Stysta grásleppuvertíð sögunnar komin á fullt Kristján Már Unnarsson skrifar 20. apríl 2022 22:55 Arthur Bogason er formaður Landssambands smábátaeigenda. Egill Aðalsteinsson Grásleppuveiðar eru nú komnar á fullt, á stystu vertíð sögunnar í fjölda leyfðra veiðidaga. Dæmi eru um mjög góð aflabrögð og verðið fyrir grásleppuna hefur þokast upp. Þegar grásleppusjómenn fara að leggja net sín, þá er vorið að koma. „Auðvitað er þetta einn af vorboðunum. Og rauðmaginn náttúrlega ásamt lóunni eru tveir af helstu vorboðum Íslands,“ segir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. En grásleppan er líka tengd litlu strandbyggðunum. „Þetta getur skipt alveg gríðarlegu máli í mörgum af þessum litlu byggðarlögum,“ segir Arthur, sem býst við að yfir 160 bátar verði á grásleppuveiðum þetta vorið. Pétur Ólafsson grásleppusjómaður.Egill Aðalsteinsson Í Reykjavíkurhöfn hittum við þrjá grásleppusjómenn sem róa saman á tveim bátum út frá Grindavík. Þeir hófu veiðarnar 31. mars á Garpi RE en voru að dytta að hinum bátnum, Jón Pétri RE, í Reykjavík. „Veiðin hefur verið mjög góð, per dag. Svona í kringum fjögur tonn,“ segir Pétur Ólafsson, grásleppukarl í Grindavík, sem gerir út bátana. Og það eru ekki bara gamlir karlar í grásleppunni. „Nei, nei. Við erum ungir og graðir,“ heyrist svarað. Og raunar hafa engir veitt meira en þeir. „Við erum hæstir á landinu,“ segir Pétur. Grásleppuveiðar máttu hefjast 20. mars og skal þeim almennt lokið 30. júní. Hver bátur má stunda veiðarnar í 25 daga samfellt. Veiðitímabilið í innanverðum Breiðafirði er þó seinna, frá 20. maí til 12. ágúst.Egill Aðalsteinsson „Þeir hafa verið að veiða alveg hreint með ólíkindum,“ segir Arthur um aflabrögð þremenninganna. „Ég veit af mönnum fyrir norðan, við Langanesið, sem hafa bara verið að veiða prýðilega en eru bara búnir með tímann sinn. En svo hefur þetta verið dálítið brokkgengara annars staðar.“ Veiðin í fyrra var sú mesta í sögu grásleppuveiða með ótrúlegan meðalafla á bát. „Rétt um 86 tunnur af hrognum. Það er bara eitthvað sem við erum ennþá að klóra okkur í hausnum yfir.“ Mikið framboð þýddi líka að verðið var með lægsta móti. „En núna er það að skríða upp. Kannski vegna þess að það var tekin ákvörðun um það að hafa dagana mjög fáa. Þetta er stysta grásleppuvertíð sem hefur bara nokkurn tímann verið, ekki nema 25 veiðidagar leyfðir. Og fyrir vikið þá kannski eykst nú þrýstingur á kaupendur að hækka aðeins verðið,“ segir Arthur Bogason. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Byggðamál Grindavík Reykjavík Tengdar fréttir 244 grásleppusjómenn vilja setja tegundina í kvóta Grásleppusjómenn afhentu sjávarútvegsráðherra stuðningsyfirlýsingu í morgun við frumvarp hans um kvótasetningu grásleppuveiða. Ríflega helmingur leyfishafa grásleppuveiða skrifaði undir. Ráðherrann segir að þetta sýni þörfina á að breyta veiðistjórnun tegundarinnar. 8. desember 2020 14:00 Verulega ósáttir við stöðvun grásleppuveiða Grásleppusjómenn á Akranesi eru ekki sáttir við ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins að stöðva veiðar skyndilega. Það var gert vegna mikillar veiði fyrir norðan land, þar sem veiðarnar hefjast fyrr en annars staðar. 2. maí 2020 19:59 Veltir fyrir sér hvort að smábátaeigendur á Akranesi séu nú ólöglegir Grásleppuveiðar voru stöðvar á miðnætti. Smábátaeigendur á Akranesi hafa harðlega gagnrýnt hversu skammur fyrirfari sé á stöðvuninni þá sé misskipt milli landshluta hversu mikið sjómenn hafa getað veitt. Siglt var frá Akranesi í morgun til að ná upp veiðarfærum hjá bátum á grásleppuveiðum. 3. maí 2020 14:06 Gera upp gömlu grásleppuskúrana við Ægisíðu Unnið er að því að gera upp gömlu grásleppuskúrana við Ægisíðu. Uppi eru hugmyndir um að nýta skúrana, til dæmis sem búningsklefa fyrir sjósundskappa. 10. júlí 2021 20:56 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Sjá meira
Þegar grásleppusjómenn fara að leggja net sín, þá er vorið að koma. „Auðvitað er þetta einn af vorboðunum. Og rauðmaginn náttúrlega ásamt lóunni eru tveir af helstu vorboðum Íslands,“ segir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. En grásleppan er líka tengd litlu strandbyggðunum. „Þetta getur skipt alveg gríðarlegu máli í mörgum af þessum litlu byggðarlögum,“ segir Arthur, sem býst við að yfir 160 bátar verði á grásleppuveiðum þetta vorið. Pétur Ólafsson grásleppusjómaður.Egill Aðalsteinsson Í Reykjavíkurhöfn hittum við þrjá grásleppusjómenn sem róa saman á tveim bátum út frá Grindavík. Þeir hófu veiðarnar 31. mars á Garpi RE en voru að dytta að hinum bátnum, Jón Pétri RE, í Reykjavík. „Veiðin hefur verið mjög góð, per dag. Svona í kringum fjögur tonn,“ segir Pétur Ólafsson, grásleppukarl í Grindavík, sem gerir út bátana. Og það eru ekki bara gamlir karlar í grásleppunni. „Nei, nei. Við erum ungir og graðir,“ heyrist svarað. Og raunar hafa engir veitt meira en þeir. „Við erum hæstir á landinu,“ segir Pétur. Grásleppuveiðar máttu hefjast 20. mars og skal þeim almennt lokið 30. júní. Hver bátur má stunda veiðarnar í 25 daga samfellt. Veiðitímabilið í innanverðum Breiðafirði er þó seinna, frá 20. maí til 12. ágúst.Egill Aðalsteinsson „Þeir hafa verið að veiða alveg hreint með ólíkindum,“ segir Arthur um aflabrögð þremenninganna. „Ég veit af mönnum fyrir norðan, við Langanesið, sem hafa bara verið að veiða prýðilega en eru bara búnir með tímann sinn. En svo hefur þetta verið dálítið brokkgengara annars staðar.“ Veiðin í fyrra var sú mesta í sögu grásleppuveiða með ótrúlegan meðalafla á bát. „Rétt um 86 tunnur af hrognum. Það er bara eitthvað sem við erum ennþá að klóra okkur í hausnum yfir.“ Mikið framboð þýddi líka að verðið var með lægsta móti. „En núna er það að skríða upp. Kannski vegna þess að það var tekin ákvörðun um það að hafa dagana mjög fáa. Þetta er stysta grásleppuvertíð sem hefur bara nokkurn tímann verið, ekki nema 25 veiðidagar leyfðir. Og fyrir vikið þá kannski eykst nú þrýstingur á kaupendur að hækka aðeins verðið,“ segir Arthur Bogason. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Byggðamál Grindavík Reykjavík Tengdar fréttir 244 grásleppusjómenn vilja setja tegundina í kvóta Grásleppusjómenn afhentu sjávarútvegsráðherra stuðningsyfirlýsingu í morgun við frumvarp hans um kvótasetningu grásleppuveiða. Ríflega helmingur leyfishafa grásleppuveiða skrifaði undir. Ráðherrann segir að þetta sýni þörfina á að breyta veiðistjórnun tegundarinnar. 8. desember 2020 14:00 Verulega ósáttir við stöðvun grásleppuveiða Grásleppusjómenn á Akranesi eru ekki sáttir við ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins að stöðva veiðar skyndilega. Það var gert vegna mikillar veiði fyrir norðan land, þar sem veiðarnar hefjast fyrr en annars staðar. 2. maí 2020 19:59 Veltir fyrir sér hvort að smábátaeigendur á Akranesi séu nú ólöglegir Grásleppuveiðar voru stöðvar á miðnætti. Smábátaeigendur á Akranesi hafa harðlega gagnrýnt hversu skammur fyrirfari sé á stöðvuninni þá sé misskipt milli landshluta hversu mikið sjómenn hafa getað veitt. Siglt var frá Akranesi í morgun til að ná upp veiðarfærum hjá bátum á grásleppuveiðum. 3. maí 2020 14:06 Gera upp gömlu grásleppuskúrana við Ægisíðu Unnið er að því að gera upp gömlu grásleppuskúrana við Ægisíðu. Uppi eru hugmyndir um að nýta skúrana, til dæmis sem búningsklefa fyrir sjósundskappa. 10. júlí 2021 20:56 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Sjá meira
244 grásleppusjómenn vilja setja tegundina í kvóta Grásleppusjómenn afhentu sjávarútvegsráðherra stuðningsyfirlýsingu í morgun við frumvarp hans um kvótasetningu grásleppuveiða. Ríflega helmingur leyfishafa grásleppuveiða skrifaði undir. Ráðherrann segir að þetta sýni þörfina á að breyta veiðistjórnun tegundarinnar. 8. desember 2020 14:00
Verulega ósáttir við stöðvun grásleppuveiða Grásleppusjómenn á Akranesi eru ekki sáttir við ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins að stöðva veiðar skyndilega. Það var gert vegna mikillar veiði fyrir norðan land, þar sem veiðarnar hefjast fyrr en annars staðar. 2. maí 2020 19:59
Veltir fyrir sér hvort að smábátaeigendur á Akranesi séu nú ólöglegir Grásleppuveiðar voru stöðvar á miðnætti. Smábátaeigendur á Akranesi hafa harðlega gagnrýnt hversu skammur fyrirfari sé á stöðvuninni þá sé misskipt milli landshluta hversu mikið sjómenn hafa getað veitt. Siglt var frá Akranesi í morgun til að ná upp veiðarfærum hjá bátum á grásleppuveiðum. 3. maí 2020 14:06
Gera upp gömlu grásleppuskúrana við Ægisíðu Unnið er að því að gera upp gömlu grásleppuskúrana við Ægisíðu. Uppi eru hugmyndir um að nýta skúrana, til dæmis sem búningsklefa fyrir sjósundskappa. 10. júlí 2021 20:56