Brady ætlar nefnilega að feta sömu spor og sumir fyrrum stjörnuleikmenn með því að starfa við sjónvarpslýsingar frá leikjum í NFL-deildinni.
Fox Sports sjónvarpsstöðin lagði ofurkapp á að fá hann og yfirmenn hennar voru líka tilbúnir að borga vel fyrir lýsingar Brady. Í gær var svo gert opinbert að Brady muni taka til starfa hjá Fox Sports um leið og hann hættir að spila.
Samningurinn hljómar upp á 375 milljónir dollara fyrir tíu ára starf eða 49,7 milljarða íslenskra króna, sem er stærsti samningur sjónvarpsmanns í sögu NFL.
Það athyglisverða við þetta er að Brady, sem er að hefja sitt 23. tímabil. hefur samtals fengið 332 milljónir dollara í laun sem leikmaður. Hann er því að fá mun meira fyrir fyrsta sjónvarpssamninginn sinn en fyrir allan ferilinn.
Brady hefur augljóslega aflað miklu meiri pening í gegnum styrktar- og auglýsingasamninga en þegar kemur að hráum launum þá er þessi samningur hans við Fox Sports hærri.