gabríel Douane Boama, tvítugum gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur um sjö leytið dag. Lögregla hefur lýst eftir honum og segir mikilvægt að hann finnist sem fyrst. 19. apríl 2022 21:58 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Ef þessi ákvörðun var tekin í bráðræði hefur hann enn möguleika á að takmarka afleiðingarnar. Um er að ræða ungan mann sem á eins og aðrir möguleika á að bæta sig og standa sig vel í afplánun sem getur aukið líkur á betri afkomu hans að lokinni afplánun,“ segir Páll í samtali við Vísi. Eins og þegar hefur komið fram hefur lögreglan auglýst eftir fanga sem stakk af frá lögreglu fyrir framan Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. Hann heitir Gabríel Douane Boama og er fæddur 2002. Páll segir það afar mikilvægt að benda á neikvæðar afleiðingar fyrir fangann í tengslum við framgang afplánunar. „Strok úr afplánun er meðal alvarlegustu agabrota, það getur haft veruleg áhrif á afplánunartíma þannig að í stað þess að hljóta reynslulausn að afplánuðum hluta tímans með vistun í opnum fangelsum og áfangaheimilum á tímabilinu gæti hann þurft að afplána allan tímann í lokuðu fangelsi. Það er því mikilvægt fyrir hann að takamarka afleiðingar með því að gefa sig sem fyrst fram þannig að unnt verði að aðstoða hann og vinna með honum að farsælli afplánun.“ Páll segir að hjá Fangelsismálastofnun starfi hæfir sérfræðingar, sálfræðingar og félagsráðgjafar sem hafa sérfræðiþekkingu á sviðinu. Hann vonar að Gabríel komi í leitirnar áður en verra hlýst af; ekki síst hans sjálfs vegna.
Fangelsismál Dómsmál Lögreglumál Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Tengdar fréttir Leit að Gabríel tekin alvarlega og helst leitað í heimahúsum Lögregla leitar enn að fanganum sem slapp úr haldi við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær þar sem mál hans var til meðferðar. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mikla áherslu lagða á að finna manninn. 20. apríl 2022 15:13 Strokufanginn ófundinn: Ákærður fyrir rán við Kjarvalsstaði Gabríel Douane Boama, sá sem slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær, er ófundinn. Hann er ákærður fyrir rán við Kjarvalsstaði síðastliðið sumar. Aðalmeðferð málsins fór fram í gær. 20. apríl 2022 12:14 Leita að gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu Yfirvöld leita nú að Gabríel Douane Boama, tvítugum gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur um sjö leytið dag. Lögregla hefur lýst eftir honum og segir mikilvægt að hann finnist sem fyrst. 19. apríl 2022 21:58 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Leit að Gabríel tekin alvarlega og helst leitað í heimahúsum Lögregla leitar enn að fanganum sem slapp úr haldi við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær þar sem mál hans var til meðferðar. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mikla áherslu lagða á að finna manninn. 20. apríl 2022 15:13
Strokufanginn ófundinn: Ákærður fyrir rán við Kjarvalsstaði Gabríel Douane Boama, sá sem slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær, er ófundinn. Hann er ákærður fyrir rán við Kjarvalsstaði síðastliðið sumar. Aðalmeðferð málsins fór fram í gær. 20. apríl 2022 12:14
Leita að gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu Yfirvöld leita nú að Gabríel Douane Boama, tvítugum gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur um sjö leytið dag. Lögregla hefur lýst eftir honum og segir mikilvægt að hann finnist sem fyrst. 19. apríl 2022 21:58