„Ekki benda á mig“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 30. apríl 2022 08:01 Í umræðum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er stjórnarþingmönnum tíðrætt um stóru myndina. En þeirri mynd hefur ríkisstjórnin klúðrað nokkuð hressilega. Það eru mikil vonbrigði fyrir þau okkar sem viljum að ríkið losi um eignarhluti sína í bankakerfinu. Til að auka samkeppni og minnka skuldir ríkissjóðs. Þar með létta á skuldabyrði komandi kynslóða. Sérstaklega mikilvægt nú þegar þunginn mun aukast eftir því sem verðbólgan fer hækkandi, með tilheyrandi tjóni fyrir almenning og samfélagið allt. Pólitísk hentisemi Nú sannast það þó að Sjálfstæðisflokknum sé með engu móti treystandi fyrir sölu ríkiseigna. Það blasir sífellt skýrar við. Svo skýrt að ríkisstjórnin hefur nú tilkynnt að ekki verði ráðist í frekari sölu. Stjórnin telur sig nefnilega þurfa að breyta lögunum fyrst. Með öðrum orðum áður en Sjálfstæðisflokknum verði leyft að halda áfram með næstu sölu. Samt eru svörin þannig að innan ríkisstjórnarinnar ríki fullt traust. Viðbrögðin eru mótsagnakennd en hið augljósa liggur fyrir þegar við lesum milli línanna. Ríkisstjórnin á svo erfitt með að samþykkja óháða rannsókn á vegum þingsins að hún er tilbúin að fórna frekari bankasölu og niðurgreiðslu ríkisskulda. Þar með er líka öll fjármálastefna ríkisstjórnarinnar fokin út í hafsauga. Það á einfaldlega að slaufa einu stærsta máli ríkisstjórnarinnar til þess eins að framlengja líf hennar. Þar snýst allt um pólitíska hagsmuni og hentisemi, ekki pólitíska ábyrgð og stefnufestu eins og þjóðin kallar eftir. Framtíðarsýn óskast Stjórnvöld verða þó að mæta þessu ákalli. Því völdum fylgir ábyrgð og miklum völdum fylgir mikil ábyrgð. Við eigum alltaf að gera kröfur til valdsins og veita því nauðsynlegt aðhald. Lýðræðið sjálft er nefnilega í húfi þegar við byrjum að gefa eftir. Stefna okkar hefur alltaf verið skýr varðandi þessi sjónarmið og hagsmuni almennings. Að enginn afsláttur verði gefinn af kröfum um gegnsæi og skýra ábyrgð. Við höfum líka saknað þess að sjá skýra framtíðarsýn um samkeppni á fjármálamarkaði. Til dæmis hvernig vinda megi ofan af þeirri fákeppni sem veldur almenningi og fyrirtækjum svo miklum kostnaði. Hvernig hægt sé að tryggja heilbrigða og dreifða eignaraðild til langs tíma. Hvernig bæta megi skilvirkni, efla samkeppnishæfni og svo framvegis. En enga stefnu um slíkt er að finna hjá ríkisstjórninni. Hvorki í þessu máli né öðrum. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar frá Samkeppniseftirlitinu. Þjóðin kallar eftir ábyrgð Formaður Framsóknarflokksins viðurkennir nú mistök ríkisstjórnarinnar og segist ósáttur með það hvernig fór á meðan formaður Sjálfstæðisflokksins segir söluna hafa gengið vel. Viðskiptaráðherra segir aðra ráðherra hafa verið með áhyggjur og efasemdir um söluferlið, eins og hún sjálf, en fjármálaráðherra þvertekur fyrir það. Ekki skánar það svo þegar mótsagnir forsætisráðherra bætast við. Ríkisstjórnin talar út og suður í málinu því hana skortir alla stefnufestu. Reynir sífellt að koma sök á aðra og segir þingheim og sérfræðinga ekki hafa spurt réttu spurninganna. Neitar að horfast í augu við eigin vanrækslu og ábyrgð. Það er þó eindregin afstaða þjóðarinnar að ríkisstjórnin hafi algjörlega klúðrað stóru myndinni. Þess vegna er traustið horfið. Eftir stendur að rannsaka þarf málið og endurheimta traustið sem þessi ríkisstjórn hefur glatað. Það verður ekki gert nema með ítarlegri rannsókn þar sem framkvæmdin er rýnd og bæði pólitísk og siðferðisleg ábyrgð skoðuð. Mikill meirihluti almennings kallar núna eftir því. Enda skilur hann hversu mikið er undir. Íslenska þjóðin kallar eftir ábyrgum stjórnmálum. Það er tímabært að á hana sé hlustað. Höfundur er þingmaður og formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Salan á Íslandsbanka Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er stjórnarþingmönnum tíðrætt um stóru myndina. En þeirri mynd hefur ríkisstjórnin klúðrað nokkuð hressilega. Það eru mikil vonbrigði fyrir þau okkar sem viljum að ríkið losi um eignarhluti sína í bankakerfinu. Til að auka samkeppni og minnka skuldir ríkissjóðs. Þar með létta á skuldabyrði komandi kynslóða. Sérstaklega mikilvægt nú þegar þunginn mun aukast eftir því sem verðbólgan fer hækkandi, með tilheyrandi tjóni fyrir almenning og samfélagið allt. Pólitísk hentisemi Nú sannast það þó að Sjálfstæðisflokknum sé með engu móti treystandi fyrir sölu ríkiseigna. Það blasir sífellt skýrar við. Svo skýrt að ríkisstjórnin hefur nú tilkynnt að ekki verði ráðist í frekari sölu. Stjórnin telur sig nefnilega þurfa að breyta lögunum fyrst. Með öðrum orðum áður en Sjálfstæðisflokknum verði leyft að halda áfram með næstu sölu. Samt eru svörin þannig að innan ríkisstjórnarinnar ríki fullt traust. Viðbrögðin eru mótsagnakennd en hið augljósa liggur fyrir þegar við lesum milli línanna. Ríkisstjórnin á svo erfitt með að samþykkja óháða rannsókn á vegum þingsins að hún er tilbúin að fórna frekari bankasölu og niðurgreiðslu ríkisskulda. Þar með er líka öll fjármálastefna ríkisstjórnarinnar fokin út í hafsauga. Það á einfaldlega að slaufa einu stærsta máli ríkisstjórnarinnar til þess eins að framlengja líf hennar. Þar snýst allt um pólitíska hagsmuni og hentisemi, ekki pólitíska ábyrgð og stefnufestu eins og þjóðin kallar eftir. Framtíðarsýn óskast Stjórnvöld verða þó að mæta þessu ákalli. Því völdum fylgir ábyrgð og miklum völdum fylgir mikil ábyrgð. Við eigum alltaf að gera kröfur til valdsins og veita því nauðsynlegt aðhald. Lýðræðið sjálft er nefnilega í húfi þegar við byrjum að gefa eftir. Stefna okkar hefur alltaf verið skýr varðandi þessi sjónarmið og hagsmuni almennings. Að enginn afsláttur verði gefinn af kröfum um gegnsæi og skýra ábyrgð. Við höfum líka saknað þess að sjá skýra framtíðarsýn um samkeppni á fjármálamarkaði. Til dæmis hvernig vinda megi ofan af þeirri fákeppni sem veldur almenningi og fyrirtækjum svo miklum kostnaði. Hvernig hægt sé að tryggja heilbrigða og dreifða eignaraðild til langs tíma. Hvernig bæta megi skilvirkni, efla samkeppnishæfni og svo framvegis. En enga stefnu um slíkt er að finna hjá ríkisstjórninni. Hvorki í þessu máli né öðrum. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar frá Samkeppniseftirlitinu. Þjóðin kallar eftir ábyrgð Formaður Framsóknarflokksins viðurkennir nú mistök ríkisstjórnarinnar og segist ósáttur með það hvernig fór á meðan formaður Sjálfstæðisflokksins segir söluna hafa gengið vel. Viðskiptaráðherra segir aðra ráðherra hafa verið með áhyggjur og efasemdir um söluferlið, eins og hún sjálf, en fjármálaráðherra þvertekur fyrir það. Ekki skánar það svo þegar mótsagnir forsætisráðherra bætast við. Ríkisstjórnin talar út og suður í málinu því hana skortir alla stefnufestu. Reynir sífellt að koma sök á aðra og segir þingheim og sérfræðinga ekki hafa spurt réttu spurninganna. Neitar að horfast í augu við eigin vanrækslu og ábyrgð. Það er þó eindregin afstaða þjóðarinnar að ríkisstjórnin hafi algjörlega klúðrað stóru myndinni. Þess vegna er traustið horfið. Eftir stendur að rannsaka þarf málið og endurheimta traustið sem þessi ríkisstjórn hefur glatað. Það verður ekki gert nema með ítarlegri rannsókn þar sem framkvæmdin er rýnd og bæði pólitísk og siðferðisleg ábyrgð skoðuð. Mikill meirihluti almennings kallar núna eftir því. Enda skilur hann hversu mikið er undir. Íslenska þjóðin kallar eftir ábyrgum stjórnmálum. Það er tímabært að á hana sé hlustað. Höfundur er þingmaður og formaður Viðreisnar.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun