Gefa ekkert upp um hvort Ísland sé hulduríkið sem hjálpaði Pussy Riot Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2022 20:31 Maria Alyokhina komst frá Hvíta-Rússlandi til Litáen fyrir tilstilli ónefndrar Evrópuþjóðar sem aðstoðaði hana með útgáfu einhverskonar ferðaskjals. Katrín Jakobsdóttir hefur ekki viljað tjá sig um hvort Ísland hafi átt hlut að máli. Samsett Hvorki forsætisráðherra né fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins hafa viljað tjá sig um hvort íslensk stjórnvöld hafi komið að því að liðka fyrir brottför Maríu Alyokhinu, liðsmanni rússnesku andófshljómsveitarinnar Pussy Riot, frá Hvíta-Rússlandi til Litáen. Fyrr í dag var greint frá því að New York Times, sem fjallaði um flótta Alyokhinu frá Hvíta-Rússlandi, hefði fullyrt að íslenski listamaðurinn Ragnar Kjartansson hafi sannfært ónefnt Evrópuríki um að útvega henni vegabréf svo hún kæmist til Litáen. Alyokhina hafði áður gert tvær tilraunir til að komast yfir til Litáen, án árangurs. Öllu betur hafi hins vegar gengið að komast á milli landa með skjalið sem Ragnar er sagður hafa útvegað, þar sem það hafi veitt henni sömu stöðu og borgurum í Evrópusambandsríkjum. Tjá sig ekki um málefni einstaklinga Í samtali við fréttastofu fyrr í dag sagði Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, að hann gæti ekki tjáð sig um mál einstaklinga. Því fengust ekki svör við því hvort Ísland er hið ónafngreinda Evrópuríki sem sagt er hafa beitt sér fyrir Alyokhinu. Sveinn Guðmarsson upplýsingafulltrúi.Utanríkisráðuneytið/Golli Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra segir þá að ráðherrann tjái sig ekki um málefni einstaklinga í þessu samhengi. Þó samgleðjist hún bæði Möshu og félögum hennar í Pussy Riot „og að þau hafi tækifæri til þess að nýta sér listrænt og pólitískt tjáningarfrelsi sitt.“ Fóru til Þýskalands í morgun en snúa mögulega aftur Pussy Riot hefur síðastliðna vikuna verið við æfingar hér á landi, en hélt í morgun til Þýskalands. Þar mun sveitin hefja tónleikaferðalag sitt um Evrópu. Sveitin nýtti húsnæði á vegum Þjóðleikhússins til æfinga, en í samtali við fréttastofu fyrr í dag sagði Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri að vonir stæðu til þess að eftir að hafa sett upp sýningar á nokkrum stöðum í Evrópu muni sveitin snúa aftur til Íslands í haust og stíga á svið í Þjóðleikhúsinu. Andóf Pussy Riot Rússland Menning Íslendingar erlendis Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Fyrr í dag var greint frá því að New York Times, sem fjallaði um flótta Alyokhinu frá Hvíta-Rússlandi, hefði fullyrt að íslenski listamaðurinn Ragnar Kjartansson hafi sannfært ónefnt Evrópuríki um að útvega henni vegabréf svo hún kæmist til Litáen. Alyokhina hafði áður gert tvær tilraunir til að komast yfir til Litáen, án árangurs. Öllu betur hafi hins vegar gengið að komast á milli landa með skjalið sem Ragnar er sagður hafa útvegað, þar sem það hafi veitt henni sömu stöðu og borgurum í Evrópusambandsríkjum. Tjá sig ekki um málefni einstaklinga Í samtali við fréttastofu fyrr í dag sagði Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, að hann gæti ekki tjáð sig um mál einstaklinga. Því fengust ekki svör við því hvort Ísland er hið ónafngreinda Evrópuríki sem sagt er hafa beitt sér fyrir Alyokhinu. Sveinn Guðmarsson upplýsingafulltrúi.Utanríkisráðuneytið/Golli Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra segir þá að ráðherrann tjái sig ekki um málefni einstaklinga í þessu samhengi. Þó samgleðjist hún bæði Möshu og félögum hennar í Pussy Riot „og að þau hafi tækifæri til þess að nýta sér listrænt og pólitískt tjáningarfrelsi sitt.“ Fóru til Þýskalands í morgun en snúa mögulega aftur Pussy Riot hefur síðastliðna vikuna verið við æfingar hér á landi, en hélt í morgun til Þýskalands. Þar mun sveitin hefja tónleikaferðalag sitt um Evrópu. Sveitin nýtti húsnæði á vegum Þjóðleikhússins til æfinga, en í samtali við fréttastofu fyrr í dag sagði Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri að vonir stæðu til þess að eftir að hafa sett upp sýningar á nokkrum stöðum í Evrópu muni sveitin snúa aftur til Íslands í haust og stíga á svið í Þjóðleikhúsinu.
Andóf Pussy Riot Rússland Menning Íslendingar erlendis Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira