Nýtt íslenskt app: Að verða pabbi breytti öllu Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. maí 2022 07:00 Snævar Már Jónsson hefur starfað í verktakabransanum alla sína fullorðinstíð og þekkir því af eigin raun hversu mikill tími getur farið í það hjá iðnaðarmönnum að gera tilboð í verk. Oftast sé þetta vinna sem fólk klárar heima á kvöldin eða um helgar. Þegar Snævar var orðinn pabbi fékk hann hugmynd að appi sem reiknar út og sér um tilboðsgerð fyrir verktaka þannig að það sem áður tók nokkrar klukkustundir tekur nú aðeins mínútur. Vísir/Vilhelm „Þeir eru algjörir meistarar og gera lífið mitt alveg fullkomið,“ segir Snævar Már Jónsson um syni sína Frosta og Ísak. Frosti er þriggja ára en Ísak er eins árs. Snævar rekur fyrirtækið Þakco með bróður sínum og hefur gert það síðustu árin. Snævar þekkir því verktakabransann vel, ekki síst það umhverfi sem iðnaðarmenn starfa í. Þar sem alltaf er nóg að gera og því enginn annar tími en á kvöldin og um helgar að reikna út tilboð og senda til viðskiptavina sem til viðbótar við verðið, vilja helst vita hvenær er nú von á iðnaðarmanninum í verkið. Að verða pabbi breytti hins vegar öllu fyrir Snævar. Ég tímdi ekki lengur að eyða kvöldunum í þessa tilboðsvinnu því mig langaði að eiga kvöldin út af fyrir mig og með Lindu og Frosta. Ég hugsaði með mér: Tæknin er nú komin það langt að það hlýtur að vera hægt að einfalda þessa vinnu þannig að hún sé ekki svona tímafrek.“ Upplýsingar verktaka oft út um allt Appið Umsjón er kerfi sem fyrst og fremst snýst um að spara tíma. Með Umsjón geta verktakar haldið utan um starfsemina, allt frá skoðun á verki til tilboðs- og reikningagerðar. Snævar segir appið að því leytinu til algjöra byltingu fyrir þennan hóp fólks því flestir í verktakabransanum kannist við að mikill tími fari í ólaunaða vinnu þar sem fólk er að reikna út tilboð og senda, raða upp dagskrá frá viku til viku og reyna að halda utan um samskipti við viðskiptavini. Í ofanálag eru upplýsingarnar oft út um allt: Sumt í símanum, annað í borðtölvunni og enn annað bara í hausnum á fólki. „Ég leitaði fyrst að lausnum og hélt að það hlyti að vera eitthvað til sem verktakar gætu notað. En komst fljótt að því að fyrir þennan hlut vinnunnar hjá verktökum er ekkert kerfi sem getur gert allt sem Umsjón getur gert,“ segir Snævar. Þar segir hann ekki síst þurfa að taka tillit til þess að verktakar eru oft að vinna í verkefnum hér og þar og alls staðar. Þegar fyrirspurn kemur um verkefni, séu menn oft á hlaupum á milli staða til að taka út verkið og átta sig á því hvað verið er að biðja um og hvað þarf að gera. Síðan fara menn aftur í vinnuna og láta tilboðsgerðina, verkefnaskipulagið og reikningagerðina bíða þar til menn eru komnir heim. „Með Umsjón er hægt að gera þetta allt í símanum og á staðnum en vera síðan í fríi á kvöldin.“ Þá segir hann Umsjón-appið líka senda viðskiptavinum upplýsingar um áætlaðan verktíma. „Því fólk vill fá að vita hvað verkið muni kosta og hvenær það getur átt von á að verktakinn komi.“ Snævar og Unnur Linda með frumburðinum Frosta en það var eftir að Frosti fæddist sem Snævar fór að þróa leiðir til að spara sér tíma í tilboðsgerð. Fyrst bjó hann til reiknivél fyrir þakverkefni enda rekur hann fyrirtækið Þakco með bróður sínum. Síðar réðist hann í að þróa app sem allir verktakar geta notað til að spara sér tíma í tilboðsgerð og utanumhald þannig að frítíminn nýtist betur með fjölskyldunni. Að verða pabbi breytti öllu Snævar segist langt frá því að hafa einhvern bakgrunn í tækni. Hann hafi hins vegar góða þekkingu á því hvernig umhverfi það er að starfa sem sjálfstætt starfandi verktaki. Í því umhverfi hafi hann verið nánast alla sína fullorðinstíð. Um tíma að keyra ferðamenn í jöklaferðir en síðustu árin í byggingabransanum: Í þaksmíði og þakviðgerðum. „Ég viðurkenni samt að hausinn á mér hefur alla tíð verið alveg út um allt. Þannig að ég hef alltaf verið með milljón hugmyndir og eflaust svolítið ofvirkur á því sviði,“ segir Snævar og hlær. Snævar er fæddur árið 1982 og fagnar því fertugsafmælinu sínu á þessu ári. Sem gutti og fram yfir tvítugsafmælið gekk allt út á júdó. „Ég ætlaði mér alltaf bara að vera í júdó. Fór snemma í að keppa á mótum og ferðaðist víða um heim til að keppa. Ég varð Norðurlandameistari 17 ára og lífið snerist bara allt um júdó,“ segir Snævar og bætir við: „Auðvitað fór ég í menntaskóla. Bæði Ármúla og Fjölbraut í Breiðholti. En það var ekkert endilega til að læra heldur meira til að búa til einhverja dagskrá á daginn samhliða því að vera að æfa og keppa. Ég var miklu meira að hugsa um að hafa gaman en að læra.“ Um og eftir tvítugt fjaraði júdó áhuginn smátt og smátt út. Enda lærðist Snævari það fljótt að júdó yrði seint eitthvað til að lifa á og framfleyta sér. Öll fullorðinsárin hefur hann því starfað í verktakabransanum þótt verkefnin hafi verið mörg og ólík. Eiginkona Snævars er Unnur Linda Konráðsdóttir og saman eiga þau Frosta og Ísak. „Við fórum seint í barneignir en vorum líka alveg tilbúin í það hlutverk þegar strákarnir fæddust,“ segir Snævar og pabbastoltið skín úr augunum. „Sem var fínt því maður var líka alveg búinn að hlaupa af sér hornin og svo sem gera ýmislegt af sér áður,“ segir hann hlæjandi. En þegar Frosti var fæddur fannst mér þetta bara svo út í hött. Að koma heim úr vinnunni og vera þá að reikna út tilboð í verk sem ég hafði skoðað um daginn, reikna út í excel, setja upp í skjal, búa til PDF, skrifa tölvupóst, tengja tilboðið við tölvupóstinn og ýta á Senda. Þetta tekur allt engan smá tíma og þá á eftir að taka saman upplýsingar sem þarf til að senda á bókarann sem sér um að gera reikninga fyrir mann.“ Snævar hvetur verktaka til að hlaða niður appinu Umsjón og prófa sig áfram. „Það sem áður var að taka okkur þrjá og hálfa klukkustund samtals getum við klárað á 20 mínútum frá því að við komum á staðinn að skoða verk,“ segir Snævar.Vísir/Vilhelm Frá hugmynd að veruleika Fyrsta verkefnið sem Snævar réðist í að þróa var reyndar ekki appið Umsjón, heldur þak-reiknivélin thakco.is sem fólk nýtir til að átta sig á verði og umfangi á þakverkum. Í reiknivélinni er hægt að fá formleg tilboð í slík verk. En Snævar vissi af eigin raun að svo margt til viðbótar mætti nýta tæknina í enda sjaldnast sem verktakar verja ekki miklum tíma í ólaunaða vinnu þegar verið er að skoða og meta verk. Smátt og smátt fór hugmyndin að Umsjón að mótast betur og þá alltaf þannig að appið gæti nýst sem flestum verktökum. „Eitt sinn var ég síðan að tala við Ingvar Þórðarson frænda minn og sagði honum þá frá því að ég hefði hugmynd að appi sem gæti leyst úr þessu fyrir fólk eins og mig. Og þá sagði Ingvar: Ég þekki akkúrat mann í verkið sem þú þarft að hitta.“ Þessi maður er Guðmundur Ragnar Einarsson sem Snævar segir mikinn tæknifrömuð. Guðmundur hafði tækniþekkinguna sem Snævari vantaði, á meðan Snævar vissi upp á hár hvernig appið þyrfti að virka fyrir notendur. „Appið er bara nýfarið í loftið en þeir verktakar sem hafa verið að prófa það hafa staðfest að það er að virka. Það sem áður var að taka okkur þrjá og hálfa klukkustund samtals getum við klárað á 20 mínútum frá því að við komum á staðinn að skoða verk,“ segir Snævar stoltur. Brýnast næstu vikurnar er að fá sem flesta verktaka til að hlaða niður appinu og prófa það í notkun. „Við viljum fá sem flesta verktaka til að máta kerfið og fikta í því með ókeypis prufuaðgangi. Því þannig fær maður upplýsingar um hvernig best er að þróa appið áfram.“ Snævar segir appið þó þegar geta gert svo margt. ,,Appið sér líka um tilboðsgerðina frá a-ö, sendir það í tölvupósti til viðskiptavina og lætur mann vita þegar tilboð er samþykkt.“ Bræðurnir Frosti og Ísak eru þriggja ára og eins árs. Þegar Snævar var orðinn pabbi tímdi hann ekki lengur að eyða svona miklum tíma á kvöldin og um helgar í tilboðsgerð og ýmsa aðra vinnu sem fylgir verktökum sem starfa sjálfstætt. Fyrst bjó hann því til reiknivél fyrir viðskiptavini Þakco fyrir þakviðgerðir og verkefni en fyrir stuttu varð til íslenska appið Umsjón sem ætlað er að spara miklum tíma fyrir alla sem starfa sjálfstætt. Snævar segist hafa fulla trú á að appið geti átt fyrir sér langa og glæsta framtíð. Jafnvel erlendis. Því það sé svo sérsniðið og sér þróað fyrir hóp verktaka sem fæst kerfi hafa einbeitt sér að með tæknilausnir. „Ekki það að það hefur auðvitað farið gífurlegur tími í að þróa þetta og vinna,“ segir Snævar og viðurkennir að það sé reyndar frekar fyndið því upphaflega hafi hugmyndin orðið til vegna þess að hann vildi verja meiri tíma með fjölskyldunni. „Áður en ég vissi af voru kvöldin farin að fara svolítið í alla þessa vinnu með Umsjón. En ég vona að Unnur fyrirgefi mér það einhvern tímann enda gengur þetta allt út á að eiga á endanum meiri tíma með henni og strákunum,“ segir Snævar og hlær. Snævar hvetur verktaka til að kynna sér Umsjón á vefnum og prófa það í notkun, sjá nánar HÉR. Enginn þurfi að greiða neitt til að byrja með en fyrir þá sem appið nýtist er hugmyndin síðar að verktakar greiði fyrir notkunina með áskrift. „Það er vissulega miðað að verktökum í byggingariðnaði en getur allt sem þarf fyrir alla sjálfstætt starfandi aðila í verktakageiranum.“ En heldur þú að hugmyndin um Umsjón hefði kviknað ef þú hefðir ekki orðið pabbi? „Nei,“ svarar Snævar án þess að hugsa sig tvisvar um. Byggingariðnaður Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir 37 ára vísitölumaður í Vesturbænum og með marga bolta á lofti Í dag fáum við innsýn í það í Atvinnulífinu, hvernig lífið gengur fyrir sig hjá mörgu kraftmiklu fjölskyldufólki sem er að gera margt í senn: Byggja upp heimili og fjölskyldu, mennta sig og byggja upp starfsframann. 4. apríl 2022 07:00 Þykir flippuð í Noregi en ferköntuð á Íslandi Í spennandi vinnu, með þrjú börn, nýtt húsnæði og aðeins tvö ár síðan fjölskyldan flutti heim að utan. 28. mars 2022 07:01 „Margir vöruðu okkur við að fara í rekstur með vinkonu“ Þær eru fæddar árið 1991, eru bestu vinkonur og eiga og reka saman fyrirtæki. 14. mars 2022 07:00 Uppátækjasamur skólameistari sem áður starfaði á sjónum, í fréttum og í fjölmiðlum Magnús Ingvason skólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla (FÁ) er feginn að grímuskyldan er ekki lengur. 7. mars 2022 07:00 Með puttann á púlsinum í áratugi Þóra Ásgeirsdóttir hefur verið með puttann á kannanapúlsinum í áratugi, eða frá árinu 1986 þegar hún hóf störf hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. 21. febrúar 2022 07:00 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Snævar rekur fyrirtækið Þakco með bróður sínum og hefur gert það síðustu árin. Snævar þekkir því verktakabransann vel, ekki síst það umhverfi sem iðnaðarmenn starfa í. Þar sem alltaf er nóg að gera og því enginn annar tími en á kvöldin og um helgar að reikna út tilboð og senda til viðskiptavina sem til viðbótar við verðið, vilja helst vita hvenær er nú von á iðnaðarmanninum í verkið. Að verða pabbi breytti hins vegar öllu fyrir Snævar. Ég tímdi ekki lengur að eyða kvöldunum í þessa tilboðsvinnu því mig langaði að eiga kvöldin út af fyrir mig og með Lindu og Frosta. Ég hugsaði með mér: Tæknin er nú komin það langt að það hlýtur að vera hægt að einfalda þessa vinnu þannig að hún sé ekki svona tímafrek.“ Upplýsingar verktaka oft út um allt Appið Umsjón er kerfi sem fyrst og fremst snýst um að spara tíma. Með Umsjón geta verktakar haldið utan um starfsemina, allt frá skoðun á verki til tilboðs- og reikningagerðar. Snævar segir appið að því leytinu til algjöra byltingu fyrir þennan hóp fólks því flestir í verktakabransanum kannist við að mikill tími fari í ólaunaða vinnu þar sem fólk er að reikna út tilboð og senda, raða upp dagskrá frá viku til viku og reyna að halda utan um samskipti við viðskiptavini. Í ofanálag eru upplýsingarnar oft út um allt: Sumt í símanum, annað í borðtölvunni og enn annað bara í hausnum á fólki. „Ég leitaði fyrst að lausnum og hélt að það hlyti að vera eitthvað til sem verktakar gætu notað. En komst fljótt að því að fyrir þennan hlut vinnunnar hjá verktökum er ekkert kerfi sem getur gert allt sem Umsjón getur gert,“ segir Snævar. Þar segir hann ekki síst þurfa að taka tillit til þess að verktakar eru oft að vinna í verkefnum hér og þar og alls staðar. Þegar fyrirspurn kemur um verkefni, séu menn oft á hlaupum á milli staða til að taka út verkið og átta sig á því hvað verið er að biðja um og hvað þarf að gera. Síðan fara menn aftur í vinnuna og láta tilboðsgerðina, verkefnaskipulagið og reikningagerðina bíða þar til menn eru komnir heim. „Með Umsjón er hægt að gera þetta allt í símanum og á staðnum en vera síðan í fríi á kvöldin.“ Þá segir hann Umsjón-appið líka senda viðskiptavinum upplýsingar um áætlaðan verktíma. „Því fólk vill fá að vita hvað verkið muni kosta og hvenær það getur átt von á að verktakinn komi.“ Snævar og Unnur Linda með frumburðinum Frosta en það var eftir að Frosti fæddist sem Snævar fór að þróa leiðir til að spara sér tíma í tilboðsgerð. Fyrst bjó hann til reiknivél fyrir þakverkefni enda rekur hann fyrirtækið Þakco með bróður sínum. Síðar réðist hann í að þróa app sem allir verktakar geta notað til að spara sér tíma í tilboðsgerð og utanumhald þannig að frítíminn nýtist betur með fjölskyldunni. Að verða pabbi breytti öllu Snævar segist langt frá því að hafa einhvern bakgrunn í tækni. Hann hafi hins vegar góða þekkingu á því hvernig umhverfi það er að starfa sem sjálfstætt starfandi verktaki. Í því umhverfi hafi hann verið nánast alla sína fullorðinstíð. Um tíma að keyra ferðamenn í jöklaferðir en síðustu árin í byggingabransanum: Í þaksmíði og þakviðgerðum. „Ég viðurkenni samt að hausinn á mér hefur alla tíð verið alveg út um allt. Þannig að ég hef alltaf verið með milljón hugmyndir og eflaust svolítið ofvirkur á því sviði,“ segir Snævar og hlær. Snævar er fæddur árið 1982 og fagnar því fertugsafmælinu sínu á þessu ári. Sem gutti og fram yfir tvítugsafmælið gekk allt út á júdó. „Ég ætlaði mér alltaf bara að vera í júdó. Fór snemma í að keppa á mótum og ferðaðist víða um heim til að keppa. Ég varð Norðurlandameistari 17 ára og lífið snerist bara allt um júdó,“ segir Snævar og bætir við: „Auðvitað fór ég í menntaskóla. Bæði Ármúla og Fjölbraut í Breiðholti. En það var ekkert endilega til að læra heldur meira til að búa til einhverja dagskrá á daginn samhliða því að vera að æfa og keppa. Ég var miklu meira að hugsa um að hafa gaman en að læra.“ Um og eftir tvítugt fjaraði júdó áhuginn smátt og smátt út. Enda lærðist Snævari það fljótt að júdó yrði seint eitthvað til að lifa á og framfleyta sér. Öll fullorðinsárin hefur hann því starfað í verktakabransanum þótt verkefnin hafi verið mörg og ólík. Eiginkona Snævars er Unnur Linda Konráðsdóttir og saman eiga þau Frosta og Ísak. „Við fórum seint í barneignir en vorum líka alveg tilbúin í það hlutverk þegar strákarnir fæddust,“ segir Snævar og pabbastoltið skín úr augunum. „Sem var fínt því maður var líka alveg búinn að hlaupa af sér hornin og svo sem gera ýmislegt af sér áður,“ segir hann hlæjandi. En þegar Frosti var fæddur fannst mér þetta bara svo út í hött. Að koma heim úr vinnunni og vera þá að reikna út tilboð í verk sem ég hafði skoðað um daginn, reikna út í excel, setja upp í skjal, búa til PDF, skrifa tölvupóst, tengja tilboðið við tölvupóstinn og ýta á Senda. Þetta tekur allt engan smá tíma og þá á eftir að taka saman upplýsingar sem þarf til að senda á bókarann sem sér um að gera reikninga fyrir mann.“ Snævar hvetur verktaka til að hlaða niður appinu Umsjón og prófa sig áfram. „Það sem áður var að taka okkur þrjá og hálfa klukkustund samtals getum við klárað á 20 mínútum frá því að við komum á staðinn að skoða verk,“ segir Snævar.Vísir/Vilhelm Frá hugmynd að veruleika Fyrsta verkefnið sem Snævar réðist í að þróa var reyndar ekki appið Umsjón, heldur þak-reiknivélin thakco.is sem fólk nýtir til að átta sig á verði og umfangi á þakverkum. Í reiknivélinni er hægt að fá formleg tilboð í slík verk. En Snævar vissi af eigin raun að svo margt til viðbótar mætti nýta tæknina í enda sjaldnast sem verktakar verja ekki miklum tíma í ólaunaða vinnu þegar verið er að skoða og meta verk. Smátt og smátt fór hugmyndin að Umsjón að mótast betur og þá alltaf þannig að appið gæti nýst sem flestum verktökum. „Eitt sinn var ég síðan að tala við Ingvar Þórðarson frænda minn og sagði honum þá frá því að ég hefði hugmynd að appi sem gæti leyst úr þessu fyrir fólk eins og mig. Og þá sagði Ingvar: Ég þekki akkúrat mann í verkið sem þú þarft að hitta.“ Þessi maður er Guðmundur Ragnar Einarsson sem Snævar segir mikinn tæknifrömuð. Guðmundur hafði tækniþekkinguna sem Snævari vantaði, á meðan Snævar vissi upp á hár hvernig appið þyrfti að virka fyrir notendur. „Appið er bara nýfarið í loftið en þeir verktakar sem hafa verið að prófa það hafa staðfest að það er að virka. Það sem áður var að taka okkur þrjá og hálfa klukkustund samtals getum við klárað á 20 mínútum frá því að við komum á staðinn að skoða verk,“ segir Snævar stoltur. Brýnast næstu vikurnar er að fá sem flesta verktaka til að hlaða niður appinu og prófa það í notkun. „Við viljum fá sem flesta verktaka til að máta kerfið og fikta í því með ókeypis prufuaðgangi. Því þannig fær maður upplýsingar um hvernig best er að þróa appið áfram.“ Snævar segir appið þó þegar geta gert svo margt. ,,Appið sér líka um tilboðsgerðina frá a-ö, sendir það í tölvupósti til viðskiptavina og lætur mann vita þegar tilboð er samþykkt.“ Bræðurnir Frosti og Ísak eru þriggja ára og eins árs. Þegar Snævar var orðinn pabbi tímdi hann ekki lengur að eyða svona miklum tíma á kvöldin og um helgar í tilboðsgerð og ýmsa aðra vinnu sem fylgir verktökum sem starfa sjálfstætt. Fyrst bjó hann því til reiknivél fyrir viðskiptavini Þakco fyrir þakviðgerðir og verkefni en fyrir stuttu varð til íslenska appið Umsjón sem ætlað er að spara miklum tíma fyrir alla sem starfa sjálfstætt. Snævar segist hafa fulla trú á að appið geti átt fyrir sér langa og glæsta framtíð. Jafnvel erlendis. Því það sé svo sérsniðið og sér þróað fyrir hóp verktaka sem fæst kerfi hafa einbeitt sér að með tæknilausnir. „Ekki það að það hefur auðvitað farið gífurlegur tími í að þróa þetta og vinna,“ segir Snævar og viðurkennir að það sé reyndar frekar fyndið því upphaflega hafi hugmyndin orðið til vegna þess að hann vildi verja meiri tíma með fjölskyldunni. „Áður en ég vissi af voru kvöldin farin að fara svolítið í alla þessa vinnu með Umsjón. En ég vona að Unnur fyrirgefi mér það einhvern tímann enda gengur þetta allt út á að eiga á endanum meiri tíma með henni og strákunum,“ segir Snævar og hlær. Snævar hvetur verktaka til að kynna sér Umsjón á vefnum og prófa það í notkun, sjá nánar HÉR. Enginn þurfi að greiða neitt til að byrja með en fyrir þá sem appið nýtist er hugmyndin síðar að verktakar greiði fyrir notkunina með áskrift. „Það er vissulega miðað að verktökum í byggingariðnaði en getur allt sem þarf fyrir alla sjálfstætt starfandi aðila í verktakageiranum.“ En heldur þú að hugmyndin um Umsjón hefði kviknað ef þú hefðir ekki orðið pabbi? „Nei,“ svarar Snævar án þess að hugsa sig tvisvar um.
Byggingariðnaður Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir 37 ára vísitölumaður í Vesturbænum og með marga bolta á lofti Í dag fáum við innsýn í það í Atvinnulífinu, hvernig lífið gengur fyrir sig hjá mörgu kraftmiklu fjölskyldufólki sem er að gera margt í senn: Byggja upp heimili og fjölskyldu, mennta sig og byggja upp starfsframann. 4. apríl 2022 07:00 Þykir flippuð í Noregi en ferköntuð á Íslandi Í spennandi vinnu, með þrjú börn, nýtt húsnæði og aðeins tvö ár síðan fjölskyldan flutti heim að utan. 28. mars 2022 07:01 „Margir vöruðu okkur við að fara í rekstur með vinkonu“ Þær eru fæddar árið 1991, eru bestu vinkonur og eiga og reka saman fyrirtæki. 14. mars 2022 07:00 Uppátækjasamur skólameistari sem áður starfaði á sjónum, í fréttum og í fjölmiðlum Magnús Ingvason skólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla (FÁ) er feginn að grímuskyldan er ekki lengur. 7. mars 2022 07:00 Með puttann á púlsinum í áratugi Þóra Ásgeirsdóttir hefur verið með puttann á kannanapúlsinum í áratugi, eða frá árinu 1986 þegar hún hóf störf hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. 21. febrúar 2022 07:00 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
37 ára vísitölumaður í Vesturbænum og með marga bolta á lofti Í dag fáum við innsýn í það í Atvinnulífinu, hvernig lífið gengur fyrir sig hjá mörgu kraftmiklu fjölskyldufólki sem er að gera margt í senn: Byggja upp heimili og fjölskyldu, mennta sig og byggja upp starfsframann. 4. apríl 2022 07:00
Þykir flippuð í Noregi en ferköntuð á Íslandi Í spennandi vinnu, með þrjú börn, nýtt húsnæði og aðeins tvö ár síðan fjölskyldan flutti heim að utan. 28. mars 2022 07:01
„Margir vöruðu okkur við að fara í rekstur með vinkonu“ Þær eru fæddar árið 1991, eru bestu vinkonur og eiga og reka saman fyrirtæki. 14. mars 2022 07:00
Uppátækjasamur skólameistari sem áður starfaði á sjónum, í fréttum og í fjölmiðlum Magnús Ingvason skólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla (FÁ) er feginn að grímuskyldan er ekki lengur. 7. mars 2022 07:00
Með puttann á púlsinum í áratugi Þóra Ásgeirsdóttir hefur verið með puttann á kannanapúlsinum í áratugi, eða frá árinu 1986 þegar hún hóf störf hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. 21. febrúar 2022 07:00