Munu leggja fram tillögu þar sem skorað er á stjórnina að draga uppsagnirnar til baka Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. apríl 2022 19:50 Fresta þurfti fundinum um hátt í hálftíma þar sem fólk var enn að streyma inn í salinn klukkan sex. Skorað verður á stjórn Eflingar að draga hópuppsagnir á skrifstofu félagsins til baka en tillögu að ályktun þess efnis verður lögð fram á félagsfundi sem hófst fyrr í kvöld. Heitar umræður hafa skapast um uppsagnirnar undanfarnar vikur og er viðbúið að fundurinn standi yfir langt fram á kvöld. Hátt í 500 félagsmenn óskuðu eftir því að fundurinn færi fram í síðustu viku og stóð upprunalega til að halda fundinn í húsakynnum Eflingar við Guðrúnartún. Ljóst var að fundurinn yrði fjölmennur og var hann því fluttur í Valsheimilið á Hlíðarenda. Röð var út að dyrum þegar fundurinn átti að hefjast klukkan sex og hófst hann ekki fyrr en tæplega hálftíma síðar þar sem koma þurfti öllum inn í salinn. Um er að ræða lokaðan fund og er viðbúið að hann muni standa yfir fram á kvöld, og jafnvel fram á nótt. Heimildir fréttastofu herma að það verði lögð fram á fundinum ályktun þar sem skorað er á stjórn Eflingar að draga hópuppsagnirnar til baka. Það verði síðan kosið um tillöguna en verði hún felld má áætla að félagsmenn muni grípa til annarra ráða. Fyrir fundinn höfðu heyrst einhverjar raddir um að vantrauststillaga yrði lögð fram á hendur Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, en svo virðist sem það verði ekki gert í kvöld. Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður Eflingar í Kjörís, sagði fyrir fundinn í samtali við fréttastofu að tilgangur fundarins væri fyrst og fremst að eiga umræðu um uppsagnirnar. Að því er kemur fram í frétt mbl.is stóð til að Sólveig Anna myndi stýra fundinum þegar hann hófst en eftir athugasemdir frá félagsmönnum var Halldór Oddsson, lögmaður ASÍ, kjörinn fundarstjóri. Þeir stjórnarmeðlimir sem fréttastofa ræddi við fyrir fundinn gáfu ekki kost á viðtali en Sólveig Anna skrifaði færslu á Facebook þar sem hún biðlaði til Eflingarfólks að koma og styðja hana og Baráttulista hennar. Þannig væri hægt að halda uppbyggingu félagsins áfram og koma í veg fyrir að fólk sem hafi „bókstaflega engan skilning á róttækri verkalýðsbaráttu,“ tæki við. Sólveig Anna fékk ekki að stýra fundinum. „Leyfum ekki skemmdarverkum á möguleikum okkar til að ná raunverulegum árangri í baráttu verka og láglaunafólks að eiga sér stað. Stöndum saman og með okkur sjálfum,“ sagði hún. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari á skrifstofu Eflingar, ritaði sömuleiðis færslu á Facebook um fundinn en hún sagði að standi stjórnin við hópuppsagnirnar sé Efling sem vinnuveitandi að setja það fordæmi að hópuppsagnir vegna skipulagsbreytinga væru í lagi. Félagsmenn væru í verri stöðu fyrir vikið. Þá virtist hún beina spurningu sinni að félagsmönnum í lok færslunnar: „Erum við í alvöru tilbúin að fórna atvinnuöryggi okkar fyrir tækifæri til þess að rífa aðra stétt niður?“ Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Hátt í 500 félagsmenn óskuðu eftir því að fundurinn færi fram í síðustu viku og stóð upprunalega til að halda fundinn í húsakynnum Eflingar við Guðrúnartún. Ljóst var að fundurinn yrði fjölmennur og var hann því fluttur í Valsheimilið á Hlíðarenda. Röð var út að dyrum þegar fundurinn átti að hefjast klukkan sex og hófst hann ekki fyrr en tæplega hálftíma síðar þar sem koma þurfti öllum inn í salinn. Um er að ræða lokaðan fund og er viðbúið að hann muni standa yfir fram á kvöld, og jafnvel fram á nótt. Heimildir fréttastofu herma að það verði lögð fram á fundinum ályktun þar sem skorað er á stjórn Eflingar að draga hópuppsagnirnar til baka. Það verði síðan kosið um tillöguna en verði hún felld má áætla að félagsmenn muni grípa til annarra ráða. Fyrir fundinn höfðu heyrst einhverjar raddir um að vantrauststillaga yrði lögð fram á hendur Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, en svo virðist sem það verði ekki gert í kvöld. Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður Eflingar í Kjörís, sagði fyrir fundinn í samtali við fréttastofu að tilgangur fundarins væri fyrst og fremst að eiga umræðu um uppsagnirnar. Að því er kemur fram í frétt mbl.is stóð til að Sólveig Anna myndi stýra fundinum þegar hann hófst en eftir athugasemdir frá félagsmönnum var Halldór Oddsson, lögmaður ASÍ, kjörinn fundarstjóri. Þeir stjórnarmeðlimir sem fréttastofa ræddi við fyrir fundinn gáfu ekki kost á viðtali en Sólveig Anna skrifaði færslu á Facebook þar sem hún biðlaði til Eflingarfólks að koma og styðja hana og Baráttulista hennar. Þannig væri hægt að halda uppbyggingu félagsins áfram og koma í veg fyrir að fólk sem hafi „bókstaflega engan skilning á róttækri verkalýðsbaráttu,“ tæki við. Sólveig Anna fékk ekki að stýra fundinum. „Leyfum ekki skemmdarverkum á möguleikum okkar til að ná raunverulegum árangri í baráttu verka og láglaunafólks að eiga sér stað. Stöndum saman og með okkur sjálfum,“ sagði hún. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari á skrifstofu Eflingar, ritaði sömuleiðis færslu á Facebook um fundinn en hún sagði að standi stjórnin við hópuppsagnirnar sé Efling sem vinnuveitandi að setja það fordæmi að hópuppsagnir vegna skipulagsbreytinga væru í lagi. Félagsmenn væru í verri stöðu fyrir vikið. Þá virtist hún beina spurningu sinni að félagsmönnum í lok færslunnar: „Erum við í alvöru tilbúin að fórna atvinnuöryggi okkar fyrir tækifæri til þess að rífa aðra stétt niður?“
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira