„Þetta er ekki boðlegt eins og þetta er í dag“ Fanndís Birna Logadóttir og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 11. maí 2022 07:31 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Vísir/Sigurjón Ef nægt rafmagn verður ekki tryggt til Súðavíkur á næstu tveimur árum mun stærsta kalkþörungaverksmiðja landsins sem á að rísa þar keyrð á jarðefnaeldsneyti. Sveitarstjóri segir ríkið verða að bæta raforkumál svæðisins, annað væri galið. Orkumálaráðherra segir ljóst að forgangsraða þurfi verkefnum til að flýta fyrir orkuskiptum. Allt verði gert til að koma í veg fyrir að brenna jarðefnaeldsneyti. Súðavíkurhreppur stendur nú í miðjum framkvæmdum við að koma upp landfyllingu við Súðavík þar sem reisa á stærstu kalkþörungaverksmiðju landsins sem á að taka til starfa árið 2024. Verksmiðjunni fylgja um 35 til 45 störf, sem munar gríðarlegu fyrir svo lítið sveitarfélag þar sem búa ekki nema rúmlega tvö hundruð manns. En svona virkjun þarf á raforku að halda til að geta tekið til starfa. „Við erum að tala um svona átta til tíu megavött held ég að það sé. Og það er náttúrulega talsvert meira heldur en er í boði fyrir Súðavík í dag,“ segir Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, en fréttastofa náði tali af honum við framkvæmdasvæðið. Ef ekki verður búið að kippa þessu í liðinn segir Bragi ljóst að verksmiðjan verði að brenna gasi til að geta hafið starfsemi sína. Hann segir því brýnt að stjórnvöld leggi jarðstreng eða komi upp byggðalínu til Súðavíkur. „Þannig að þau mál séu úr sögunni. Í staðinn fyrir að verksmiðja beint ofan í áform ríkisstjórnarinnar fari að brenna á gasi. Sem er bara galið,“ segir Bragi. En það er ekki nóg. Hann segir ljóst að á Vestfjörðum verði að virkja meira. Framkvæmdir við Hvalárvirkjun hafa verið stopp í langan tíma og er margt óljóst um framtíð þess verkefnis. En Bragi er með annan virkjanakost í huga. „Lausnirnar sem menn sjá fyrst um sinn eru tvær virkjanir í það minnsta. Önnur er nú á umdeildu svæði í Vatnsfirði og meira en það - þetta er nú hálfgerður þjóðgarður. Þannig að það verður svolítið vandaverk að koma því í gegn,“ segir Bragi. Ýmsir valmöguleikar aðrir en að brenna jarðefnaeldsneyti Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra segir mikilvægt að bæta raforkuflutning til vesturs eins hratt og mögulegt er. „Þetta er ekki boðlegt eins og þetta er í dag, það er bara svo einfalt, og það liggur alveg fyrir að við þurfum að taka ákvörðun til að bæta úr og það munum við gera,“ segir Guðlaugur. Ýmis verkefni eru nú að hrannast upp þar sem verið er að skipta út bensíni og dísel fyrir græna orku víða um landið. Þá liggi fyrir að það þurfi virkja enn frekar á Vestfjörðum. „Vandinn við þetta verkefni er tímalínan en það breytir því ekki að auðvitað munum við gera allt sem við getum til þess að það komi ekki til þess að við séum að brenna jarðefnaeldsneyti þarna, frekar en annars staðar,“ segir Guðlaugur. Að sögn ráðherrans eru ýmsir valmöguleikar í boði, þar á meðal þeir sem Bragi nefnir og fleiri, en ekki er tímabært að segja til um hvaða kostur sé vænlegastur. „Ég er ekki kominn með svar við þessari spurningu enda verða fleiri að koma að því, það liggur alveg fyrir að svona hlutir eru aldrei gerðir nema að það sé þokkaleg sátt um þau,“ segir hann. Þó sé ekki hægt að fresta verkefnum því að öllu óbreyttu muni slæm staða blasa við. „Hún er birtingamynd þess að við erum með aukna eftirspurn eftir grænni orku, sem er í eðli sínu gott, en við þurfum að mæta því og forgangsraða, og við viljum forgangsraða orkuskiptum,“ segir Guðlaugur. Súðavíkurhreppur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Orkumál Orkuskipti Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Súðavíkurhreppur stendur nú í miðjum framkvæmdum við að koma upp landfyllingu við Súðavík þar sem reisa á stærstu kalkþörungaverksmiðju landsins sem á að taka til starfa árið 2024. Verksmiðjunni fylgja um 35 til 45 störf, sem munar gríðarlegu fyrir svo lítið sveitarfélag þar sem búa ekki nema rúmlega tvö hundruð manns. En svona virkjun þarf á raforku að halda til að geta tekið til starfa. „Við erum að tala um svona átta til tíu megavött held ég að það sé. Og það er náttúrulega talsvert meira heldur en er í boði fyrir Súðavík í dag,“ segir Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, en fréttastofa náði tali af honum við framkvæmdasvæðið. Ef ekki verður búið að kippa þessu í liðinn segir Bragi ljóst að verksmiðjan verði að brenna gasi til að geta hafið starfsemi sína. Hann segir því brýnt að stjórnvöld leggi jarðstreng eða komi upp byggðalínu til Súðavíkur. „Þannig að þau mál séu úr sögunni. Í staðinn fyrir að verksmiðja beint ofan í áform ríkisstjórnarinnar fari að brenna á gasi. Sem er bara galið,“ segir Bragi. En það er ekki nóg. Hann segir ljóst að á Vestfjörðum verði að virkja meira. Framkvæmdir við Hvalárvirkjun hafa verið stopp í langan tíma og er margt óljóst um framtíð þess verkefnis. En Bragi er með annan virkjanakost í huga. „Lausnirnar sem menn sjá fyrst um sinn eru tvær virkjanir í það minnsta. Önnur er nú á umdeildu svæði í Vatnsfirði og meira en það - þetta er nú hálfgerður þjóðgarður. Þannig að það verður svolítið vandaverk að koma því í gegn,“ segir Bragi. Ýmsir valmöguleikar aðrir en að brenna jarðefnaeldsneyti Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra segir mikilvægt að bæta raforkuflutning til vesturs eins hratt og mögulegt er. „Þetta er ekki boðlegt eins og þetta er í dag, það er bara svo einfalt, og það liggur alveg fyrir að við þurfum að taka ákvörðun til að bæta úr og það munum við gera,“ segir Guðlaugur. Ýmis verkefni eru nú að hrannast upp þar sem verið er að skipta út bensíni og dísel fyrir græna orku víða um landið. Þá liggi fyrir að það þurfi virkja enn frekar á Vestfjörðum. „Vandinn við þetta verkefni er tímalínan en það breytir því ekki að auðvitað munum við gera allt sem við getum til þess að það komi ekki til þess að við séum að brenna jarðefnaeldsneyti þarna, frekar en annars staðar,“ segir Guðlaugur. Að sögn ráðherrans eru ýmsir valmöguleikar í boði, þar á meðal þeir sem Bragi nefnir og fleiri, en ekki er tímabært að segja til um hvaða kostur sé vænlegastur. „Ég er ekki kominn með svar við þessari spurningu enda verða fleiri að koma að því, það liggur alveg fyrir að svona hlutir eru aldrei gerðir nema að það sé þokkaleg sátt um þau,“ segir hann. Þó sé ekki hægt að fresta verkefnum því að öllu óbreyttu muni slæm staða blasa við. „Hún er birtingamynd þess að við erum með aukna eftirspurn eftir grænni orku, sem er í eðli sínu gott, en við þurfum að mæta því og forgangsraða, og við viljum forgangsraða orkuskiptum,“ segir Guðlaugur.
Súðavíkurhreppur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Orkumál Orkuskipti Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira