Fjölbreytt leiguhúsnæði Einar Þorsteinsson skrifar 11. maí 2022 14:47 Við þurfum öll að eiga heimili, hvort sem það er í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði. Sum okkar vilja eiga húsnæði á meðan aðrir annað hvort kjósa að leigja eða eru fastir á leigumarkaði af einhverjum ástæðum. En það skiptir ekki máli hvaða búsetu form fólk kýs, það sem skiptir máli er að nóg sé til staðar af húsnæði sem hentar fyrir mismunandi hópa samfélagsins. Því miður er staðan nú að leigumarkaðurinn er sprunginn og þörf er á tafarlausum aðgerðum. Við þurfum fleiri almennar leiguíbúðir Við í Framsókn leggjum ríka áherslu á að byggðar verðir fleiri almennar íbúðir í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög. Leigjendur hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum greiða almennt lægra hlutfall af ráðstöfunartekjum í húsaleigu og eru ánægðari með húsnæðið sitt. Það skiptir gríðarlega miklu máli að fólk í lægstu tekjutíundinni upplifi húsnæðisöryggi og geti búið sér og fjölskyldum sínum öruggt heimili. En samkvæmt skýrslu Húsnæðis og mannvirkjastofnunar mælist húsnæðisöryggi mest hjá þeim sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum. Þá skiptir það miklu máli að tekið sé vel utan um þá einstaklinga sem þurfa á félagslegu húsnæði að halda. Biðin eftir slíku húsnæði reynist öllum mjög erfið og því þarf að fjölga íbúðum. Við þurfum íbúðir fyrir alla hópa Við í Framsókn teljum einnig þörf á að fjölga leiguhúsnæði fyrir eldra fólk, en mikilvægt er að eldra fólk sem hætt er að vinna geti búið í öruggu leiguhúsnæði og þurfi ekki að búa við ótta um að vera sagt upp leigunni. Halda verður áfram og byggja fleiri íbúðir víðs vegar um höfuðborgarsvæðið þar sem stutt er í verslun, dagdvöl og heilbrigðisþjónustu. Það sama má segja varðandi þjónustuíbúðir og íbúðir fyrir fatlað fólk og öryrkja. Við þurfum leiguíbúðir um alla borg Við í Framsókn vitum að húsin byggja sig ekki sjálf. Við vitum að hægt er að laða að fasteignafélög til að byggja upp í Reykjavík með því að fjölga lóðum um alla borg og greiða fyrir skipulagi. Það er stefna okkar í Framsókn að fjölga íbúðum á höfuðborgarsvæðinu um 3.000 á ári, hvort sem þau eru til eigu eða leigu. Við viljum að allir geti búið í Reykjavík. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Þorsteinsson Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Leigumarkaður Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Við þurfum öll að eiga heimili, hvort sem það er í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði. Sum okkar vilja eiga húsnæði á meðan aðrir annað hvort kjósa að leigja eða eru fastir á leigumarkaði af einhverjum ástæðum. En það skiptir ekki máli hvaða búsetu form fólk kýs, það sem skiptir máli er að nóg sé til staðar af húsnæði sem hentar fyrir mismunandi hópa samfélagsins. Því miður er staðan nú að leigumarkaðurinn er sprunginn og þörf er á tafarlausum aðgerðum. Við þurfum fleiri almennar leiguíbúðir Við í Framsókn leggjum ríka áherslu á að byggðar verðir fleiri almennar íbúðir í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög. Leigjendur hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum greiða almennt lægra hlutfall af ráðstöfunartekjum í húsaleigu og eru ánægðari með húsnæðið sitt. Það skiptir gríðarlega miklu máli að fólk í lægstu tekjutíundinni upplifi húsnæðisöryggi og geti búið sér og fjölskyldum sínum öruggt heimili. En samkvæmt skýrslu Húsnæðis og mannvirkjastofnunar mælist húsnæðisöryggi mest hjá þeim sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum. Þá skiptir það miklu máli að tekið sé vel utan um þá einstaklinga sem þurfa á félagslegu húsnæði að halda. Biðin eftir slíku húsnæði reynist öllum mjög erfið og því þarf að fjölga íbúðum. Við þurfum íbúðir fyrir alla hópa Við í Framsókn teljum einnig þörf á að fjölga leiguhúsnæði fyrir eldra fólk, en mikilvægt er að eldra fólk sem hætt er að vinna geti búið í öruggu leiguhúsnæði og þurfi ekki að búa við ótta um að vera sagt upp leigunni. Halda verður áfram og byggja fleiri íbúðir víðs vegar um höfuðborgarsvæðið þar sem stutt er í verslun, dagdvöl og heilbrigðisþjónustu. Það sama má segja varðandi þjónustuíbúðir og íbúðir fyrir fatlað fólk og öryrkja. Við þurfum leiguíbúðir um alla borg Við í Framsókn vitum að húsin byggja sig ekki sjálf. Við vitum að hægt er að laða að fasteignafélög til að byggja upp í Reykjavík með því að fjölga lóðum um alla borg og greiða fyrir skipulagi. Það er stefna okkar í Framsókn að fjölga íbúðum á höfuðborgarsvæðinu um 3.000 á ári, hvort sem þau eru til eigu eða leigu. Við viljum að allir geti búið í Reykjavík. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun