Ferskir vindar fyrir Garðabæ með Viðreisn Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 25. apríl 2022 15:00 Við í Viðreisn viljum sjá Garðabæ vaxa sem sanngjarnt samfélag. En hvað er sanngjarnt? Fyrir sveitarfélag sem stendur fjárhagslega vel, líkt og Garðabær, er sanngjarnt að öll lögbundin þjónusta sé framúrskarandi. Þá fyrst getum við talað um Garðabæ sem framúrskarandi sveitarfélag sem stendur vel. Að standa vel snýr jöfnum höndum að því að fara vel með fjármuni og forgangsraða skattpeningum í þágu lögbundinnar þjónustu og grunnþjónustu á við leikskóla. Garðabær stendur fjárhagslega vel þrátt fyrir tveggja ára heimsfaraldur sem setti strik í reikninginn og jók útgjöld til félagsþjónustu. Á sama tíma hægði verulega á mikilvægum verkefnum sem lúta að uppfærslu stjórnsýslunnar til nútímans. Fyrir litla stjórnsýslu er ekki hægt að hlaða verkefnum endalaust á og undir því álagi sem hlaust af heimsfaraldri þarfnaðist stjórnsýslan allra handa upp á dekk til að tryggja grunnþjónustu og bregðast við óvissunni frá degi til dags. Það gerði starfsfólk Garðabæjar svo sannarlega með afbrigðum vel. En á sama tíma hefur átt sér mikill og hraður vöxtur í sveitarfélaginu. Svo hraður að tímabært er að endurskoða burði stjórnsýslunnar miðað við þann mannafla sem hún hefur. Verkefnum fjölgar og ýmis þjónusta eykst samhliða íbúafjölgun. Innviðir velferðarþjónustu jafnt sem innviðir umhverfis- og skipulagsmála þurfa að valda slíkri fjölgun. Tryggjum þjónustu í hæstu gæðum Þrátt fyrir að standa fjárhagslega vel hefur ekki gengið jafnvel hjá Garðabæ að veita framúrskarandi þjónustu við þá sem minna mega sín. Það hefur ekki verið í forgangi að setja lögbundna þjónustu við fatlað fólk eða fjölskyldur þeirra í fyrsta sæti. Það hefur ekki heldur verið í forgangi að tryggja búsetu fyrir alla. Garðabær býr yfir afar rýru framboði af félagslegu húsnæði og er þar langt á eftir nágrannasveitarfélögum sínum, miðað við fjölda íbúa. Ítrekað fáum við þær staðreyndir upp á borð hvernig íbúar í Garðabæ, sem þurfa á slíku búsetuúrræði að halda, sitja eftir samanborið við íbúa annarra sveitarfélaga. Það er allt að átakanlegt að horfast í augu við þær staðreyndir, því við getum gert svo mikið betur. Á meðan Garðabær veitir lakari þjónustu en aðrir, getum við ekki staðið keik og talað uppfull af stolti, hátt og snjallt um að Garðabær standi svo vel og jafnvel framar öðrum sveitarfélögum. Sterk fjárhagsleg staða er hins vegar forsenda þess að hægt sé að veita betri þjónustu og styðja enn betur við fjölbreytileika samfélagsins. Garðabær framtíðar Við í Viðreisn viljum bretta upp ermar, auka markvisst framboð á félagslegu húsnæði og hækka þjónustustig við alla þá sem þurfa á félagsþjónustu að halda. Við viljum líka byggja upp gagnsærri og stafrænni stjórnsýslu, stýra innkaupum með faglegri hætti í gegnum opinber innkaup og grænum fjárfestingum og byggja upp innviði í takt við íbúaþróun. Við viljum hraðari uppbyggingu og tryggja íbúum raunverulegt val um umhverfisvænan lífsstíl með því að tryggja og styðja við almenningssamgöngur og öruggar samgöngur hjólandi og gangandi um allan Garðabæ. Líka til og frá úthverfanna okkar mikilvægu. Við í Viðreisn viljum öflugt nærsamfélag með blómlegri atvinnustarfsemi, þar sem börnum og ungmennum býðst skólaval í öflugum skólum Garðabæjar, þar sem stutt er við íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og ungmenni í öllum hverfum. Við viljum Garðabæ sem valkost fyrir öll sem vilja búa í sveitarfélagi sem býr við náttúruperlur sem bjóða upp á stórkostlega möguleika til útivistar. Eftir setu mína í bæjarstjórn sl. fjögur ár veit ég að það skiptir máli að áherslur Viðreisnar hafi rödd við bæjarstjórnarborðið. Því fleiri sem við verðum, því sterkari verður rödd okkar. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Viðreisn Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við í Viðreisn viljum sjá Garðabæ vaxa sem sanngjarnt samfélag. En hvað er sanngjarnt? Fyrir sveitarfélag sem stendur fjárhagslega vel, líkt og Garðabær, er sanngjarnt að öll lögbundin þjónusta sé framúrskarandi. Þá fyrst getum við talað um Garðabæ sem framúrskarandi sveitarfélag sem stendur vel. Að standa vel snýr jöfnum höndum að því að fara vel með fjármuni og forgangsraða skattpeningum í þágu lögbundinnar þjónustu og grunnþjónustu á við leikskóla. Garðabær stendur fjárhagslega vel þrátt fyrir tveggja ára heimsfaraldur sem setti strik í reikninginn og jók útgjöld til félagsþjónustu. Á sama tíma hægði verulega á mikilvægum verkefnum sem lúta að uppfærslu stjórnsýslunnar til nútímans. Fyrir litla stjórnsýslu er ekki hægt að hlaða verkefnum endalaust á og undir því álagi sem hlaust af heimsfaraldri þarfnaðist stjórnsýslan allra handa upp á dekk til að tryggja grunnþjónustu og bregðast við óvissunni frá degi til dags. Það gerði starfsfólk Garðabæjar svo sannarlega með afbrigðum vel. En á sama tíma hefur átt sér mikill og hraður vöxtur í sveitarfélaginu. Svo hraður að tímabært er að endurskoða burði stjórnsýslunnar miðað við þann mannafla sem hún hefur. Verkefnum fjölgar og ýmis þjónusta eykst samhliða íbúafjölgun. Innviðir velferðarþjónustu jafnt sem innviðir umhverfis- og skipulagsmála þurfa að valda slíkri fjölgun. Tryggjum þjónustu í hæstu gæðum Þrátt fyrir að standa fjárhagslega vel hefur ekki gengið jafnvel hjá Garðabæ að veita framúrskarandi þjónustu við þá sem minna mega sín. Það hefur ekki verið í forgangi að setja lögbundna þjónustu við fatlað fólk eða fjölskyldur þeirra í fyrsta sæti. Það hefur ekki heldur verið í forgangi að tryggja búsetu fyrir alla. Garðabær býr yfir afar rýru framboði af félagslegu húsnæði og er þar langt á eftir nágrannasveitarfélögum sínum, miðað við fjölda íbúa. Ítrekað fáum við þær staðreyndir upp á borð hvernig íbúar í Garðabæ, sem þurfa á slíku búsetuúrræði að halda, sitja eftir samanborið við íbúa annarra sveitarfélaga. Það er allt að átakanlegt að horfast í augu við þær staðreyndir, því við getum gert svo mikið betur. Á meðan Garðabær veitir lakari þjónustu en aðrir, getum við ekki staðið keik og talað uppfull af stolti, hátt og snjallt um að Garðabær standi svo vel og jafnvel framar öðrum sveitarfélögum. Sterk fjárhagsleg staða er hins vegar forsenda þess að hægt sé að veita betri þjónustu og styðja enn betur við fjölbreytileika samfélagsins. Garðabær framtíðar Við í Viðreisn viljum bretta upp ermar, auka markvisst framboð á félagslegu húsnæði og hækka þjónustustig við alla þá sem þurfa á félagsþjónustu að halda. Við viljum líka byggja upp gagnsærri og stafrænni stjórnsýslu, stýra innkaupum með faglegri hætti í gegnum opinber innkaup og grænum fjárfestingum og byggja upp innviði í takt við íbúaþróun. Við viljum hraðari uppbyggingu og tryggja íbúum raunverulegt val um umhverfisvænan lífsstíl með því að tryggja og styðja við almenningssamgöngur og öruggar samgöngur hjólandi og gangandi um allan Garðabæ. Líka til og frá úthverfanna okkar mikilvægu. Við í Viðreisn viljum öflugt nærsamfélag með blómlegri atvinnustarfsemi, þar sem börnum og ungmennum býðst skólaval í öflugum skólum Garðabæjar, þar sem stutt er við íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og ungmenni í öllum hverfum. Við viljum Garðabæ sem valkost fyrir öll sem vilja búa í sveitarfélagi sem býr við náttúruperlur sem bjóða upp á stórkostlega möguleika til útivistar. Eftir setu mína í bæjarstjórn sl. fjögur ár veit ég að það skiptir máli að áherslur Viðreisnar hafi rödd við bæjarstjórnarborðið. Því fleiri sem við verðum, því sterkari verður rödd okkar. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun