Skipulagsmál á Akureyri okkar allra Þórhallur Jónsson skrifar 30. apríl 2022 18:30 Nýtt skipulag fyrir 1000 íbúðir í vistvænu Móahverfi sem hýst getur allt að 2500 íbúa er tilbúið og getur uppbygging hafist strax á næsta ári. Það er vinna sem skipulagsráð Akureyrarbæjar, þar sem formennskan hefur verið í höndum Sjálfstæðisflokksins, ásamt skipulagsfulltrúa og Landslagi réðst í á síðasta ári og er ég verulega stoltur af útkomunni. Ein af forsendum þess að hægt sé að hefja uppbyggingu Móahverfis er framlenging Borgarbrautar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk samþykkta í fjárhagsáætlun þessa árs til að hraða ferlinu svo hægt verði að hefja uppbyggingu þar árið 2023. Þá eru nýhafnar framkvæmdir við glæsilegt Holtahverfi þar sem verða um 300 íbúðir fyrir allt að 700 íbúa. Þar af eru að minnsta kosti 60 íbúðir á vegum Búfesti ætlaðar eldri borgurum á glæsilegum útsýnisstað í nálægð við núverandi innviði. Nýtt miðbæjarskipulag sem samþykkt var á kjörtímabilinu hefur gert það að verkum að hafin er uppbygging í miðbænum eftir tæpan áratug af aðgerðarleysi. Verið er að endurbyggja Skipagötu 12 og nú í maí mun hefjast bygging á nýju og glæsilegu verslunar- og íbúðarhúsnæði við Hofsbót 2 þar sem Nætursalan stendur nú. Undirbúningur framkvæmda við uppbyggingu á BSO reitnum er komin í gang og gert ráð fyrir að sú vinna geti hafist 2023. Uppbygging við Austurbrú gengur vel og þar ættu að verða um 70 íbúðir tilbúnar fyrir árslok 2024 ásamt 3-4 verslunarplássum auk gistiheimilis, allt í skemmtilegum kjarna. Þá er vinna vegna deiliskipulags við Tónatröð í ferli auk þess sem vinna við deiliskipulag á tjaldsvæðisreitnum við Þingvallastræti er að hefjast. Þar er mjög fínn þéttingarreitur og viðbúið að margir séu spenntir fyrir þeirri uppbyggingu enda stutt þaðan í alla þjónustu. Sjálfstæðisflokkurinn mun beita sér fyrir því að farið verði í hugmyndasamkeppni um það hvernig við nýtum best landsvæðið þar sem Akureyrarvöllur stendur nú og stefnum við að því að auglýsa það í haust með það að markmiði að uppbygging geti hafist 2024-2025. Á nýju kjörtímabili þarf að taka upp aðalskipulag Akureyrarbæjar og koma af stað uppbyggingu á Oddeyri ásamt því að skipuleggja framtíðar uppbyggingarsvæði í bænum þar sem íbúum Akureyrar fjölgar hratt. Auka þarf fjármagn til skipulagsmála næstu tvö til þrjú árin með það að markmiði að vinna okkur í haginn. Við þurfum að eiga tilbúið skipulag fyrir uppbyggingasvæði fram í tímann til að fyrirbyggja að við lendum aftur í lóðaskorti þegar eftirspurn vex og þenslan á markaðnum er mikil. Við sjálfstæðismenn erum tilbúin í þá vinnu með skýra sýn á framtíðaruppbyggingu fyrir Akureyri okkar allra. Höfundur er bæjarfulltrúi á Akureyri og skipar 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Skipulag Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Nýtt skipulag fyrir 1000 íbúðir í vistvænu Móahverfi sem hýst getur allt að 2500 íbúa er tilbúið og getur uppbygging hafist strax á næsta ári. Það er vinna sem skipulagsráð Akureyrarbæjar, þar sem formennskan hefur verið í höndum Sjálfstæðisflokksins, ásamt skipulagsfulltrúa og Landslagi réðst í á síðasta ári og er ég verulega stoltur af útkomunni. Ein af forsendum þess að hægt sé að hefja uppbyggingu Móahverfis er framlenging Borgarbrautar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk samþykkta í fjárhagsáætlun þessa árs til að hraða ferlinu svo hægt verði að hefja uppbyggingu þar árið 2023. Þá eru nýhafnar framkvæmdir við glæsilegt Holtahverfi þar sem verða um 300 íbúðir fyrir allt að 700 íbúa. Þar af eru að minnsta kosti 60 íbúðir á vegum Búfesti ætlaðar eldri borgurum á glæsilegum útsýnisstað í nálægð við núverandi innviði. Nýtt miðbæjarskipulag sem samþykkt var á kjörtímabilinu hefur gert það að verkum að hafin er uppbygging í miðbænum eftir tæpan áratug af aðgerðarleysi. Verið er að endurbyggja Skipagötu 12 og nú í maí mun hefjast bygging á nýju og glæsilegu verslunar- og íbúðarhúsnæði við Hofsbót 2 þar sem Nætursalan stendur nú. Undirbúningur framkvæmda við uppbyggingu á BSO reitnum er komin í gang og gert ráð fyrir að sú vinna geti hafist 2023. Uppbygging við Austurbrú gengur vel og þar ættu að verða um 70 íbúðir tilbúnar fyrir árslok 2024 ásamt 3-4 verslunarplássum auk gistiheimilis, allt í skemmtilegum kjarna. Þá er vinna vegna deiliskipulags við Tónatröð í ferli auk þess sem vinna við deiliskipulag á tjaldsvæðisreitnum við Þingvallastræti er að hefjast. Þar er mjög fínn þéttingarreitur og viðbúið að margir séu spenntir fyrir þeirri uppbyggingu enda stutt þaðan í alla þjónustu. Sjálfstæðisflokkurinn mun beita sér fyrir því að farið verði í hugmyndasamkeppni um það hvernig við nýtum best landsvæðið þar sem Akureyrarvöllur stendur nú og stefnum við að því að auglýsa það í haust með það að markmiði að uppbygging geti hafist 2024-2025. Á nýju kjörtímabili þarf að taka upp aðalskipulag Akureyrarbæjar og koma af stað uppbyggingu á Oddeyri ásamt því að skipuleggja framtíðar uppbyggingarsvæði í bænum þar sem íbúum Akureyrar fjölgar hratt. Auka þarf fjármagn til skipulagsmála næstu tvö til þrjú árin með það að markmiði að vinna okkur í haginn. Við þurfum að eiga tilbúið skipulag fyrir uppbyggingasvæði fram í tímann til að fyrirbyggja að við lendum aftur í lóðaskorti þegar eftirspurn vex og þenslan á markaðnum er mikil. Við sjálfstæðismenn erum tilbúin í þá vinnu með skýra sýn á framtíðaruppbyggingu fyrir Akureyri okkar allra. Höfundur er bæjarfulltrúi á Akureyri og skipar 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar