Lilja heimsótti Pussy Riot Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2022 10:31 Ráðherra með meðlimum sveitarinnar. Stjórnarráðið Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hitti meðlimi hljómsveitarinnar Pussy Riot á æfingu sveitarinnar í Reykjavík. Hljómsveitin undirbýr tónleikaröð sína um Evrópu hér á landi og hefur verið við æfingar undanfarna daga í Þjóðleikhúsinu. Sveitin flaug af landi brott í morgun. Listamaðurinn Ragnar Kjartansson hefur verið þeim innan handar hér á landi. Fram kemur í grein á New York Times að Ragnar hafi leikið lykilhlutverk í ótrúlegum flótta Maríu Alyokhinu, liðsmanni Pussy Riot, á flótta hennar frá Rússlandi á dögunum. Er hann sagður hafa sannfært ónefnt ríki í Evrópu um að útvega henni vegabréf sem gerði henni kleift að komast yfir til Litháens frá Hvíta-Rússlandi. „Það var áhrifamikið að hitta þessar hugrökku konur,“ segir Lilja í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. „Ég ræddi meðal annars við þær um bókina Rússland Pútíns, eftir blaðakonuna Anna Politkovskaja, bók sem hafði mikil áhrif á mig þegar ég las hana. Við ræddum einnig um stöðuna í Úkraínu, en þær sögðu mér að það væri forgangsmál hjá þeim að styðja við íbúa Úkraínu og að hugur þeirra, okkar og heimsbyggðarinnar, væri hjá þeim.“ Þá kom fram í máli þeirra að líkur séu á að allt að fjórar milljónir Rússa hafi flúið Rússland á undanförnum mánuðum af ótta við allsherjar herkvaðningu. Hljómsveitin Pussy Riot var stofnuð í Moskvu árið 2011 og er feminískt pönksveit. Þær stefna á að halda tónleika á Íslandi í haust og hvatti ráðherra þær til þess. Þær hafa í gegnum list sína verið með gjörninga og mótmæli, hampað femínískum boðskap en hafa jafnframt þurft að sitja í fangelsi í Rússlandi fyrir pólitískar skoðanir sínar og aðgerðir. Árið 2012 hlutu þær friðarverðlaun John Lennon og Yoko Ono, en verðlaunin voru þá veitt við athöfn í Viðey þegar kveikt var á friðarsúlunni. Andóf Pussy Riot Íslandsvinir Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Kom að ótrúlegum flótta liðskonu Pussy Riot Svo virðist sem að listamaðurinn Ragnar Kjartansson hafi leikið lykilhlutverk í ótrúlegum flótta Maríu Alyokhinu, liðsmanni Pussy Riot, á flótta hennar frá Rússlandi á dögunum. Er hann sagður hafa sannfært ónefnt ríki í Evrópu um að útvega henni vegabréf sem gerði henni kleift að komast yfir til Litháens frá Hvíta-Rússlandi. 11. maí 2022 09:14 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Listamaðurinn Ragnar Kjartansson hefur verið þeim innan handar hér á landi. Fram kemur í grein á New York Times að Ragnar hafi leikið lykilhlutverk í ótrúlegum flótta Maríu Alyokhinu, liðsmanni Pussy Riot, á flótta hennar frá Rússlandi á dögunum. Er hann sagður hafa sannfært ónefnt ríki í Evrópu um að útvega henni vegabréf sem gerði henni kleift að komast yfir til Litháens frá Hvíta-Rússlandi. „Það var áhrifamikið að hitta þessar hugrökku konur,“ segir Lilja í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. „Ég ræddi meðal annars við þær um bókina Rússland Pútíns, eftir blaðakonuna Anna Politkovskaja, bók sem hafði mikil áhrif á mig þegar ég las hana. Við ræddum einnig um stöðuna í Úkraínu, en þær sögðu mér að það væri forgangsmál hjá þeim að styðja við íbúa Úkraínu og að hugur þeirra, okkar og heimsbyggðarinnar, væri hjá þeim.“ Þá kom fram í máli þeirra að líkur séu á að allt að fjórar milljónir Rússa hafi flúið Rússland á undanförnum mánuðum af ótta við allsherjar herkvaðningu. Hljómsveitin Pussy Riot var stofnuð í Moskvu árið 2011 og er feminískt pönksveit. Þær stefna á að halda tónleika á Íslandi í haust og hvatti ráðherra þær til þess. Þær hafa í gegnum list sína verið með gjörninga og mótmæli, hampað femínískum boðskap en hafa jafnframt þurft að sitja í fangelsi í Rússlandi fyrir pólitískar skoðanir sínar og aðgerðir. Árið 2012 hlutu þær friðarverðlaun John Lennon og Yoko Ono, en verðlaunin voru þá veitt við athöfn í Viðey þegar kveikt var á friðarsúlunni.
Andóf Pussy Riot Íslandsvinir Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Kom að ótrúlegum flótta liðskonu Pussy Riot Svo virðist sem að listamaðurinn Ragnar Kjartansson hafi leikið lykilhlutverk í ótrúlegum flótta Maríu Alyokhinu, liðsmanni Pussy Riot, á flótta hennar frá Rússlandi á dögunum. Er hann sagður hafa sannfært ónefnt ríki í Evrópu um að útvega henni vegabréf sem gerði henni kleift að komast yfir til Litháens frá Hvíta-Rússlandi. 11. maí 2022 09:14 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Kom að ótrúlegum flótta liðskonu Pussy Riot Svo virðist sem að listamaðurinn Ragnar Kjartansson hafi leikið lykilhlutverk í ótrúlegum flótta Maríu Alyokhinu, liðsmanni Pussy Riot, á flótta hennar frá Rússlandi á dögunum. Er hann sagður hafa sannfært ónefnt ríki í Evrópu um að útvega henni vegabréf sem gerði henni kleift að komast yfir til Litháens frá Hvíta-Rússlandi. 11. maí 2022 09:14