Hækkum þjónustustigið og tökum aftur forystu í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir, Guðlaugur Kristmundsson og Rakel Steinberg Sölvadóttir skrifa 2. maí 2022 09:00 Við í Viðreisn viljum sjá Garðabæ taka forystu á ný í leikskólamálum og vera leiðandi í umhverfisvænum áherslum og grænni fjármálastjórn. Við viljum einnig vanda betur til verka og beita faglegri stjórnun fjàrmagns með því að fylgja alltaf lögum um opinber innkaup þegar það á við og fara vel með fjármuni þegar kemur að innkaupum á vöru og þjónustu. Fjárhagslega svigrúmið Gott skuldahlutfall og hátt sjóðstreymishlutfall er ekkert til að hrósa sér fyrir þegar uppbygging innviða hefur brugðist. Ánægja með þjónustu við íbúa er í sögulegu lágmarki í þjónustuþáttum sem skipta íbúa hvað mestu máli eins og raunin er með skort á leikskólaplássum og þjónustu við fatlað fólk. Lágt skuldahlutfall er mælikvarði sem segir okkur lítið þegar skuldin í innviða byggingunni er há. Í Garðabæ stöndum við frammi fyrir stórum og krefjandi verkefnum á næsta kjörtímabili alveg sama hvar stigið er niður fæti. Í skólamálum, uppbyggingu nýrra hverfa og samgöngum, hvort heldur sem snýr að almenningssamgöngum eða öruggum ferðamöguleikum gangandi og hjólandi. Því skiptir máli að hafa góða yfirsýn, geta horft til framtíðar með velferð fólksins okkar að leiðarljósi. Þannig sköpum við samfélag fyrir okkur öll. Framtíðin og frjálslyndið í Garðabæ Við þurfum að hafa kjark og þor til þess að rýna til gagns og taka àkvarðanir byggðar á veruleika þess Garðabæjar sem nú er en ekki þess Garðabæjar sem einu sinni var. Sá tími er liðinn. Fjölbreyttari Garðabær er tekinn við. Fjölbreytt íbúasamsetning kallar einfaldlega ekki bara á víðari sýn, heldur frjálslyndari sýnar og vandaðri vinnubragða. Vanda þarf til verka og setja sig í spor íbúa og horfa til þess að í samfélagi fjölbreytileikans þarf að taka mið af ólíkum þörfum. Við í Viðreisn stöndum með fjölbreytileikanum með frjálslyndið að leiðarljósi því við viljum sanngjarnt samfélag fyrir okkur öll. Við gerum okkur grein fyrir því að fjölbreytileika þarf að mæta með fjölbreyttri þjónustu. Við þurfum alvöru valfrelsi i leikskólum, grunnskólum og búsetu á sama tíma og við viljum raunverulegt val um umhverfisvænan lífsstíl þar sem fjölbreyttar samgöngur er raunverulegt val. Við viljum veita framúrskarandi þjónustu á öllum sviðum. Við í Viðreisn viljum gera betur og vanda til verka í þágu allra Garðbæinga. Sara Dögg Svanhildardóttir oddviti Viðreisnar í GarðabæGuðlaugur Kristmundsson skipar 2. sæti í á lista Viðreisnar í GarðabæRakel Steinberg Sölvadóttir skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Rakel Steinberg Sölvadóttir Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Garðabær Guðlaugur Kristmundsson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Sjá meira
Við í Viðreisn viljum sjá Garðabæ taka forystu á ný í leikskólamálum og vera leiðandi í umhverfisvænum áherslum og grænni fjármálastjórn. Við viljum einnig vanda betur til verka og beita faglegri stjórnun fjàrmagns með því að fylgja alltaf lögum um opinber innkaup þegar það á við og fara vel með fjármuni þegar kemur að innkaupum á vöru og þjónustu. Fjárhagslega svigrúmið Gott skuldahlutfall og hátt sjóðstreymishlutfall er ekkert til að hrósa sér fyrir þegar uppbygging innviða hefur brugðist. Ánægja með þjónustu við íbúa er í sögulegu lágmarki í þjónustuþáttum sem skipta íbúa hvað mestu máli eins og raunin er með skort á leikskólaplássum og þjónustu við fatlað fólk. Lágt skuldahlutfall er mælikvarði sem segir okkur lítið þegar skuldin í innviða byggingunni er há. Í Garðabæ stöndum við frammi fyrir stórum og krefjandi verkefnum á næsta kjörtímabili alveg sama hvar stigið er niður fæti. Í skólamálum, uppbyggingu nýrra hverfa og samgöngum, hvort heldur sem snýr að almenningssamgöngum eða öruggum ferðamöguleikum gangandi og hjólandi. Því skiptir máli að hafa góða yfirsýn, geta horft til framtíðar með velferð fólksins okkar að leiðarljósi. Þannig sköpum við samfélag fyrir okkur öll. Framtíðin og frjálslyndið í Garðabæ Við þurfum að hafa kjark og þor til þess að rýna til gagns og taka àkvarðanir byggðar á veruleika þess Garðabæjar sem nú er en ekki þess Garðabæjar sem einu sinni var. Sá tími er liðinn. Fjölbreyttari Garðabær er tekinn við. Fjölbreytt íbúasamsetning kallar einfaldlega ekki bara á víðari sýn, heldur frjálslyndari sýnar og vandaðri vinnubragða. Vanda þarf til verka og setja sig í spor íbúa og horfa til þess að í samfélagi fjölbreytileikans þarf að taka mið af ólíkum þörfum. Við í Viðreisn stöndum með fjölbreytileikanum með frjálslyndið að leiðarljósi því við viljum sanngjarnt samfélag fyrir okkur öll. Við gerum okkur grein fyrir því að fjölbreytileika þarf að mæta með fjölbreyttri þjónustu. Við þurfum alvöru valfrelsi i leikskólum, grunnskólum og búsetu á sama tíma og við viljum raunverulegt val um umhverfisvænan lífsstíl þar sem fjölbreyttar samgöngur er raunverulegt val. Við viljum veita framúrskarandi þjónustu á öllum sviðum. Við í Viðreisn viljum gera betur og vanda til verka í þágu allra Garðbæinga. Sara Dögg Svanhildardóttir oddviti Viðreisnar í GarðabæGuðlaugur Kristmundsson skipar 2. sæti í á lista Viðreisnar í GarðabæRakel Steinberg Sölvadóttir skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar