Skjálftahrina við Kleifarvatn gæti haft áhrif á vatnsstöðu Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2022 14:21 Kleifarvatn er sérstakt náttúrufyrirbæri en ekkert beint frárennsli er í vatninu heldur fer það sína leið um hraunið. Vatnsstaðan hefur verið breytileg og nú er horft til þess hvort skjálftahrina geti orðið til að opna greiðari leið út. vísir/arnar Jarðskjálfti sem mældist 3,3 var undir Kleifarvatni á ellefta tímanum í morgun. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur segir þau hjá Veðurstofunni fylgjast grannt með gangi mála. Skjálftinn átti upptök sín á sjö kílómetra dýpi og er staðsettur norðvestanmegin undir vatninu. En töluverð jarðskjálftahrina hefur verið á svæðinu að undanförnu, alls um 70 frá miðnætti. Lovísa Mjöll segir það í sjálfu sér ekkert nýtt. Þarna eru flekaskil og þegar við bætist að kvikusöfnun sem hefur greinst á svæðinu, landris, þá sé viðbúið að jörð skjálfi. „Já, þarna hefur verið virkni undanfarna daga en í rauninni nokkuð sem við megum búat við,“ segir Lovísa Mjöll en „GPS-inn“ og myndavélar sýna að ris er að eiga sér stað. Kleifarvatn, þetta stærsta stöðuvatn Reykjaness, er sérstakt hvað það varðar að ekkert frárennsli er frá vatninu. Það leitar út um gljúpan botninn og í hraunið sem þarna er. Vatnsstaðan hefur verið breytileg og til að mynda var vatnsstaðan afar lág 2001, svo mjög að mælitæki Vatnamælinga voru komin á þurrt. Lovísa Mjöll segir ekkert liggja fyrir um vatnsstöðuna núna og hafði því ekki svör á reiðum höndum við því hvort skjálftarnir gætu leitt til aukins fráflæðis. Áhyggjur af slíku komu fram í máli Óskar Sævarssonar, landvarðar í Reykjanesfólkvangi, en Kristján Már Unnarsson ræddi við hann 2020 í tilefni þess að stórar bergfyllur hrundu úr Krísuvíkurbjargi og nýjar sprungur opnuðust við stóran skjálfta sem þá reið yfir. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Hafnarfjörður Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Skjálftinn átti upptök sín á sjö kílómetra dýpi og er staðsettur norðvestanmegin undir vatninu. En töluverð jarðskjálftahrina hefur verið á svæðinu að undanförnu, alls um 70 frá miðnætti. Lovísa Mjöll segir það í sjálfu sér ekkert nýtt. Þarna eru flekaskil og þegar við bætist að kvikusöfnun sem hefur greinst á svæðinu, landris, þá sé viðbúið að jörð skjálfi. „Já, þarna hefur verið virkni undanfarna daga en í rauninni nokkuð sem við megum búat við,“ segir Lovísa Mjöll en „GPS-inn“ og myndavélar sýna að ris er að eiga sér stað. Kleifarvatn, þetta stærsta stöðuvatn Reykjaness, er sérstakt hvað það varðar að ekkert frárennsli er frá vatninu. Það leitar út um gljúpan botninn og í hraunið sem þarna er. Vatnsstaðan hefur verið breytileg og til að mynda var vatnsstaðan afar lág 2001, svo mjög að mælitæki Vatnamælinga voru komin á þurrt. Lovísa Mjöll segir ekkert liggja fyrir um vatnsstöðuna núna og hafði því ekki svör á reiðum höndum við því hvort skjálftarnir gætu leitt til aukins fráflæðis. Áhyggjur af slíku komu fram í máli Óskar Sævarssonar, landvarðar í Reykjanesfólkvangi, en Kristján Már Unnarsson ræddi við hann 2020 í tilefni þess að stórar bergfyllur hrundu úr Krísuvíkurbjargi og nýjar sprungur opnuðust við stóran skjálfta sem þá reið yfir.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Hafnarfjörður Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira