Ýmsum þætti upphafning að vera á svörtum lista Rússa Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2022 12:07 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra segir svartan lista Rússa vera útspil sem hefur minnstu áhrif á utanríkisstefnu Íslendinga. Þá segir hún að henni þyki ekki ósennilegt að af níu Íslendingum á listanum séu einhverjir sem myndu telja það upphefð. Rússneska utanríkisráðuneytið greindi frá því í gær að þar sem Íslendingar hafi tekið þátt í þvingunaraðgerðum Evrópusambandsins gegn Rússum þá hafi verið gripið til þeirra aðgerða að setja níu einstaklinga á bannlista. Auk Íslendinganna voru 16 Norðmenn, þrír Grænlendingar og þrír Færeyingar settir á listann. Að því er kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu eru til að mynda þingmenn, viðskiptamenn, fjölmiðlamenn og aðrir sem hafa talað gegn Rússum á umræddum svörtum lista. „Það segir sína sögu að Rússar vilja ekki gefa upp hvaða nöfn eru á þessum lista heldur muni það koma í ljós ef einhver á listanum sækir um vegabréfsáritun. Mér þykir nefnilega ekki ósennilegt að ýmsum á listanum þætti það vera upphafning að vera þar tilgreindir,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra á Facebook-síðu sinni. Þá segir hún að hún muni ekki kippa sér upp við það ef nafn hennar er að finna á listanum. Ekki vitað hverjir eru á listanum Utanríkisráðuneytið hér á landi hefur engar frekari upplýsingar um málið, umfram það sem hefur komið fram í fjölmiðlum, og því liggur ekki fyrir hvaða Íslendingar hafa verið settir á listann. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í viðtali í morgun að lykillinn að friðaviðræðum væri að Vesturlöndin afléttu þeim refsiaðgerðum sem Rússar hafa verið beittir. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur þó þvertekið fyrir að það verði gert og að í raun þyrfti að herða aðgerðir enn frekar. Rúmir tveir mánuðir eru liðnir síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst en sókn Rússa hefur undanfarnar vikur verið bundin við austurhluta landsins. Úkraínski herinn greinir frá því í dag að rússneskum hersveitum hafa mistekist að ná þremur lykilsvæðum í Donetsk og Luhansk. Rússar og Úkraínumenn hafa ekki sest niður og átt friðaviðræður augliti til auglitis frá því í lok mars en Lavrov segir sendinefndir landanna funda daglega í gegnum fjarfundarbúnað. Hann segir viðræðurnar erfiðar en að Rússar séu tilbúnir til að halda áfram. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Rússneska utanríkisráðuneytið greindi frá því í gær að þar sem Íslendingar hafi tekið þátt í þvingunaraðgerðum Evrópusambandsins gegn Rússum þá hafi verið gripið til þeirra aðgerða að setja níu einstaklinga á bannlista. Auk Íslendinganna voru 16 Norðmenn, þrír Grænlendingar og þrír Færeyingar settir á listann. Að því er kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu eru til að mynda þingmenn, viðskiptamenn, fjölmiðlamenn og aðrir sem hafa talað gegn Rússum á umræddum svörtum lista. „Það segir sína sögu að Rússar vilja ekki gefa upp hvaða nöfn eru á þessum lista heldur muni það koma í ljós ef einhver á listanum sækir um vegabréfsáritun. Mér þykir nefnilega ekki ósennilegt að ýmsum á listanum þætti það vera upphafning að vera þar tilgreindir,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra á Facebook-síðu sinni. Þá segir hún að hún muni ekki kippa sér upp við það ef nafn hennar er að finna á listanum. Ekki vitað hverjir eru á listanum Utanríkisráðuneytið hér á landi hefur engar frekari upplýsingar um málið, umfram það sem hefur komið fram í fjölmiðlum, og því liggur ekki fyrir hvaða Íslendingar hafa verið settir á listann. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í viðtali í morgun að lykillinn að friðaviðræðum væri að Vesturlöndin afléttu þeim refsiaðgerðum sem Rússar hafa verið beittir. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur þó þvertekið fyrir að það verði gert og að í raun þyrfti að herða aðgerðir enn frekar. Rúmir tveir mánuðir eru liðnir síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst en sókn Rússa hefur undanfarnar vikur verið bundin við austurhluta landsins. Úkraínski herinn greinir frá því í dag að rússneskum hersveitum hafa mistekist að ná þremur lykilsvæðum í Donetsk og Luhansk. Rússar og Úkraínumenn hafa ekki sest niður og átt friðaviðræður augliti til auglitis frá því í lok mars en Lavrov segir sendinefndir landanna funda daglega í gegnum fjarfundarbúnað. Hann segir viðræðurnar erfiðar en að Rússar séu tilbúnir til að halda áfram.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði