Ferskir vindar fyrir Garðabæ með Viðreisn Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 25. apríl 2022 15:00 Við í Viðreisn viljum sjá Garðabæ vaxa sem sanngjarnt samfélag. En hvað er sanngjarnt? Fyrir sveitarfélag sem stendur fjárhagslega vel, líkt og Garðabær, er sanngjarnt að öll lögbundin þjónusta sé framúrskarandi. Þá fyrst getum við talað um Garðabæ sem framúrskarandi sveitarfélag sem stendur vel. Að standa vel snýr jöfnum höndum að því að fara vel með fjármuni og forgangsraða skattpeningum í þágu lögbundinnar þjónustu og grunnþjónustu á við leikskóla. Garðabær stendur fjárhagslega vel þrátt fyrir tveggja ára heimsfaraldur sem setti strik í reikninginn og jók útgjöld til félagsþjónustu. Á sama tíma hægði verulega á mikilvægum verkefnum sem lúta að uppfærslu stjórnsýslunnar til nútímans. Fyrir litla stjórnsýslu er ekki hægt að hlaða verkefnum endalaust á og undir því álagi sem hlaust af heimsfaraldri þarfnaðist stjórnsýslan allra handa upp á dekk til að tryggja grunnþjónustu og bregðast við óvissunni frá degi til dags. Það gerði starfsfólk Garðabæjar svo sannarlega með afbrigðum vel. En á sama tíma hefur átt sér mikill og hraður vöxtur í sveitarfélaginu. Svo hraður að tímabært er að endurskoða burði stjórnsýslunnar miðað við þann mannafla sem hún hefur. Verkefnum fjölgar og ýmis þjónusta eykst samhliða íbúafjölgun. Innviðir velferðarþjónustu jafnt sem innviðir umhverfis- og skipulagsmála þurfa að valda slíkri fjölgun. Tryggjum þjónustu í hæstu gæðum Þrátt fyrir að standa fjárhagslega vel hefur ekki gengið jafnvel hjá Garðabæ að veita framúrskarandi þjónustu við þá sem minna mega sín. Það hefur ekki verið í forgangi að setja lögbundna þjónustu við fatlað fólk eða fjölskyldur þeirra í fyrsta sæti. Það hefur ekki heldur verið í forgangi að tryggja búsetu fyrir alla. Garðabær býr yfir afar rýru framboði af félagslegu húsnæði og er þar langt á eftir nágrannasveitarfélögum sínum, miðað við fjölda íbúa. Ítrekað fáum við þær staðreyndir upp á borð hvernig íbúar í Garðabæ, sem þurfa á slíku búsetuúrræði að halda, sitja eftir samanborið við íbúa annarra sveitarfélaga. Það er allt að átakanlegt að horfast í augu við þær staðreyndir, því við getum gert svo mikið betur. Á meðan Garðabær veitir lakari þjónustu en aðrir, getum við ekki staðið keik og talað uppfull af stolti, hátt og snjallt um að Garðabær standi svo vel og jafnvel framar öðrum sveitarfélögum. Sterk fjárhagsleg staða er hins vegar forsenda þess að hægt sé að veita betri þjónustu og styðja enn betur við fjölbreytileika samfélagsins. Garðabær framtíðar Við í Viðreisn viljum bretta upp ermar, auka markvisst framboð á félagslegu húsnæði og hækka þjónustustig við alla þá sem þurfa á félagsþjónustu að halda. Við viljum líka byggja upp gagnsærri og stafrænni stjórnsýslu, stýra innkaupum með faglegri hætti í gegnum opinber innkaup og grænum fjárfestingum og byggja upp innviði í takt við íbúaþróun. Við viljum hraðari uppbyggingu og tryggja íbúum raunverulegt val um umhverfisvænan lífsstíl með því að tryggja og styðja við almenningssamgöngur og öruggar samgöngur hjólandi og gangandi um allan Garðabæ. Líka til og frá úthverfanna okkar mikilvægu. Við í Viðreisn viljum öflugt nærsamfélag með blómlegri atvinnustarfsemi, þar sem börnum og ungmennum býðst skólaval í öflugum skólum Garðabæjar, þar sem stutt er við íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og ungmenni í öllum hverfum. Við viljum Garðabæ sem valkost fyrir öll sem vilja búa í sveitarfélagi sem býr við náttúruperlur sem bjóða upp á stórkostlega möguleika til útivistar. Eftir setu mína í bæjarstjórn sl. fjögur ár veit ég að það skiptir máli að áherslur Viðreisnar hafi rödd við bæjarstjórnarborðið. Því fleiri sem við verðum, því sterkari verður rödd okkar. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Viðreisn Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Við í Viðreisn viljum sjá Garðabæ vaxa sem sanngjarnt samfélag. En hvað er sanngjarnt? Fyrir sveitarfélag sem stendur fjárhagslega vel, líkt og Garðabær, er sanngjarnt að öll lögbundin þjónusta sé framúrskarandi. Þá fyrst getum við talað um Garðabæ sem framúrskarandi sveitarfélag sem stendur vel. Að standa vel snýr jöfnum höndum að því að fara vel með fjármuni og forgangsraða skattpeningum í þágu lögbundinnar þjónustu og grunnþjónustu á við leikskóla. Garðabær stendur fjárhagslega vel þrátt fyrir tveggja ára heimsfaraldur sem setti strik í reikninginn og jók útgjöld til félagsþjónustu. Á sama tíma hægði verulega á mikilvægum verkefnum sem lúta að uppfærslu stjórnsýslunnar til nútímans. Fyrir litla stjórnsýslu er ekki hægt að hlaða verkefnum endalaust á og undir því álagi sem hlaust af heimsfaraldri þarfnaðist stjórnsýslan allra handa upp á dekk til að tryggja grunnþjónustu og bregðast við óvissunni frá degi til dags. Það gerði starfsfólk Garðabæjar svo sannarlega með afbrigðum vel. En á sama tíma hefur átt sér mikill og hraður vöxtur í sveitarfélaginu. Svo hraður að tímabært er að endurskoða burði stjórnsýslunnar miðað við þann mannafla sem hún hefur. Verkefnum fjölgar og ýmis þjónusta eykst samhliða íbúafjölgun. Innviðir velferðarþjónustu jafnt sem innviðir umhverfis- og skipulagsmála þurfa að valda slíkri fjölgun. Tryggjum þjónustu í hæstu gæðum Þrátt fyrir að standa fjárhagslega vel hefur ekki gengið jafnvel hjá Garðabæ að veita framúrskarandi þjónustu við þá sem minna mega sín. Það hefur ekki verið í forgangi að setja lögbundna þjónustu við fatlað fólk eða fjölskyldur þeirra í fyrsta sæti. Það hefur ekki heldur verið í forgangi að tryggja búsetu fyrir alla. Garðabær býr yfir afar rýru framboði af félagslegu húsnæði og er þar langt á eftir nágrannasveitarfélögum sínum, miðað við fjölda íbúa. Ítrekað fáum við þær staðreyndir upp á borð hvernig íbúar í Garðabæ, sem þurfa á slíku búsetuúrræði að halda, sitja eftir samanborið við íbúa annarra sveitarfélaga. Það er allt að átakanlegt að horfast í augu við þær staðreyndir, því við getum gert svo mikið betur. Á meðan Garðabær veitir lakari þjónustu en aðrir, getum við ekki staðið keik og talað uppfull af stolti, hátt og snjallt um að Garðabær standi svo vel og jafnvel framar öðrum sveitarfélögum. Sterk fjárhagsleg staða er hins vegar forsenda þess að hægt sé að veita betri þjónustu og styðja enn betur við fjölbreytileika samfélagsins. Garðabær framtíðar Við í Viðreisn viljum bretta upp ermar, auka markvisst framboð á félagslegu húsnæði og hækka þjónustustig við alla þá sem þurfa á félagsþjónustu að halda. Við viljum líka byggja upp gagnsærri og stafrænni stjórnsýslu, stýra innkaupum með faglegri hætti í gegnum opinber innkaup og grænum fjárfestingum og byggja upp innviði í takt við íbúaþróun. Við viljum hraðari uppbyggingu og tryggja íbúum raunverulegt val um umhverfisvænan lífsstíl með því að tryggja og styðja við almenningssamgöngur og öruggar samgöngur hjólandi og gangandi um allan Garðabæ. Líka til og frá úthverfanna okkar mikilvægu. Við í Viðreisn viljum öflugt nærsamfélag með blómlegri atvinnustarfsemi, þar sem börnum og ungmennum býðst skólaval í öflugum skólum Garðabæjar, þar sem stutt er við íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og ungmenni í öllum hverfum. Við viljum Garðabæ sem valkost fyrir öll sem vilja búa í sveitarfélagi sem býr við náttúruperlur sem bjóða upp á stórkostlega möguleika til útivistar. Eftir setu mína í bæjarstjórn sl. fjögur ár veit ég að það skiptir máli að áherslur Viðreisnar hafi rödd við bæjarstjórnarborðið. Því fleiri sem við verðum, því sterkari verður rödd okkar. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun