Einn milljarður í frístundarstyrki og sérstakan sjóð fyrir hvert hverfi Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 6. maí 2022 08:16 Skipulagt íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og ungmenni er ein besta forvörn sem til er. Þetta vita foreldrar og aðstandendur barna enda ekkert eins dýrmætt þegar ungviðið finnur sína fjöl í skipulögðu frístundastarfi. Þátttaka er góð leið til að tilheyra samfélaginu fyrir alla en sérstaklega fyrir börn af erlendum uppruna og foreldra þeirra. Þátttakan styrkir samskipti og myndun félagslegra tengsla við aðra krakka, börn verða hluti af stærri og fjölbreyttari vinahópi og mynda stærra tengslanet. Við viljum öll tilheyra hópi, vera virkir samfélagsþegnar og vaxa í umhverfi sem okkur líður vel. Þess vegna er svo mikilvægt að öll börn fái tækifæri til þátttöku óháð uppruna, félagslegri stöðu og tekjum foreldra. Á árinu 2021 var um 991 milljón króna ráðstafað í frístundastyrki barna í borginni á aldrinum sex til átján ára. Rúmlega 693 milljónir, eða 70 prósent af heildar upphæðinni, voru greiddar til 161 félaga sem skiptast í frístund, íþróttir, lista og menningarstarfsemi, líkamsrækt og annað. Mesta nýtingin er fram að tólf ára aldri en svo línulega dregur úr þátttöku barna og ungmenna til átján ára aldurs. Þetta þýðir líka að 30 prósent var óráðstafað eða um 297 milljónir króna sem ekki voru nýttir eða voru nýttir að hluta. Gott er til þess að vita að 75 prósent barna í borginni nýttu frístundastyrkinn á síðasta ári en það þýðir líka að um 25 prósent barna í borginni nýttu hann ekki. Þar vill Samfylkingin jafna leikinn. Frístundastyrkir hækkaðir í 75 þúsund Það var Samfylkingin í Hafnarfirði sem tók fyrst upp frístundastyrk til barna. Styrkurinn var hugsaður til að til að tryggja börnum og ungmennum möguleika á að taka þátt í frístundarstarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Samkomutakmarkanir síðustu tveggja ára hafa dregið úr félagslegri þátttöku beggja kynja og þá sérstaklega stúlkna. Þar liggja sóknarfærin. Samfylkingin vill betri borg fyrir börn. Við ætlum að hækka frístundastyrkinn í 75 þúsund krónur og 100 þúsund fyrir tekjulægri fjölskyldur. Þannig jöfnum við tækifærin fyrir börnin í borginni enn betur. Hærri frístundastyrkur er ein leið í því. Nýr stuðnings- og styrktarsjóður, sem við í Samfylkingunni viljum koma á fyrir öll hverfi borgarinnar, mun fá þetta vannýtta fé frístundakortsins með að markmiði að auka tækifæri og möguleika fleiri barna og fjölskyldna þeirra innan hverfanna. Góð reynsla í Breiðholti Samfylkingin setti í stefnu sína fyrir kosningarnar 2018 að safna saman í svona sjóð vannýttu fjármagni frístundakortsins, sem héldist innan hverfisins. Góð reynsla er af sjóði sem settur var á laggirnar í Breiðholti til stuðnings við þátttöku verkefnið - Frístundir í Breiðholti. Sjóðnum þar er ætlað að koma til móts við viðbótarkostnað sem kann að falla til í viðburðum, kaupum eða leigu á búnaði, þeim umfram kostnaði sem getur skapast vegna þátttöku barna og ungmenna í frístundum. Nú teljum við tímabært að sambærilegur sjóður verði innleiddur í öll hverfi borgarinnar til að styðja við börn innan hverfisins til að auka þátttöku þeirra. Betri borg fyrir börn Við í Samfylkingunni vitum að fjárhagslegar skorður geta hindrað þátttöku barna og ungmenna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Við viljum jafna leikinn - jafna tækifærin. Fáum við skýrt umboð frá borgarbúum í kosningunum 14. maí nk munum við áfram forgangsraða í þágu barna enda ekkert eins mikilvægara og að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til þátttöku þannig sköpum við betri borg fyrir börn. Setjum X- við S þann 14. maí 2022. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, búsett í Breiðholti og skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Íþróttir barna Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Skipulagt íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og ungmenni er ein besta forvörn sem til er. Þetta vita foreldrar og aðstandendur barna enda ekkert eins dýrmætt þegar ungviðið finnur sína fjöl í skipulögðu frístundastarfi. Þátttaka er góð leið til að tilheyra samfélaginu fyrir alla en sérstaklega fyrir börn af erlendum uppruna og foreldra þeirra. Þátttakan styrkir samskipti og myndun félagslegra tengsla við aðra krakka, börn verða hluti af stærri og fjölbreyttari vinahópi og mynda stærra tengslanet. Við viljum öll tilheyra hópi, vera virkir samfélagsþegnar og vaxa í umhverfi sem okkur líður vel. Þess vegna er svo mikilvægt að öll börn fái tækifæri til þátttöku óháð uppruna, félagslegri stöðu og tekjum foreldra. Á árinu 2021 var um 991 milljón króna ráðstafað í frístundastyrki barna í borginni á aldrinum sex til átján ára. Rúmlega 693 milljónir, eða 70 prósent af heildar upphæðinni, voru greiddar til 161 félaga sem skiptast í frístund, íþróttir, lista og menningarstarfsemi, líkamsrækt og annað. Mesta nýtingin er fram að tólf ára aldri en svo línulega dregur úr þátttöku barna og ungmenna til átján ára aldurs. Þetta þýðir líka að 30 prósent var óráðstafað eða um 297 milljónir króna sem ekki voru nýttir eða voru nýttir að hluta. Gott er til þess að vita að 75 prósent barna í borginni nýttu frístundastyrkinn á síðasta ári en það þýðir líka að um 25 prósent barna í borginni nýttu hann ekki. Þar vill Samfylkingin jafna leikinn. Frístundastyrkir hækkaðir í 75 þúsund Það var Samfylkingin í Hafnarfirði sem tók fyrst upp frístundastyrk til barna. Styrkurinn var hugsaður til að til að tryggja börnum og ungmennum möguleika á að taka þátt í frístundarstarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Samkomutakmarkanir síðustu tveggja ára hafa dregið úr félagslegri þátttöku beggja kynja og þá sérstaklega stúlkna. Þar liggja sóknarfærin. Samfylkingin vill betri borg fyrir börn. Við ætlum að hækka frístundastyrkinn í 75 þúsund krónur og 100 þúsund fyrir tekjulægri fjölskyldur. Þannig jöfnum við tækifærin fyrir börnin í borginni enn betur. Hærri frístundastyrkur er ein leið í því. Nýr stuðnings- og styrktarsjóður, sem við í Samfylkingunni viljum koma á fyrir öll hverfi borgarinnar, mun fá þetta vannýtta fé frístundakortsins með að markmiði að auka tækifæri og möguleika fleiri barna og fjölskyldna þeirra innan hverfanna. Góð reynsla í Breiðholti Samfylkingin setti í stefnu sína fyrir kosningarnar 2018 að safna saman í svona sjóð vannýttu fjármagni frístundakortsins, sem héldist innan hverfisins. Góð reynsla er af sjóði sem settur var á laggirnar í Breiðholti til stuðnings við þátttöku verkefnið - Frístundir í Breiðholti. Sjóðnum þar er ætlað að koma til móts við viðbótarkostnað sem kann að falla til í viðburðum, kaupum eða leigu á búnaði, þeim umfram kostnaði sem getur skapast vegna þátttöku barna og ungmenna í frístundum. Nú teljum við tímabært að sambærilegur sjóður verði innleiddur í öll hverfi borgarinnar til að styðja við börn innan hverfisins til að auka þátttöku þeirra. Betri borg fyrir börn Við í Samfylkingunni vitum að fjárhagslegar skorður geta hindrað þátttöku barna og ungmenna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Við viljum jafna leikinn - jafna tækifærin. Fáum við skýrt umboð frá borgarbúum í kosningunum 14. maí nk munum við áfram forgangsraða í þágu barna enda ekkert eins mikilvægara og að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til þátttöku þannig sköpum við betri borg fyrir börn. Setjum X- við S þann 14. maí 2022. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, búsett í Breiðholti og skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun